Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 13
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Oddur Helgason, fv. sjómaður,
Reynir Björnsson loftskeytamaður
og Þórir Sigurbjörnsson kafari
koma allir að starfi ORG Ætt-
fræðiþjónustu í Skerjafirðinum. All-
ir eru þeir fæddir á Akureyri.
„Við erum að afla fyrir þjóðina.
Vinnan hér er til þess að þjóðin eign-
ist þessar upplýsingar,“ segir Odd-
ur. „Við Reynir vorum rúm 30 ár á
sjó og Þórir kafaði við skipin og ann-
ars staðar. Við sýnum fram á hvað
sjómenn geta lagt til íslenskrar
menningar þegar þeir koma í land.
Við kunnum að fiska og þá er hægt
að ná í allar mögulegar og ómögu-
legar upplýsingar í sambandi við
ættfræðina,“ segir Oddur en fé-
lagarnir halda sjómannadaginn há-
tíðlegan um helgina eins og aðrir.
Með þeim eru Nanna Halldóra
Sigurðardóttir æviskrárritari og El-
ín Ingibjörg Eyjólfsdóttir, doktor í
keltneskum fræðum. „Þær valkyrjur
munu taka við þessu af okkur vík-
ingunum!“ segir Oddur og hlær.
REYKJAVÍK
Hjá ORG í Skerjafirði. Reynir, Elín Ingibjörg, Nanna Halldóra og Oddur.
Morgunblaðið/Golli
„Við kunnum að fiska“
Fulltrúar Austurbrúar ses., Afls
starfsgreinafélags og Djúpavogs-
hrepps hafa undirritað viljayfirlýs-
ingu um stofnun frumkvöðlaseturs á
Djúpavogi. Tilgangur setursins er
að styðja frumkvöðla við að hrinda
hugmyndum sínum í framkvæmd og
skapa þannig ný atvinnutækifæri.
Þjónusta við frumkvöðla og aðstoð
við stofnun og rekstur fyrirtækja
verður hluti af grunnþjónustu Aust-
urbrúar – sem annars sinnir at-
vinnulífi, menntun og menningu með
margþættum stuðningi. Austurbrú
mun fyrst um sinn veita vinnu við
stofnun frumkvöðlasetursins for-
stöðu en stefnt er að því að ráðinn
verði verkefnastjóri í haust, fáist til
þess peningar. Sótt verður um styrk
til atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytis og fleiri og leitað eftir sam-
starfi við Nýsköpunarmiðstöð.
Verkefnastjórn mun setja reglur
um aðgang að frumkvöðlasetrinu og
verður greitt fast mánaðargjald fyr-
ir hverja vinnustöð. Afl starfsgreina-
félag leggur setrinu til að byrja með
til húsnæði í húsinu Sambúð í Mörk-
inni Þá kemur 250 þúsund króna
heimanmundur frá hreppnum.
DJÚPIVOGUR
Vilja frumkvöðlasetur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Silungur er nátengdur Mývatnssveit
og forsætisráðherrum Norðurlanda
var að sjálfsögðu boðið upp á það
hnossgæti á Hótel Reynihlíð á
mánudagskvöldið, eftir fund þeirra.
Að vísu er ekki fiskur úr vatninu
lengur á boðstólum, heldur frá eld-
isstöðinni Haukamýri við Húsavík.
Á veitingastaðnum Gamla bænum
við Hótel Reynihlíð er silungur vin-
sælasti rétturinn og óhætt að mæla
með honum. „Við sykursöltum sil-
unginn og geymum í kæli í 25 mín-
útur, skolum hann svo og þerrum og
og steikjum á pönnu,“ segir Theodór
Páll Theodórsson yfirmatreiðslu-
maður. Sítrónusafa og hvítlauk er
því næst skellt yfir fiskinn og her-
legheitin borin fram með kart-
öflusmælki úr garði sem hótelið er
með í Bjarnarflagi og sósu úr sýrð-
um rjóma, hvítlauk og gúrku; sjá
mynd. Ráðherrarnir fengu aðeins
öðruvísi útgáfu af silungnum og var
góður rómur gerður að matnum,
segir Theodór Páll.
