Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk Dagsferð í Hvalfjörð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Morgunblaðið/ÞÖK *Skemmtilegar dagsferðir innanlands í sumar,rétt út fyrir höfuðborgarsvæðið, bjóða upp áýmsa áfangastaði. Hvalfjörður er til að myndaafar falleg og róleg ferðamannaparadís ogfinna má sér ýmislegt þar til dundurs. Bæði erhægt að njóta náttúrunnar og þræða göngu-leiðir en einnig skoða merka staði svo sem Hallgrímskirkju í Saurbæ sem reist var 1957 í minningu skáldsins Hallgríms Péturssonar. Ég er stödd í Brisbane, höfuðborg Queensland-fylkis í Ástralíu. Bris- bane er fjölmenningarleg og skemmtileg borg sem rúmar allt í senn skýjaklúfa, fallega almenningsgarða og vel skipulögð úthverfi auk þess sem nokkrir stórir háskóla-campusar setja svip sinn á lífið í borginni. Hér býr fólk alls staðar frá en með mér í tímum í skólanum eru t.d. nemendur frá Úganda, Singapúr, Nígeríu, Kanada, Kína, Sádi- Arabíu, Noregi og Bandaríkjunum. Þessa dagana er ég að leggja loka- hönd á síðustu verkefni í meistaranáminu mínu í afbrotafræðum. Um daginn heimsótti ég lögreglustöðina í hverfinu þar sem ég bý og fékk að fylgjast með rannsóknarlögreglumanni að störfum. Það var kær- komin truflun og góð afsökun til þess að líta upp úr vísindagreinum. Erla María Tölgyes Erla María faðmandi styttu af kóaladýri í Brisbane. Erla við ritgerðarskrif. Afbrotafræði í Brisbane Brisbane í kvöldsól. PÓSTKORT F RÁ ÁSTRALÍ U V insælasta ferðamannaborg síðasta árs var borg í Asíu – í fyrsta skipti frá því MasterCard fór að halda utan um fjölda erlendra ferðamanna í borgum heimsins árið 2010. Vinsælasta borgin var höfuðborg og stærsta borg Taílands, Bangkok, en rétt á hæla henni kom London í öðru sæti og París í því þriðja en ferðamönnum í frönsku borginni hefur fækkað ár frá ári frá 2010. Athygli vekur að það er ekki aðeins Bangkok sem er vinsæl heldur hafa borgir í Asíu og Mið-Austurlöndum verið í stöðugri sókn sem ferða- mannaborgir síðustu árin á kostnað borga í Evrópu. Flugfélög hafa þar bæði bætt við nýjum áfangstöðum og þá eru tíðari flugferðir til þeirra borga sem þegar var flogið til. Samkvæmt skoðanakönnunum eru ferðalangar hrifnir af matarmenn- ingu þessara svæða ásamt almennri gestrisni. Einnig er ánægja með hversu margt nýtt er hægt að upplifa á ferðalögunum, í listum, afþrey- ingu, söfnum og almennri dægurmenningu. ASÍSKAR BORGIR SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ Bangkok í toppsætinu SAMKVÆMT TOPP 20 LISTA MASTERCARD HAFA ÁFANGASTAÐIR Í ASÍU OG MIÐ-AUSTURLÖNDUM ALDREI VERIÐ VINSÆLLI. Mest heimsóttu borgir ársins 2013 Heimild: MasterCard Global Destination Cities Index. Borg, land Milljónir erlendra gesta sem gista yfir nótt London Bretlandi Singapore Singapore Istanbul Tyrklandi Kuala Lumpur Malasíu Barcelona Spáni Bangkok Taílandi París Frakklandi New York BNA Dubai Sameinuðu arabísku furstadæmunum Hong Kong Kína 15,98 15,96 13,92 11,75 11,52 10,37 9,89 9,2 8,72 8,41 Taílensk börn og ferðamenn fagna nýju ári í Taílandi. Nýtt ár hefst 13. apríl og er vatnsslagur ómissandi þennan dag. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.