Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 39
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * „Hættan er ekki að tölvur muni byrja aðhugsa eins og menn heldur að menn byrji aðhugsa eins og tölvur.“ Sydney J. Harris, blaðamaður Tvöfalda tölvuspilið Donkey Kong kom út árið 1982 og varð feikilega vinsælt hér á landi og víðar. Donkey Kong var úr línu frá Nintendo sem hét Game & Watch en fyrirtækið gaf út alls 60 tölvu- spil undir því nafni á árunum 1980 til 1991. Seldust þau samtals í um það bil 43 milljónum eintaka um allan heim. Donkey Kong-tölvuspilið skartaði tveimur LCD- skjáum. Markmið leiksins var einfalt. Spilarinn stýr- ir góðkunningja tölvuleikjaspilara, Mario, sem berst við úrilla górillu sem kastar olíutunnum nið- ur. Kærasta Mario var í haldi górillunnar og þurfti að komast upp á efri skjáinn til að kveikja á rofa sem setti af stað krana. Þegar kraninn var kominn af stað þurfti að hoppa með Mario á hárréttum tíma upp í kranann sem lyfti Mario upp að fjórum lyklum sem héngu efst. Þegar allir lyklarnir voru komnir brotnuðu undirstöðurnar undan górillunni Donkey Kong og leikurinn hófst að nýju. Donkey Kong 2 kom síðan út og var fyrsta tölvu- spilið sem notaði D-Pad-stýripinna en þá var hægt að fara upp og niður og til hægri og vinstri. Á vinstri hlið var svo stökktakkinn. GAMLA GRÆJAN Donkey Kong- tölvuspilið Mikið þótti til þess koma að eiga Donkey Kong-tölvuspilið á sínum tíma – enda var það tvöfalt. Hluti húss stofnanda Microsoft, Bills Gates, er teikn- aður með ModelShop-forritinu sem virkar aðeins með Apple. Setur Gates var hannað af arkitektinum James Cutler í samstarfi við arkitektastofuna Bohlin, Cywinski & Jackson. Fyrirtækið hefur lengi notað Macintosh-tölvur og -forrit en Cutler sagðist á sín- um tíma hafa teiknað mestallt setrið með blýant að vopni. Þegar hann lenti hins vegar á hindrunum þeg- ar hann ætlaði að teikna bæði bílskúrinn og svokall- aða eltihátalara sem þarna eru notaði hann forritið til að hjálpa sér. Þess má geta að allar Apple-vörur eru bannaðar í húsi Gates. Húsið kostaði 63 milljónir dollara og var sjö ár að verða klappað og klárt. Í húsinu er að finna 24 baðherbergi og ef kveikt er á tónlist í einu herbergi eltir tónlistin þig að því næsta. Gates borgar eina milljón dollara í skatt af húsinu á ári. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Hluti hallarinnar gerður með Mac Hús Bill Gates kostaði 63 milljónir dollara og er með sína eigin Wikipedia síðu, svo frægt er það. Samsung hefur sótt um einkaleyfi á nýju snjallúri. Einkaleyfið útskýrir með tölu- verðri nákvæmni hvernig það mun virka. Samsung sækir um rúmlega fimm þúsund einkaleyfi á ári og því má vel vera að ekkert verði af þessari hönnun fyrirtækisins. Snjallúrið verður keyrt á Tizen- stýrikerfinu, mun virka með handahreyf- ingum og hægt verður að nota það einnig sem hálsmen. Teikningar af úrinu, sem láku út í vik- unni, sýna að Samsung ætlar að gera úrið að hluta til snertilaust. Það er að segja að úrið mun nema bendingar og virka með þeim. Á teikningunni má sjá hið klassíska „Ok“-merki og „Like“-merkið sem og nokkrar þekktar bendingar sem þýða það sama víða um heim. Sé leyfið lesið kemur í ljós að Samsung ætlar einnig að gera úrið að fjarstýringu fyrir sjónvarp frá framleiðandanum. Enn er þetta þó bara hugmynd á pappír en gefur innsýn í hvað Samsung er að hugsa. HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Einkaleyfi lýsir nýju snjallúri Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 iPadmini Nettur ogflottur Verð frá:49.990.- iPadAir Kraftmikill og léttur Verð frá:84.990.- iPad hvarsemer, hvenærsemer Hágæðaheyrnartól SolRepublic Verð frá:6.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.