Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 43
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Föt og fylgihlutir
NOT YOUR DAU GHTERS J EANS
VERÐLAUNAMERKI FRÁ USA
EIKJUVOGUR 29 - 104 RVK. - S:694-7911
www.facebook.com/spennandi
www.spennandi.com
OPIÐ: MÁN-FIM: 12-18 - FÖS: 12-16
25%
KY N N IN GA R AF SLÁTTUR
DAGA N A 2 . - 6 . JÚNÍ
F
yrir sumar og sólböð er nauðsynlegt að
undirbúa húðina vel til þess að koma í
veg fyrir að brenna og flagna. Vörur sem
henta vel fyrir húðina í kulda og þurrki á
veturna eru gjarnan óþægilegar á sumrin þegar
hlýna tekur í veðri. Með því að undirbúa húðina
vel verður brúnkan þettari og fallegri.
Góð leið til undirbúnings nokkrum vikum fyrir
sólbað er að skrúbba húðina vel með góðum
skrúbb, bæði líkama og andlit. Þannig fjarlægj-
ast dauðar húðfrumur og húðin endurnýjar sig
og verður mýkri og sléttari.
Það er einnig mjög áhrifaríkt að þurrbursta
húðina með kaktusbursta á morgnana og
skrúbba hana síðan í baði eða sturtu um
kvöldið. Eftir þetta verður húðin silki-
mjúk, en einnig mjög þurr. Þá er nauð-
synlegt að bera á sig gott rakakrem.
Rakakrem er ekki eina leiðin til þess að
viðhalda raka í húðinni heldur er mjög nauð-
synlegt að drekka alltaf mikið vatn yfir dag-
inn.
Þessari rútínu er gott að fylgja einni til fjór-
um vikum fyrir sólbaðið.
Farðu rólega af stað. Ef húðin er ekki vön að
vera í mikilli sól er nauðsynlegt að fara hægt af
stað og nota sólarvörn með háu SPF-gildi til
þess að byrja með og trappa það síðan rólega
niður með tímanum.
Hvað er aftersun?
Aftersun er borið á húðina eftir sólbaðið. Það
kælir húðina, veitir raka og hjálpar henni að
jafna sig eftir sól og ef bruni hefur átt sér stað.
Á kvöldin er upplagt að bera á sig gott raka-
krem eða rakamaska svo húðin þorni ekki um of.
VIÐ ERUM FLEST MEIRA EN
TILBÚIN Í SUMARIÐ. Á SUMRIN
FLYKKJAST MARGIR Í SUND, SÓLBAÐ
EÐA JAFNVEL Á SÓLARSTÖND
OG ÞÁ ER MIKILVÆGT AÐ HÚÐIN
SÉ JAFNTILBÚIN OG HUGURINN
Í SÓLBAÐIÐ.
Sigurborg Selma Karlsdóttir
sigurborg@mbl.is
Terracotta Joli Teint healthy glow SPF 20 9.399 kr.
Formúla sem sameinar farða, húðvöru, sólarvörn og geislandi áhrif Terra-
cotta-línunnar. Ljær húðinni jafnan lit og hlýjan ljóma. Gefur raka og mýkt
og kemur í nokkrum litatónum.
Terracotta sun serum 8.799 kr.
Magnað hunangsgel sem eykur losun melaníns, mýkir húðina og veitir
raka. Bættu einum dropa af sun serum út í hvaða sólarvörn sem er og
húðin verður umsvifalaust brúnni.
Terracotta sun brunettes spf 15 6.599 kr.
Dásamleg sólarvörn fyrir andlit og líkama. Gefur húðinni raka og mýkt.
Inniheldur Tanbooster complex sem eykur melanínframleiðslu svo húðin
verði samstundis sólkysst og ljómandi.
Terracotta Guerlain
10.459 kr.
Hið margrómaða
terracotta-
sólarpúður, sem á
sér 30 ára sögu, er
sannkölluð lúxusv-
ara.
Morgunblaðið/Kristinn
Með því að undirbúa húð-
ina vel fyrir sólbaðið varir
brúnkan lengur og verður
þéttari og fallegri.
Undirbúningur húðarinnar
Biotherm
4.400 kr.
Créme Solaire
dry touch er
einstaklega létt og
olíulaus sólarvörn.
Helena Rubinstein 7.699 kr.
Golden youth er 24 stunda
rakagjafi með SPF 30-sólarvörn.
Inniheldur m.a. E-vítamín.
AFP
Chanel 9.199 kr.
Chanel Hydramax+active-rakamaski
kælir húðina og lagfærir eftir sólbruna.
Veitir hámarksraka, slær á óþægindi,
sviða, roða og pirring.
Aveda 4.125 kr.
Tourmaline charged radiant
skin refiner er ofnæmispróf-
aður leirskrúbbur fyrir andlit.
Lancome 5.399 kr.
Soleil Brozer SPF 30
er vatnsheld sólarvörn
sem nærir andlitið og
veitir raka.
Aveda 3.820 kr.
Smoothing Body
Polish líkamsskrúbb-
urinn fjarlægir dauðar
húðfrumur svo húðin
verður silkimjúk.