MÝVATNSSVEIT
Silungur var það, heillin
Gómsætur silungur í Gamla bænum.
Morgunblaðið/Skapti
Sigrún Karlsdóttir hefur þjón-að ferðamönnum sem leiðeiga um Hvalfjörð í þrjá ára-
tugi og hálfum betur. Fyrst í 20 ár
sem þerna á Akraborginni og nú í
15 ár sem starfsmaður í af-
greiðsluskýlinu við Hvalfjarð-
argöngin.
„Göngin voru opnuð í júlí 1998
og ég hóf störf hér í desember það
ár,“ segir hún við Morgunblaðið.
„Mér líkar starfið vel. Annars væri
ég ekki búin að vera svona lengi.
Það er erfitt að slíta sig frá þessu;
til dæmis er einn, sem hætti vegna
aldurs, kominn aftur! Reyndar
bara í afleysingar en sumir kunna
ekki að vera gamalmenni, til dæm-
is þessi maður, Aðalsteinn Vil-
bergsson sem er orðinn 68 ára.“
Tveir eru á vakt í skýlinu hverju
sinni en göngin eru opin allan sól-
arhringinn, allt árið. „Ég vinn átta
tíma í einu; þrjú kvöld og þrjá
morgna og er svo þrjá daga í fríi,“
segir Sigrún sem býr á Akranesi.
Hún var eina vertíð í hvalstöðinni
sem unglingur og í stuttan tíma
vann hún hjá Norðuráli, þegar fyr-
irtækið var að byggjast, „en ann-
ars hef verið í samgöngunum,“
segir hún.
„Það var mikil eftirsjá að Akra-
borginni og fólk er enn að tala um
hana. Margir vilja ekki keyra í
Reykjavík og fannst gott að geta
hoppað í skip og labbað upp í bæ
þegar komið var suður. Akraborgin
var hálfgerð þjónustumiðstöð; fólki
fannst gott að leggja sig á bekkj-
unum í afgreiðslusalnum áður en
það fór suður til vinnu og eftir
vinnudag á heimleið.“
Sigrún hittir gríðarlegan fjölda
fólks í vinnunni en samskiptin eru
yfirleitt ekki flókin. „Það er mjög
misjafnt hve margir bílar fara um
á hverri vakt, allt frá um 200 upp í
1.000.“ Hún segir langflesta kurt-
eisa. „Að minnsta kosti við mig. Ég
býð ekki upp á annað.“ Og hún
finnur mikinn mun á fólki eftir
hrun. „Flestir voru á hraðferð fyrir
hrun og við vorum þau fyrstu sem
urðu á vegi þeirra. Við lentum
stundum í skömmum en þetta hef-
ur mikið breyst. Fólk er miklu ró-
legra núna.“
HVALFJÖRÐUR
35 ár í þjónustu við
ferðalanga um Hvalfjörð
ÍSLENDINGAR ERU YFIRVEG-
AÐRI EFTIR HRUN SEGIR
STARFSMAÐUR Í HVAL-
FJARÐARGÖNGUNUM
Langflestir kurteisir við mig. Ég býð ekki upp á annað, segir Sigrún Karlsdóttir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mörg hundruð bílar fara um göngin á
hverri vakt; frá 200 upp í 1.000.
Stofnaður hefur verið starfshópur í Fjarðabyggð um
fjölgun útvarpsstöðva. Ungmennaráð óskaði eftir
því í ársbyrjun að kannaðir yrðu möguleikar á upp-
setningu fleiri útvarpssenda í þessum tilgangi.
Fleiri útvarpsstöðvar?
Örnefni eru fjöldamörg í Heimakletti í Vestmannaeyjum
eins og víða annars staðar. Bæjaryfirvöld hafa nú ákveðið
að setja upp skilti þar sem skilmerkilega er greint frá þeim
öllum, á útsýnispalli sunnan við Skanssvæðið.
Örnefni í Heimakletti
Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja
K
raftaverk
studio ROOF er hönnunarteymi
í Hollandi sem framleiðir margskonar listaverk
og hönnun úr endurunnum pappír. Verkin koma
á flötu spjaldi sem raðað er saman.