Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 49
Vinir og kollegar. Tenórarnir þrír; Gissur Páll Gissurarson, Kristján Jóhannsson og Garðar Thór Cortes. getur boðið bragðlaukunum uppá,“ segir Leifur Kolbeinsson, eigandi Kolabraut- arinnar, í fréttatilkynningu. „Frábærir kokkar og frábært hráefni. Fiskur, lamb, skyr og grænmeti og svo setjum við töfrana í þetta. Þetta verður alvöru veisla.“ Tenórarnir hafa ekki verið spurðir álits á matseðlinum – alltént ekki enn. Þeir botna ekkert í því. „Ég held þeir ættu að gera það,“ segir Kristján. „Alla vega hvort rauðvínið sé í lagi.“ Ótrúlegt útsýni Gissur Páll segir upplagt að bjóða upp á dagskrá af þessu tagi. „Á álagspunktum í sumar verður borgin full af ferðamönnum og stórir hópar eiga oftar en ekki í vandræðum með að finna sér samastað til að borða og njóta menningar. Markmiðið er að koma til móts við þetta fólk, þjón- usta það og gleðja í bjartri íslenskri mið- næturbirtunni. Útsýnið þarna uppi er ótrúlegt.“ Þess má geta að kvöldinu mun ljúka úti á svölum, þar sem gestir skála fyrir miðnætursólinni og lokalagið verður sung- ið. Hugmyndin er að rabba við gesti milli laga og mun það líklega að mestu verða gert á ensku. Garðar Thór mun bera hit- ann og þungann af því spjalli en þefi þremenningarnir uppi ítölskumælandi fólk í salnum kemur til kasta Kristjáns og Gissurar Páls sem báðir hafa búið á Ítal- íu. „Við lesum bara salinn hverju sinni,“ segir Garðar Thór. Og hver veit nema fyrsta spurningin verði: How do you like Iceland? Þeir hlakka allir til að syngja íslensk lög fyrir gestina. Ekki vanti perlurnar. Þá verða á efnisskránni ítalskar óp- eruaríur og sönglög, þýskar óperettur, frönsk sönglög, lög úr söngleikjum og sitthvað fleira. „Þetta verður allur skal- inn, langmest lög sem fólk kannast við,“ segir Garðar Thór. Óþvingað andrúmsloft Hann segir þetta frábært tækifæri til að vinna með ekki bara einum heldur tveim- ur kollegum sínum. „Það er ekki á hverj- um degi sem þrír tenórar koma saman. Það eru mjög fáar óperur sem innihalda þrjá tenóra og þær eru ekki oft settar upp.“ Þremenningarnir þekkja vel hver til annars og staðhæfa að raddir þeirra passi vel saman enda þótt þær séu ólík- ar. „Þetta verður rosaleg skemmtun,“ segja þeir einum rómi og Gissur Páll bætir við: „Andrúmsloftið verður óþving- að. Við erum þannig menn. Kristján er auðvitað voða rólegur og það er gott að hafa svipuna á bakinu.“ Þeir hlæja allir. Tenórarnir munu syngja hver í sínu lagi og jafnvel eitthvað saman. „Ef þeir verða stilltir þá fá þeir að syngja með mér,“ segir Kristján brosandi. Að öllu gríni slepptu kveðst hann stolt- ur og glaður að vera ennþá í nægilega góðu formi til að syngja með sér tuttugu til þrjátíu árum yngri mönnum. Sér- staklega þar sem þeir séu afar hæfi- leikaríkir. Hvernig er ekki hægt að fylgjast með Kristjáni? Yngri tenórarnir tveir eru spurðir hvort þeir hafi ekki fylgst grannt með Kristjáni gegnum tíðina. „Hvernig er ekki hægt að fylgjast með Kristjáni?“ spyr Gissur Páll hlæjandi. „Auðvitað er hann fyrirmynd,“ bætir Garðar Thór við. „Frábær söngvari, mik- ill karakter og umfram allt góður kall.“ Jónas er spurður hvort það sé yfir höf- uð hægt að vinna með þessum ærslafullu mönnum. „Tja, ég þarf yfirleitt að taka inn lyf þegar ég kem heim,“ segir hann sposkur. „Nei, nei, ég hef þekkt þessa menn lengi, Kidda í áratugi og strákana síðan þeir voru börn. Það er yndislegt að vinna með þeim.“ Þar með er Kristjáni ekki til setunnar boðið, næsta skuldbinding er framundan, og hann kveður okkur alla með enn þétt- ara faðmlagi en hann heilsaði. Í höf- uðstöðvum Veðurstofu Íslands skammt frá klóra menn sér í höfðinu. Það datt skyndilega í dúnalogn í Smáíbúðahverfinu og Fossvoginum ... Svona er stemningin á æfingum. Kristján klappar mönnum á vangann og faðmar þá að sér á víxl. Hér fær Gissur Páll að kenna á því. * „Já, Il grande Caruso,“ segirKristján dreyminn. „Fer ekki að koma Il grande Jóhannsson? Hvað er eiginlega í gangi?“ Tenórarnir þrír ásamt meðleikara sínum, Jónasi Þóri. 1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.