Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 48
K unnuglegur hlátur fyllir hin guðlegu salarkynni þegar hurðinni að Bústaðakirkju er hrundið upp á þessum milda vormorgni. Kristján Jóhanns- son er greinilega í húsinu. Hvers vegna hefur engum dottið í hug að tappa hon- um á brúsa? Það er að segja hlátrinum. Gæti glatt margt hjartað. Annar ten- órsöngvari er með Kristjáni, Gissur Páll Gissurarson, og við flygilinn er Jónas Þórir. Sumsé valinn maður í hverju rúmi. Garðar Thór Cortes er rétt ókominn. „Hann kann ekki á klukku,“ segir Krist- ján og skellir upp úr. Gissur Páll veitir því athygli að kollegi hans faðmar okkur Golla ljósmyndara að sér. „Þeir eru líka að norðan,“ upplýsir Kristján. „Hvernig má það vera,“ spyr Gissur Páll, „að Íslendingar eru rúmlega þrjú hundruð þúsund en Akureyringar fjórar milljónir?“ Menn hlæja. Jónas Þórir tilkynnir að hann sé líka ættaður að norðan, að vísu ekki frá Ak- ureyri. Hafi Gissuri Páli þótt hann vera í minnihluta fyrir hallar enn á hann þegar sjálfur sóknarpresturinn, séra Pálmi Matthíasson, gengur í salinn. Enn einn Akureyringurinn. Klerkur vindur sér beint að Kristjáni. „Sæll frændi, hvernig stendur á því að þú ert í náttbuxunum?“ Búinn að velja feitustu bitana „Elsku drengurinn,“ gellur í tenórnum sem faðmar séra Pálma að sér. Skýringin á „náttbuxunum“ er gefin upp en verður ekki höfð eftir á prenti. Það sem sagt er í húsi Guðs verður eftir í húsi Guðs. Í því snarast Garðar Thór inn úr dyr- unum. Hann er líka faðmaður í bak og fyrir. Ætli hann sé að norðan? Tenórarnir þrír byrja að blaða í nótum á flyglinum og Gissur Páll tilkynnir að hann muni taka þetta lag og hitt. „Þarna sérðu,“ segir Kristján við Garð- ar Thór. „Hann er búinn að velja alla feitustu bitana handa sér. Við tökum svo restina.“ Hann hlær. Tenórarnir og píanistinn kasta á milli sín hugmyndum að lögum. Kristján tekur tóndæmi. „Þetta er upplagt. Ég syng það upp á A í lokin. Þú skalt bara reyna það sjálfur, drengur minn,“ segir hann við Gissur Pál og rekur honum í leiðinni kinnhest. Í bókum Kristjáns kallast það örugglega að klappa honum á kinnina – blíðlega. Svona vinarhót. En þaðan sem við Golli stöndum er þetta bara kinn- hestur. „Hver vill gera Caruso?“ spyr Gissur Páll. „Það er svolítið hans,“ svarar Jónas Þórir og klappar á öxlina á Garðari Thór. „Já, Il grande Caruso,“ segir Kristján dreyminn. „Fer ekki að koma Il grande Jóhannsson? Hvað er eiginlega í gangi?“ Segðu! Þetta yrði bomba fyrir þig? „Má ekki hafa smá húmor í þessu?“ spyr Jónas og byrjar að spila og syngja lag á dönsku. „Kemur nú Norðmaðurinn upp í hon- um,“ segir Kristján og hristir höfuðið. „Hvað finnst ykkur?“ spyr Jónas að flutningi loknum. „Ég ætla ekki að tjá mig – fyrst það eru blaðamenn hérna,“ segir Gissur Páll. Þeir hlæja allir. Nú rennir Kristján í Ti Voglio Tanto Bene úr hinni víðfeðmu söngbók Ítala. Syngur sérstaklega fyrir Garðar Thór. „Ha, þekkirðu þetta ekki? Þetta yrði bomba fyrir þig!“ Efnisskráin er smám saman að skríða saman. Bara Hamraborgin eftir. Það verður minnsta málið. „Við getum allir sungið hana,“ segir Kristján. Það er bara ein dagsetning sem stend- ur út af borðinu, 12. júní. Þá verða Kristján og Jónas nefnilega fyrir norðan. Hvað er að gerast þar? „Þá verður stærsta bifreiðaverkstæði á landinu opnað. Við megum ekki missa af því,“ svarar Kristján að bragði. „Landinu?“ hnussar í Gissuri Páli. „Meinarðu ekki stærsta bifreiðaverkstæði í heimi?“ Nú er Il grande skemmt. Veisla í mat og söng Svo við komum okkur að efninu þá stendur fyrir dyrum söngdagskrá með þátttöku þessara fjögurra manna á Björtuloftum, veislusal Hörpu, í sumar – í bland við dýrindis kvöldverð. Dagskráin er ekki síst hugsuð fyrir erlenda ferða- menn en vér mörlandar erum vitaskuld velkomnir líka – alla vega Akureyringar! Fyrirhugað er að byrja fyrri partinn í júní en nákvæmar dagsetningar verða kynntar síðar. Gissur Páll og Garðar Thór upplýsa að hugmyndin sé runnin undan rifjum bræðranna Einars Bárðarsonar, forstöðu- manns Höfuðborgarstofu, og Arngríms Fannars Haraldssonar, verkefnastjóra tónlistarsviðs Hörpu, og eiginkonu þess síðarnefnda, Yesmine Olsson. Fimm rétta kvöldmatur verður borinn fram á þessum kvöldum af landsliðs- kokkum veitingastaðarins Kolabraut- arinnar í Hörpu. „Við verðum með það allra besta af því sem íslensk náttúra Hvers vegna ertu í náttbux- unum, frændi? TENÓRSÖNGVARARNIR KRISTJÁN JÓHANNSSON, GARÐAR THÓR CORTES OG GISSUR PÁLL GISSURARSON SLÁ UPP SÖNG- OG MAT- ARVEISLU Á BJÖRTULOFTUM Í HÖRPU Í SUMAR. Á EFNISSKRÁ VERÐA PERLUR ÚR ÝMSUM ÁTTUM OG KRISTJÁN SEGIR SPOSKUR AÐ VERÐI PILTARNIR ÞÆGIR FÁI ÞEIR EF TIL VILL AÐ SYNGJA MEÐ HONUM. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.