Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014
M
æðgurnar Hjördís
Hugrún Sigurð-
ardóttir sem lokið
hefur BSc-námi í
iðnaðarverkfræði
frá Háskóla Íslands og Ólöf Rún
Skúladóttir, fyrrverandi fréttamað-
ur á RÚV, eru höfundar nýrrar
bókar, Tækifærin, þar sem rætt er
við fimmtíu konur sem sinna áhuga-
verðum og fjölbreyttum störfum á
sviði tækni og raunvísinda. Hjördís
Hugrún, sem er í meistaranámi í
rekstrarverkfræði í Zürich, segir til-
urð bókarinnar þessa: „Í desember
2012 stóðum við nokkrar fyrir
kvennakvöldi útskrifaðra verkfræði-
stelpna. Við fengum nokkrar
reynslumiklar konur úr verk-
fræðistétt til að flytja erindi og gáfu
þær okkur góð ráð. Hvetjandi var
að heyra um reynslu þeirra og mér
fannst sögur þeirra eiga erindi við
marga. Í kjölfarið hvarflaði að mér
að áhugavert væri að bók eins og
Tækifærin væri til. Síðasta sumar
ákváðum við að stofna Stuðverk –
skemmtifélag verkfræðikvenna og
ég fór í blaðaviðtal varðandi stofnun
félagsins. Mamma las viðtalið yfir
með mér og þá sá ég svart á hvítu
hvað hún býr yfir mikilli færni
varðandi orð og texta. Eftir nokkrar
vangaveltur hugsaði ég með mér að
ef til vill gætum við mæðgurnar
skrifað slíka bók saman. Ég hringdi
í hana og hún sagði að það mætti
alveg skoða málið.“
„Mér fannst hugmyndin í fyrstu
svolítið galin en vildi sannarlega
styðja við bakið á dóttur minni sem
er nú talsverður frumkvöðull í
hjarta sér,“ segir Ólöf Rún. „Mér
fannst þetta einnig mjög jákvætt
verkefni. Við heyrum stöðugt nei-
kvæðar fréttir og vitanlega er lífið
ekki alltaf fallegt og auðvelt, en full
ástæða er til að draga það jákvæða
fram.“
„Ótrúlega áhugavert er hvað
margt er hægt að gera og hvernig
leiðin liggur þangað,“ segir Hjördís
Hugrún. „Konurnar vinna til dæmis
víða erlendis og það var sannarlega
áhugavert að heyra hvernig leið
þeirra lá í störf til dæmis hjá Bo-
eing í Seattle, Bloomberg í New
York, Amazon í Lúxemborg og
McKinsey í Kaupmannahöfn. Einn-
ig er starfsemi ólíkra fyrirtækja og
stofnana á Íslandi áhugaverð og að
kynnast því hvað felst í störfum við-
mælenda okkar. Hvort sem það er
hjá fyrirtæki í Reykjavík sem þróar
orkustjórnunarkerfi fyrir skip, hjá
lækningavöruframleiðanda á Ísa-
firði, Vitvélastofnun Íslands eða hjá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Að heyra viðmælendur okkar deila
reynslu sinni var stórkostlegt og
margar skemmtilegar sögur fléttast
við umfjöllun um náms- og starfs-
feril þeirra.“
Rétt hugarfar mikilvægt
Þær eru spurðar hvort eitthvað hafi
komið þeim á óvart við vinnslu bók-
arinnar? „Mér fannst forvitnilegt og
gaman að sjá hversu víða íslenskar
konur starfa og hvað hægt er að
gera margt áhugavert eftir nám í
þessum fögum,“ segir Ólöf Rún.
„Kannski hættir manni til að hafa
fyrirfram ákveðna ímynd af því
hvað felst í því að vera verkfræð-
ingur eða raunvísinda- og tækni-
menntaður, en fjölbreytnin er gríð-
arlega mikil. Í viðtölunum lýsa
konurnar þeim ævintýrum sem
urðu á vegi þeirra þegar þær voru
á leið að sínu takmarki. Oft er það
þannig að við ætlum að gera eitt-
hvað á ákveðinn hátt en ýmis atvik
verða til þess að vinstri beygja er
tekin í staðinn fyrir hægri. Áfanga-
staðurinn verður engu að síður góð-
ur og jafnvel meira spennandi en ef
beina brautin hefði orðið fyrir val-
inu.
Niðurstaðan er sú að ef viljinn er
sterkur þá er allt hægt. Mikilvægt
er að setja sér markmið, einbeita
sér að því jákvæða og finna hvað
maður vill,“ segir Ólöf Rún.
„Ástríða fyrir viðfangsefninu skiptir
gríðarlegu máli,“ bætir Hjördís
Hugrún við.
„Viljinn er mjög mikilvægur og
gerir margt kleift sem annars væri
ómögulegt.“ segir Ólöf Rún. „Í
þessum skrifum hefur líka verið
lærdómsríkt fyrir okkur mæðg-
urnar að sjá að oft náðu viðmæl-
endur okkar árangri beinlínis vegna
þrautseigju sinnar. Einnig voru
stundir við gerð þessarar bókar þar
sem við þurftum að vera seigar til
að ná takmarki okkar, þá fólst
hvatning í því að vita af árangri
þessara kvenna. Bókin sýnir konur
sem eru jákvæðar fyrirmyndir og
hafa náð árangri. Aldursbilið er
talsvert, frá um tuttugu og fimm
ára til rúmlega sextugs. Saga við-
mælendanna sýnir að jákvæðni,
bjartsýni og þrautseigja hjálpar til
að ná takmarki sínu. Vitanlega
ganga allir á einhverja veggi í lífinu,
sama hvort það eru karlar eða kon-
ur. Bókinni er ætlað að sýna að ansi
margt er mögulegt með réttu hug-
Fannst þetta fyrst galið
MÆÐGURNAR HJÖRDÍS HUGRÚN SIGURÐARDÓTTIR OG ÓLÖF RÚN SKÚLADÓTTIR ERU HÖFUNDAR BÓKARINNAR TÆKIFÆRIN,
ÞAR SEM RÆTT ER VIÐ KONUR SEM SINNA STÖRFUM Á SVIÐI TÆKNI OG RAUNVÍSINDA. BÓKIN SÝNIR KONUR SEM ERU JÁKVÆÐAR
FYRIRMYNDIR OG HAFA NÁÐ ÁRANGRI. MÆÐGURNAR RÆÐA UM VERKEFNIÐ OG SAMSTARFIÐ.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Ólöf Rún með Hjördísi Hugrúnu á námsárum í Kaliforníu.
Svipmynd