Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 K osningaloforð eru eins konar und- irflokkur loforða. Þau er brúkuð þannig af þeim sem gefa þau og langflestir þeirra sem meðtaka þau og láta þau jafnvel ráða at- kvæði sínu, vita vel að þau hafa lé- legt hald. Önnur staða Þau eru mörg tilbrigðin á túlkunum á kosningalof- orðum, þegar tími efndanna rennur upp og einkum þegar sá tími er við það að renna út. Þá eru sóttir fyr- irvarar og viðbætur djúpt ofan í gamlar ræður, grein- ar eða samtöl, jafnvel í búta af vandræðalegum svör- um við spurningum fréttamanna. Þegar allt þetta kemur saman sé ósanngjarnt, ef ekki beinlínis rangt, að halda því fram að umrædd loforð hafi verið svikin. Slíkur leikur er stundaður oft og af mörgum, enda hafa svo margir svo oft komist upp með hann. Það eru vissulega ekki allar skýringar á tæpum efndum loforða óheiðarlegir útúrsnúningar. Aðstæður kunna að verða aðrar á kjörtímabilinu en ætlað var á stund loforðanna. Tekjur þjóðarinnar drógust meira saman en gert var ráð fyrir og því ekki hægt að efna loforð t.d. um aukin útgjöld eða til skattalækkunar. Íslandi er ætíð stjórnað af samsteypustjórnum og því steyta kosningaloforðin einatt á því að „hinn flokkurinn eða hinir flokkarnir“ ljá ekki máls á að efna það sem sam- starfsflokkurinn lofaði. (Stundum eru kosningalof- orðin svo fráleit að það er þjóðþrifaverk að svíkja þau, en það er önnur saga og utan við umræðuefnið.) Sviku í tafli án borðs og manna En þótt margt sé sannarlega satt í skýringum á illum efndum, þá eru óafsakanlegu svikin jafnframt mörg og svik Steingríms og VG í málefnum Íslands og Evr- ópusambandsins frægust í nýliðinni sögu. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sveik ekki bara kosningaloforðin mörg og stór. Hún sveik líka þau loforð sem hún gaf eftir að þrýstingur kosningaað- dragandans var búinn. Þannig sveik hún nánast öll þau loforð sem hún gaf við gerð heildarkjarasamn- inga, hvað eftir annað. Hún hélt fundi ríkisstjórnarinnar úti á landi, sem var vel auglýst nýbreytni, og gaf við öll þau tækifæri heimamönnum sver loforð um úrbætur og stuðning við stórt og smátt. Sum slík loforð átti að efna „öðrum hvorum megin við helgina.“ Þau áttu það hins vegar sammerkt, langtíma- og skammtímaloforðin, að gufa upp á sama augnabliki og ríkisstjórnin var sjálf horf- in úr héraði. Strax daginn eftir var eins og hún hefði aldrei verið þarna. Svo voru það loforðin um nýja stjórnarskrá, nor- ræna velferð og skjaldborg um heimilin, svo aðeins hin litríkustu séu nefnd til sögu. Ríkisstjórnin sem tók við af þeirri svikulu í sumarbyrjun 2013 hefur vissulega á sér annan brag. En þess verður nú vart í röðum stuðningsmanna hennar að þeim þykir mörg- um hægt ganga og hikandi og ríkisstjórnin virðist þjökuð af ógnvænlegum ótta við það sem ekkert er. Engin skýring er til á því hvers vegna kjarkleysið er á einu ári orðinn langstærsti hluti veganestisins í far- teskinu. Franklin D. Roosevelt, bandaríkjaforseti, sagði í frægri ræðu að ekkert væri að óttast nema óttann sjálfan. Það var eftir árásina á Perluhöfn, sem var til- efni ræðunnar, og þá horfðu Bandaríkin framan í meiri ógnir en nokkru sinni áður. Það hefði verið fyr- irgefanlegt að finna fyrir innri skjálfta á slíku augna- bliki. Efndaleysi og afleiðingar Eins og að framan var sagt þá hafa svikin kosninga- loforð ekki endilega gengið frá þeim stjórnmála- mönnum sem slíkt hafa iðkað. Auðvitað sleppa þeir betur eigi þeir sér sæmilegar málsbætur. En það fer ekki hjá því, að trúverðugleiki manna skaðast nokkuð í hvert sinn, uns svo er komið, að innistæða alls trausts er þrotin. Það má vissulega viðurkenna að í kosningabarátt- unni, sem nú er nýlokið, hefur litlu verið lofað, svo eftir hafi verið tekið, enda kosningabaráttan með dauflegum brag. Það gefur tilefni til að horfa á sveit- arstjórnarkosningarnar árið 1982 þegar hart og fjör- lega var tekist á í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hafði misst meirihluta sinn í kosningunum á undan og trúðu því margir að sá meirihluti myndi aldrei vinn- ast á ný. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni birti í þeirri kosningabaráttu m.a. auglýsingu um helstu áherslu- atriði flokksins í kosningunum og setti þau síðan upp sem beinhörð kosningaloforð. Voru kjósendur beðnir um að varðveita auglýsinguna og fylla inn í sérstakan reit aftan við hvert loforð, þegar það hefði verið efnt. Eitt síðasta loforðið á listanum var svo það, að þau yrðu öll birt með áberandi hætti fyrir næstu kosn- ingar eftir fjögur ár, svo allir mættu sjá, hvernig við hefði verið staðið. Sjálfstæðisflokkurinn vann meirihlutann aftur. Hann birti svo gömlu auglýsinguna á ný 4 árum síðar, eins og hann hafði lofað, og vann aftur meirihluta. Og enn fór svo vel fjórum árum síðar, þegar ráðhúsbygg- Þegar kjörkass- arnir eru komnir í geymsluna eiga þeir enga samleið með atkvæðunum * Raunveruleg lagasetning er íhöndunum á ólýðræðislegri fram-kvæmdastjórn og á hinum skrítnu leið- togafundum, þar sem svefnlausir menn spila eftir eyranu á næturfundum, án nokkurs samráðs við einstök þjóðþing (hvað þá einstakar þjóðir) heima fyrir. Reykjavíkurbréf 30.05.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.