Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 9
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9
Ég er búinn að eiga heima á Surtsey síðan 1970. Þádvaldi ég tvö heil sumur á eynni, 1970-71, og kynntistþessari kellu ansi náið – ung stúlka þá reyndar, bless-
uð eyjan,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur sem ný-
verið gaf út veigamikla bók, Surtsey – Í sjónmáli, ásamt
Lovísu Ásbjörnsdóttur sem starfar sem sérfræðingur Surts-
eyjar frá Umhverfisstofnun.
Erling, sem hefur dvalið í Surtsey og rannakað lífríki smá-
dýra og fugla meira og minna frá árinu 1970, gerþekkir
þessa merku náttúruperlu. „Mig hefur hefur lengi langað til
þess að gera nokkuð af þessu tagi, að skrifa alþjóðlega
fræðslubók um eyna,“ segir Erling og bætir við að ástæðan
fyrir því sé sú að eyin er lokuð, nema bara fyrir fræðimenn í
rannsóknum. „Svoleiðis að Surtsey er algerlega hulinn heim-
ur fyrir almenning. Þetta hefur blundað lengi í mér og ég
hef alla tíð tekið mikið af myndum á eynni sem gátu orðið
grunnur að bókinni. Maður lýsir ekki Surtsey fyrir almenn-
ingi nema sýna það myndrænt.“
Bókin er gefin út á íslensku og ensku í stóru broti til þess
að leyfa ljósmyndunum að njóta sín sem best. Þetta eru um
fimm hundruð myndir, flestar teknar af Erling sjálfum.
„Lovísa er jarðfræðingur og í bókinni tengjum við land-
grunnið við náttúrulífið og hvernig það myndar undirstöður
fyrir lífið. Í bókinni erum við að segja frá stóra samhenginu.
Tilurð, mótun, myndun móbergs og hvernig lífverur berast
til eyjarinnar, hvernig þær setjast þar að og baráttunni sem
þær þurfa að stunda til þess að koma sér fyrir. Einnig segj-
um við frá því hverjar þessara fáeinu tegunda nema land,
hvernig þeim fjölgar og mynda samfélög og hvernig þetta
þróast áfram, þessi blómlega stórglæsilega ey með ríku gróð-
urlífi, fuglalífi og smádýralífi.“
Erling og Lovísa ræddu það fyrst árið 2010 að gefa út bók
um eyna í sameiningu. „Svo kom að þeim tímamótum í fyrra
að Surtsey varð fimmtug, maður gefur góðri vinkonu fimm-
tugsafmælisgjöf og það gat ekki verið verðugri gjöf en að
skrifa um hana bók.“
GEFUR GÓÐRI VINKONU
FIMMTUGSAFMÆLISGJÖF
Hulinn
heimur
Erling Ólafsson skordýrafræðingur hefur dvalið
á Surtsey meira og minna frá árinu 1970 og
rannsakað lífríki smádýra og fugla.
Morgunblaðið/Eggert
Erling segir að á þeim 50 árum sem liðin eru frá því að Surtsey reis
úr sæ hafi þróun gróðurfars og annars lífríkis verið undraverð.
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Höfundar bókarinnar Lovísa Ásbjörnsdóttir fyrir miðju og Erling Ólafsson lengst
til hægri í rannsósknarleiðangri líffræðinga og jarðfræðinga á Surtsey 2011.
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Á Surtsey verpir fjöldi máfa. Svartbakur varð fyrstur þeirra til að
nema land en silfurmáfur og sílamáfur komu í kjölfarið.
Ljósmynd/Erling Ólafsson
ÞAÐ VAKTI HEIMSATHYGLI ÁRIÐ 1963 ÞEGAR
SURTSEY REIS ÚR SÆ. NÝVERIÐ KOM ÚT VEGLEG
BÓK SEM SVIPTIR HULUNNI AF ÞESSARI MERKU
EYJU SEM LOKUÐ ER ALMENNINGI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Sölustaðir: Útilíf • Intersport • Hagkaup • Lyfja • Sportís • Afreksvörur • Crossfit Reykjavík • Markið
GÁP Hjólabúðin • Kría Hjól • TRI • Jói Útherji • Örninn golfverslun • Sjúkraþjálfun Íslands