Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 59
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Átta gönguleiðir í nágrenni
Reykjavíkur er bók þar sem
Einar Skúlason vísar til vegar.
Farið er um fjöll og dali, yfir úf-
in hraun, jarðhitasvæði og
gróðurvinjar. Gönguleiðirnar
eiga það sammerkt að vera í
nágrenni Reykjavíkur og vera
tiltölulega greiðfærar á flestum
árstímum. Örnefnum eru gerð
skil og einnig því sem markvert
er í umhvefinu.
Einar Skúlason er BA í
stjórnmálafræði, MBA og fram-
kvæmdastjóri. Hann stofnaði
vinsælan gönguhóp, Vesen og
vergang, fyrir nokkrum árum
og hefur leitt félaga úr hópnum
um ýmsar slóðir, þar á meðal
um þær sem lýst er í bókinni.
Fjöldi mynda er í bókinni.
Einar vísar
til vegar
Bandaríski rithöfundurinn Philip Roth á
fjölda aðdáenda víða um heim, enda talinn
meðal mestu rithöfunda sinnar kynslóðar.
Roth er orðinn áttatíu og eins árs og segist
vera hættur að skrifa. Árið 2004 var haft eft-
ir honum að hann gæti ekki lifað án þess að
skrifa. Í nýlegri heimildarmynd sem BBC
gerði um Roth segist hann hafa haft rangt
fyrir sér hvað þetta varðar og það sé ekkert
lengur sem hann hafi áhuga á að skrifa um.
Hann segist einnig vera hættur að koma fram
opinberlega.
Roth, sem er margverðlaunaður og gríð-
arlega virtur höfundur, á farsælan hálfrar ald-
ar feril að baki og hefur skrifað þrjátíu og
eina bók. Hann lifir fremur einangruðu lífi í
sveit í Connecticut, sáttur við tilveruna og
hæstánægður með þá ákvörðun sína að segja
skilið við sviðsljósið.
Nokkrar skáldsagna Roths hafa komið út í
íslenskri þýðingu: Vertu sæll, Kólumbus,
Hin feiga skepna og Samsærið gegn
Bandaríkjunum.
Hinn margverðlaunaði meistari Philip Roth er
hættur að skrifa og sestur í helgan stein.
Ljósmynd/Nancy Crampton
PHILIP ROTH
HÆTTUR AÐ SKRIFA
Sænski verðlaunahöfundurinn
Johan Theorin verður gestur
á alþjóðlegu glæpasagnahátíð-
inni Iceland Noir. Theorin er
höfundur bókaflokks sem ger-
ist á eyjunni Öland, en þrjár
fyrstu bækurnar í syrpunni hafa
komið út á íslensku, Hvarfið,
Náttbál og Steinblóð.
Fyrir bókina Náttbál
hreppti Theorin bæði Gler-
lykilinn, verðlaun fyrir bestu
norrænu glæpasöguna, og
verðlaun bresku glæpasagna-
samtakanna (CWA) fyrir
bestu alþjóðlegu glæpasöguna.
Theorin hlaut jafnframt verð-
laun frá bresku glæpasagna-
samtökunum fyrir Hvarfið.
Iceland Noir verður haldin í Norræna húsinu í nóvember og er hægt að panta miða á hátíð-
ina á vefsíðunni icelandnoir.com, hjá Borgarbókasafninu og hjá Hinu íslenska glæpafélagi, en
um þriðjungur sæta á hátíðinni hefur þegar verið pantaður.
Meðal annarra gesta á hátíðinni má nefna breska metsöluhöfundinn Peter James og
norska rithöfundinn Vidar Sunstol.
JOHAN THEORIN Á ÍSLANDI
Johan Theorin mætir á Iceland Noir í nóvember.
20 tilefni til dagdrykkju er ný
bók eftir Tobbu Marinós (Þor-
björgu Marinósdóttur). Tobba
skrifar lipurlegan stíl og segir
hér alls kyns sögur af sjálfri sér
og deilir reynslu sinni og ýmsir
einstaklingar, þekktir og
óþekktari, koma við sögu.
Tobba hefur áður skrifað bæk-
urnar Makalaus og Lýtalaus
sem nutu þó nokkurra vin-
sælda. Þessi nýja bók er þessa
vikuna á topp tíu lista Ey-
mundsson.
Tobba segir
reynslusögur
Tobba, Skúli
litli og göngu-
leiðir
NÝJAR BÆKUR
TOBBA MARINÓS SENDIR FRÁ SÉR NÝJA BÓK,
SKÚLI LITLI SKELFIR HELDUR ÁFRAM AÐ LENDA
Í ÆVINTÝRUM OG ÞÝDD ERÓTÍSK SKÁLDSAGA
ER KOMIN Á MARKAÐ. GÓÐA VEÐRIÐ MUN
SVO LAÐA MARGA Í GÖNGUTÚRA OG KOMIN
ER ÚT BÓK UM GÖNGULEIÐIR Í NÁGRENNI
REYKJAVÍKUR.
Unnendur erótískra skáldsagna
ættu að geta fagnað útkomu bók-
arinnar Stelpa fer á bar – þínar fant-
asíur, þínar reglur – en höfundur
bókarinnar er Helena S. Paige. Bók-
in er óvenjuleg að því leyti að les-
andinn getur að hluta til ráðið at-
burðarásinni. Söguþráðurinn er
ekki flókinn, stelpa fer á bar og
boðið er upp á ýmsa valmöguleika
um framhaldið.
Fantasíur stelpu
sem fer á bar
Tvær nýjar bækur eru komnar út um hinn unga og
lífsglaða Skúla skelfi. Önnur bókin er Martröð Skúla
skelfis og geymir fjórar sögur. Hin nefnist Skúli skelfir
og risaeðlur og þar er að finna ýmsar afar fróðlegar
upplýsingar um risaeðlur, en eins og kunnugt er vekja
þessar voldugu skepnur mikinn áhuga hjá börnum.
Höfundur bókanna um Skúla er Francesca Simon og
Tony Ross gerir teikningar.
Meira af uppátækjum
Skúla skelfis
* Það er afar niðurdrepandi að lifa átímum þegar auðveldara er að kljúfaatóm en fordóma.
Albert Einstein
BÓKSALA 21.-27. MAÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson og Jóhannes
Benediktsson tóku saman
2 Skuggi sólkonungsÓlafur Arnarsson
3 Frosinn - þrautirWalt Disney
4 Íslensk orðsnilldIngibjörg Haraldsdóttir valdi
5 Gæfuspor - gildin í lífinuGunnar Hersveinn
6 LífsmörkAri Jóhannesson
7 Eldað með EbbuEbba Guðný Guðmundsdóttir
8 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
9 20 tilefni til dagdrykkjuTobba Marinós
10 Átta gönguleiðir í nágrenniReykjavíkur
Einar Skúlason
Kiljur
1 LífsmörkAri Jóhannesson
2 20 tilefni til dagdrykkjuTobba Marinós
3 ParadísarfórnKristina Ohlsson
4 DægradvölBenedikt Gröndal
5 Húsið við hafiðNora Roberts
6 HHhHLaurent Binet
7 SkuggasundArnaldur Indriðason
8 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini
9 Eða deyja ellaLee Child
10 Sannleikurinn um mál Harrys QJoel Dicker
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Ein lygi býður annarri heim.