Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Hagkaup í Smáralind, laugardag kl. 15.Nánar: Skoppa og Skrítla ætla að bjóða í útgáfuhóf í Hagkaup í Smáralind í tilefni af nýrri plötu sinni, Skoppa og Skrítla í 10 ár og geta aðdáendur fengið stöllurnar til að árita fyrir sig plötu. Auk þess munu þær syngja og dansa fyrir gesti sína. Skoppa og Skrítla bjóða í teiti L eikskólarúta eða leikskóli á hjólum er hugmynd sem upphaflega kem- ur frá frumkvöðlinum Inge Arne Bøe. Í stað þess að vera á venju- legum leikskóla fara börnin í vettvangs- ferðir í rútu eða strætó sem er útbúinn sem leikskóli. Strætóinn, Barnehag- ebussen, er útbúinn öllum helstu nauð- synjum sem þarf til þess að halda úti góðum leikskóla. Þar er að finna góð og örugg sæti sem geta verið allt að 22 tals- ins, eldhús með eldavél og ísskáp, geymslupláss, salerni og fleira. Góð umhverfismenntun Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri á Garðaborg í Fossvoginum, hefur áhuga á leikskólarútunni og telur þetta vera kær- komna viðbót í leikskólastarfið. „Þessi hugmynd að leikskólarútunni kemur til mín upphaflega frá ráðgjafa sem var á Leikskóla- og frístundasviði, Kolbrúnu Vigfúsdóttur. Hún fór að segja mér frá rútunni og sýndi mér myndband sem lýsti þessu vel. Mér finnst þetta spennandi kostur,“ segir Kristín sem segist hafa fallið fyrir leikskólarútunni. „Þetta myndi henta litlum leikskólum eins og Garðaborg er en þar er lóðin mjög lítil og ekki mjög spennandi. Það að geta stækkað lóð- ina með svona rútu væri náttúrulega frá- bært. Við gætum farið með börnin í fjöruferð, göngur á Esjunni, Elliðaárdal og víðar. Þetta væri alveg frábært tæki- ÖÐRUVÍSI HUGMYNDIR FYRIR STARFSEMI LEIKSKÓLANNA Leikskóli á hjólum væri góð viðbót FÆRANLEGUR LEIKSKÓLI GÆTI HENTAÐ VEL Í KERFIÐ HÉR Á LANDI FYRIR MINNI LEIKSKÓLA MEÐ LITLA LEIKSKÓLALÓÐ. SVOKÖLLUÐ LEIKSKÓLARÚTA GÆTI VERIÐ SNIÐUG OG SKEMMTILEG LAUSN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kristín Einarsdóttir leikskólastjóri á Garðaborg segir rútuna kærkomna viðbót við starfið. Morgunblaðið/Þórður 1. Sápukúlur Hver elskar ekki sápukúlur? Galdurinn að góðum og stórum sápukúlum er þessi uppskrift: 1 stór fata 3 ½ lítri af vatni 1 bolli uppþvottalögur 3 msk glýseról (fæst í flestum apótekum og kosta 100 ml um 998 kr.) Það þarf ekki að vera flókið að búa til vöndinn sem sápukúl- urnar eru blásnar úr. Notið einfaldlega vír þar sem stærðin er ákveðin eftir hentisemi. Gott er að nota t.d. gamalt vírherðatré og beygja það til. 2. Krítar Það er eitthvað svo sum- arlegt að sjá falleg krít- arlistaverk eftir börn- in víðsvegar um götur og gangstéttir. Krítarbox kostar ekki mikið og fæst víða í búðum. Til dæmis er hægt að fá 20 krítar í kassa í Rúmfatalagernum fyrir að- eins 295 kr. 3. Gróðursetning Kennum börnunum okkar að hugsa vel um náttúruna með því að gróðursetja með þeim lítil tré, blóm, plöntur eða kryddjurtir. Snjallt er að kaupa potta, mold og t.d. krydd- jurtafræ. Gróðursetjið í sameiningu fræin og vökvið reglulega. Þegar litla jurtin fer að vaxa leyfið barninu að tína blöðin af til að nota í mat- argerð. Skófla og önnur áhöld í gróðursetningu kostar ekki mikið, t.d. kostar skófla í Hag- kaup um 199 kr. 4. Leynivirki Koddar, lak, teppi, sængur, púðar og fleira má nota til þess að byggja leynivirki í stof- unni eða í svefn- herberginu. Ef mamma og pabbi eru í stuði er gaman að snæða saman kvöldverðinn inni í virkinu. FJÖR FYRIR FJÖLSKYLDUNA Í SUMAR 7 tillögur að skemmtilegri afþreyingu SUMARIÐ ER TÍMINN. NJÓTUM SUMARSINS OG GERUM EITTHVAÐ SNIÐUGT OG SKEMMTILEGT SAMAN MEÐ BÖRNUNUM. ÞAÐ ÞARF EKKI ENDILEGA AÐ FARA Í LANGT FERÐALAG HELDUR ER MARGT HÆGT AÐ GERA SÉR TIL DÆGRASTYTTINGAR HEIMA VIÐ, INNAN- SEM OG UTANDYRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.