Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 29
É
g elska að lesa hönnunartímarit og kíkja á pint-
rest í tölvunni með góðan kaffibolla. Ég held
mikið upp á skandinavískan stíl. Skandinavar
eru mun tískumeðvitaðri við innréttingu hí-
býla. Ég er líka mjög hrifin af japönskum stíl,“ segir
Fiona Cribben sem er dugleg við að taka húsgögn í
gegn og gera þau upp. „Mér finnst mjög mikilvægt að
heimili mitt sé notalegt og þar sé hægt að slaka vel á
eftir langan vinnudag. Ég er að reyna að halda heim-
ilisstílnum örlítið mínímalískum sem ég verð að við-
urkenna að er svolítið erfitt fyrir mig, enda er ég mjög
dugleg að sanka að mér allskonar fallegum munum.“
Fiona og Einar, maðurinn hennar, gerðu upp baðher-
bergið þegar þau fluttu inn í íbúðina og segist Fiona
halda mikið upp á fallega tinbaðkarið.
Fiona kaupir mikið inn á heimilið í Habitat. „Ég hef
líka fundið mikið af fallegum munum í Heimili og hug-
myndum. Góði hirðirinn er líka alltaf vinsæll, enda veit
maður aldrei hvaða gersemar verða á vegi manns
þar.“
Baðherbergið er nýuppgert og nýtur Fiona sín best í fallega tinbaðkarinu.
Eldhúsið er sérlega stórt og bjart með útsýni yfir KR-völlinn.
Fallegur trérammi utan
um stóran spegil.
Heldur upp á skandi-
navískan innanhússstíl
FIONA CRIBBEN, FATAHÖNNUÐUR OG MEISTARANEMI, BÝR ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI Í
SKEMMTILEGRI ÍBÚÐ Á BOÐAGRANDA. FIONA SEM ER UPPRUNALEGA FRÁ DUBLIN SEGIST
EIGA ERFITT MEÐ AÐ HALDA HEIMILINU MÍNÍMALÍSKU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
HEIMILIÐ Á AÐ VERA NOTALEGT
Einstaklega skemmtilegt verk í forstofunni.
Persónuleg málverk og minningar á veggjunum.
Hreindýrshorn sem Fiona málaði sjálf.
Morgunblaðið/Eggert
* „Ég er að reyna aðhalda heimilis-stílnum örlítið mínímal-
ískum sem ég verð að
viðurkenna að er svolítið
erfitt fyrir mig, enda er
ég mjög dugleg að sanka
að mér allskonar fal-
legum munum.“
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0
– fyrir lifandi heimili –
STÆKKUM, BREYTUM OG SKREYTUM
20%
AFSLÁTTUR
AF
SMÁVARA