Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 17
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Nú fara allir litlu ungarnir að sjást á Tjörninni í Reykjavík. Reykjavíkurborg vill minna á að endurnar þurfa ekki á brauði að halda, þær hafa nóga fæðu í Tjörninni yfir sumartímann. Hins vegar sækir sílamávurinn frekar í brauðið og einnig finnst honum litlir ungar bragðgóðir. Pössum upp á litlu ungana og spörum brauðið. Ekki gefa öndunum brauð * Ef þig dreymir um það, geturðu framkvæmt það.Mikki mús færi í umhverfismennt og gaman fyrir krakkana að upplifa náttúruna ennþá bet- ur.“ Hafa skoðað möguleikann Hildur Skarphéðinsdóttir hjá skóla- og frí- stundasviði segir að leikskólarúta, „leik- skóli á hjólum“ hafi oft á tíðum komið til umræðu sem lausn á stækkun á leik- skólum í stað þess að byggja við eða setja færanlegt hús við þá leikskólabygg- ingu sem fyrir er. „Við heyrðum af því að þetta væri gert bæði í Noregi og Sví- þjóð, kynntum okkur þetta á netinu og lásum greinar og viðtöl við leikskólakenn- ara sem höfðu reynslu af þessu fyr- irkomulagi,“ segir Hildur. „Við könnuðum kostnaðinn, en við fórum aldrei svo langt að framkvæma þetta. Góð hugmynd og aldrei að vita nema að hún fari í fram- kvæmd enda snjöll lausn sérstaklega í þeim hverfum þar sem vantar að stækka leikskóla og auðvelt að setja leikskóla á hjólum við annan leikskóla ef þörfin minnkar þar sem hann er þá stundina.“ Kristín segir að ef þetta kæmi til þyrfti að huga að nokkrum atriðum varðandi leikskólarútuna, þar á meðal því að starfsmaður á leikskólanum þyrfti að vera með meirapróf. „Með rútunni væri hægt að fara í styttri og lengri vettvangsferðir. Auk þess sæi ég fyrir mér að minni leik- skólar gætu deilt rútunni eftir vikum eða eitthvað slíkt.“ Leikskólarútan hefur verið í notkun í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og hafa um 1.700 börn prófað þessa aðferð. Nánari upplýsingar á www.barnehagebussen.no. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, FKA, fjárfestir og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar eiga þrjú uppkomin börn en skella sér gjarnan saman í ferðalag norður í land eða til útlanda þegar tími gefst til. Þátturinn sem allir geta horft á? Við eigum þrjú börn sem öll eru orðin full- orðin og einungis eitt þeirra býr hjá okkur þessa stundina. Sjónvarpsáhorf er því afar ein- staklingsmiðað, hver og einn horfir á sína þætti og þá oftast á netinu. Ef við horfum saman þá er það á How I meet your mother eða tökum Lord of the Rings „kvöldaþon“. Sjónvarpsgláp hefur því breyst í tölvu- og iPad-gláp. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Uppáhaldsmaturinn er eitthvað sem við veiðum eða ræktum, s.s. silungur úr Másvatni, gæsir sem við veiðum eða hreindýr. Pétur maðurinn minn er sósugerð- arsnillingur svo það er alveg sama hvað er í matinn svo framarlega sem við fáum sósu a la Pétur, þá erum við glöð. En svo er einn gamall arabískur kjúklingaréttur í miklu uppáhaldi hjá börnunum en það var lengi eini rétturinn sem ég kunni að elda. Skemmtilegast að gera saman? Þar sem við erum með stór og afar upptekin börn þá reynum við að lokka þau með okkur í ferðalög norður í land eða til útlanda. Við erum nýkomin úr mikilli ævintýrapáskaferð norður í Reykjadal þar sem við komumst ekki heim að kotbýlinu okkar fyrir vorleysingum og drullu. Þá var á það ráð brugðið að fá lánaðan snjósleða frá frændum okkar í Mývatnssveit, allir sel- fluttir niður að bæ. Svo var vatnið okkar Más- vatn ísilagt af þykkum ís sem við lögðum net undir. Þetta var mikil ævintýraför og allir voða kátir. Nú er sumarið komið og við byrjuðum það með Esjugöngu og armbeygjuáskorun. Borðið þið morgunmat saman? Nei, við borðum ekki morg- unmat saman, sá tvítugi fer fyrst af stað með strætó í skólann. Svo fer ég af stað á æfingu með „Sérsveitinni“ í Elliða- árdalnum og þá rumskar bóndinn. Við borðum því öll morgunmat sitt í hvoru lagi. En hins veg- ar erum við mikið „brunch“-fólk þar sem börn- in, fjölskylda og vinir koma oft saman hjá okkur um helgar í góðum brunch og þá er vanalega boðið upp á heimalagað brauð, pesto og hum- mus a la Lóa. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Dægrastytting er allt sem tengist útivist, ferðalögum, sveitalífi og matjurtarækt. Við veiðum mikið, bæði í skotveiði og einnig silung og lax. Förum saman á skíði og í ferðalög. Á vor- in sökkvi ég mér í mat- og kryddjurtarækt og á sumrin breytist ég í „mini“-bónda. Morgunblaðið/Arnaldur Hittast í „brunch“ um helgar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Gylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Íslenskar hjólagrindur fyrir íslenska veðráttu Margar stærðir og gerðir5. Hoppa í pollaRigning þarf ekki að vera leiðinleg og börnum þykir flestum gaman að fara út og hoppa í pollunum, skvetta og sulla í vatninu. Klæðum okkur vel undir pollagöll- unum og skellum á okkur stígvélum. Ekki er verra að hafa regnhlíf meðferðis, til að leika með. 6. Tökum til í garðinum Leyfum börnunum að taka þátt í verk- um heimilisins og þar með talið að taka til í garðinum og hreinsa fyrir sumarið. Þau hafa gaman að því að reyta arfa og vökva blómin. Hægt er að fá fallegar garðkönnur, sem líta út eins og dýr, fyrir börn t.d. í Blómavali og kosta þær um 1.000 kr. 7. Sandkassafjör Það er ýmislegt hægt að taka sér fyrir hendur í sand- kassanum. Byggja sand- kastala, búa til köku og grafa holur en það er líka hægt að fara í sjóræningja- leik. Þá grafa foreldrar fal- inn fjársjóð í sandkassanum og krakkarnir leita að hon- um og grafa hann upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.