Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 21
DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á man n frá 69.500* 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is *Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil. FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500* Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Komdu út að keyra… Berlín · Amsterdam · París Róm · Barcelóna? „pop-up“-markaður sem selur not- uð föt og hönnunarvöru, aðgangs- eyrir eru 2 evrur en með því fylgir frír bjór og tónlist. Elma bendir einnig á Lost&Found sem er „gríðarlega stór second hand- markaður haldinn fjórum sinnum á ári en næsti markaður verður haldinn 15. júní. Gràcia - þorpið í borginni Gömlu hverfin í miðborg Barce- lona geta stundum verið yf- irþyrmandi þar sem þvaga ferða- manna sogar úr manni orku. Þá er gott að halda upp í Gràcia- hverfið sem heimamenn lýsa stundum sem sínu eigin þorpi innan borgarinnar. Á morgnana eru foreldrar á leið með börnin í skóla og um eftirmiðdaginn hittast aldraðir jafnt sem ungir á torgum Gracía sem eru mörg, til þess að spila smá fótbolta og spjalla um það sem á daginn hefur drifið. Carrer Verdi er gata þar sem má finna marga skemmtilega litla veit- ingastaði og búðir. Einstaklega gaman er að koma við á La Gasterea þar sem er hægt að fá pinxos, einskonar míni-tapas þar sem litlir skammtar af tapas eru bornir fram á snittubrauði með pinna. Það er bæði hægt að panta það sem manni líst best á af matseðlinum sem hangir á töflu á veggnum, en kokkurinn kemur líka regulega með disk af nokkrum pinxos og gestir geta þá kallað á þjóninn og beðið hann um nokkra pinna af pinxos. Hér dugar ekki að vera feiminn ef maður ætlar að yfirgefa veitinga- staðinn saddur, og réttirnir hverfa jafn skjótt og þeir birtast. Best er að finna sér stað eða sæti innst á staðnum þar sem dyrnar að eldhúsinu eru því þá eru mestu líkurnar á að vera fyrstur að ná sér í vinsælustu pinxos-réttina. Ekki má gleyma að fá sér síder með matnum því það er hefðin á La Gasterea. Eft- ir máltíðina er tilvalið að fá sér drykk á barnum Bobby Gin í Gràcia, sem sérhæfir sig í gini og tónik og býður upp á tugi teng- unda gins sem sumar eru nær ófáanlegar. Annar skemmtilegur og rólegur kokteilbar í hverfinu er El Ciclista sem býr til góða kokteila og er einskonar griða- staður áhugamanna um hjóla- mennsku. Hlaupið og hjólað um borgina Ekki sakar að taka með sér íþróttaskó og -föt til Barcelona því að borgin býður upp á ýmsa íþróttatengda afþreyingu. Svalara loftslag á morgnana er tilvalið til þess að fara út að hlaupa við ströndina en þar er bæði breið gangstétt og hjólastígur þar sem oft má sjá hlaupafólk á ferð. Það getur líka verið gaman að skoða borgina upp á eigin spýtur á hjóli án leiðsagnar. Hjólaleigur eru víða í borginni og áður en haldið er af stað er ágætt að athuga á netinu hvar besta verðið er og hvar næsta hjólaleiga er. Hægt er að taka nokkur sundtök í einni af tveimur sundlaugum upp á Montjuïc-hæðinni en þær sund- laugar voru notaðar þegar sum- arólympíuleikarnir fóru fram í Barcelona árið 1992. Á Mont Serrat, litlu fjalli í hálftíma keyrslu eða strætóferð frá borginni, er hægt að fara í klifurferð. Ýmis fyrirtæki bjóða upp á leiðsögn, dagsferðir og allt upp í vikulangar ferðir. Sömuleið- is er aragrúi af fyrirtækjum sem bjóða upp á siglingarferðir frá Barcelona, til dæmis er hægt að fara í stuttar dagsferðir á kata- maran-bátum sem margir þekkja eflaust frá siglingakeppninni Am- erica’s Cup. Í sumar setja flest söfn Barce- lona upp áhugaverðar listsýningar auk þess sem regulegur safnkost- *Á Mont Serrat, litlu fjalli í hálftímakeyrslu eða strætóferð frá borginni, erhægt að fara í klifurferð. 1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Sónar tónlistarhátíðin Margir þekkja þessa raftónlistarhátíð eflaust frá Íslandi en hún verður haldin í Barcelona 12. til 14. júní.Á daginn fara fram listasýn- ingar, ráðstefnur, hljóðtilraunarstofur, og plötumarkaðir. Tónleika- hald hefst á kvöldin en meðal þeirra sem stíga á svið eru Massive At- tack, Bonobo, Richie Hawtin, Röyksopp, Trentemøller, Lykke Li og Moderat. Sant Joan–hátíðarhöld Til heiðurs St. John fara fram með flugeldum og brennum 23. júní um alla borgina. Skemmtilegasti staðurinn til þess að taka þátt er á ströndinni og hefð er fyrir því að drekka spænskt freyðivín, cava, þetta kvöld. Pride Barcelona Hinsegin fögnuður Barcelona fer fram dagana 27. til 29. júní. Barcelona Fashion Daagana 30. júní til 4. júlí er tískuvika í Barcelona þar sem frægir og upprenandi tískuhönnuðir sýna nýjustu lín- urnar. Pastellitir sem minna á bollakökur, suðrænir hita- beltislitir og blómamunstur vekja athygli þar í sumar. Sala Montjuïc Á Montjuïc hæðinni verður útibíó þrisvar í viku allan júlí þar sem sýndar verðar klassískar kvikmyndir og nýrri myndir eftir sjálfstæða kvikmyndagerðamenn, og fyrir sýninguna eru djasstónleikar.. Dagskrána er að finna á sala- montjuic.org. Festa de Mercè Stærsta hátíð í Barcelona borg er haldin dagana 19. til 24. september til heiðurs Mare de Deu de la Mercè, verndar dýr- ling borgarinnar. Ótal viðburðir fara fram og hægt er að skoða lista yfir þá á vefsíðu borgarinnar (merce.bcn.cat/en). Þeir fræg- ustu sem ber að nefna eru flugeldahlaupið Correfoc þar sem djöflaklæddir íbúar skjóta upp flugeldum, Castellers þar sem fólk staflast ofan á axlirnar á hvort öðru til þess að byggja himinháa turna úr fólki, og risagangan Gigantes þar sem risastórar styttur af kóng- um, drottningum og hefðarfólki fara um götur borgarinnar. Hvað er að gerast í sumar? ur (permanent collection) flestra safna er spennandi. Listir og menning Á Picasso-safninu eru sýnd verk sem marka samtímaviðbrögð listamanna við Picasso, en sýn- ingin stendur til 29. júní. Við henni tekur sýning á verkum eft- ir Picasso á landslagi Barcelona, bæði málverk og teikningar. Safn- ið er í minni kantinum en serían Las Meninas sem Picasso málaði árið 1957 eftir verki Velázquez er áhugavert og vekur spurningar um hvernig hugmyndir verða til og þróast. Viðkoma á safninu er skemmtileg og tilvalið að fara þangað í upphafi dvalarinnar til þess að geta síðan reynt að skoða og upplifa borgina með augum listamannsins. Á Museu Nacional d’Art de Ca- talunya er listasýning á verkum Joseps Tapiró sem stendur til 14. ágúst. Tapiró var merkilegur listamaður frá Íberíuskaganum sem sett- ist að í Tangier í Mar- okkó á nítjándu öld- inni. Málverk hans varpa ljósi á norður- afrískt samfélag og undanhald þess rétt áður en Evr- ópubúar gerðu þennan heimshluta að nýlendum sín- um. MNAC- safnið er stórt og sérstaklega frægt fyrir mikilfenglegt safn af kristi- legum verkum, altaristöflum og veggmyndum frá elleftu, tólftu og þrettándu öld sem varð- veist hafa í Evrópu. Verk eftir ýmsa lista- menn sem velta fyrir sér heimspekilegum spurningum um raunveruleikann verða til sýnis á nútímalistasafninu MACBA, Museu d’Art Con- temporani de Barcelona. Sýn- ingin nefnist Invocable Reality og stendur til 31. ágúst. Önnur áhugaverð söfn í Barce- lona eru til dæmis Fundació Ant- oni Tápeis, Centro de Cultura Contemporánia de Barcelona (CCCB), Fundació Joan Miró, og Dalí-safnið sem er rúma 140 kíló- metra fyrir utan Barcelona og tekur rúma tvo tíma með lest að komast til eða 53 mínútur með hraðlest. Afslappaður spænsk- ur lífstíll einkennir hið rólega Gracía hverfi þar sem íbúar taka sér nægan tíma til þess að njóta hádeg- isverðar saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.