Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Menning H jartahlýja og kærleikur geisla af íkoninum. Páfinn blessar og einnig er sem hann faðmi hvern og einn með viðmóti sem honum var svo eðl- islægt. Hin hönd hans hvílir á kross- inum. Þannig minnumst við hins pólska páfa og íkoninn birtir djúp- stæðari sannleika: Kross Jesú veitti Karol Wojtyla [skírnarnafn Jóhann- esar Páls II.] ætíð mikinn styrk. Krossinn var honum stöðug áminning um takmarkalausan kærleika Guðs. Með öllu lífi sínu allt fram til síðustu ævidaga (þegar hann máttvana vegna veikinda hvíldi enni sitt á krossinum við krossgönguna) boðaði hann stöð- ugt hinn magnaða kraft og dýrð sem stafaði frá dauða og upprisu Jesú. Á íkoninum má greina ljúft bros hins heilaga föður. Bros er ekki al- gengt við gerð íkona, en bros var sérstakt einkenni Jóhannesar Páls II., fyrsta gjöfin sem hann veitti mönnum í návist sinni. Páfinn er hér klæddur rauðum hökli. Rauði liturinn á íkoninum er táknrænn fyrir hinn guðlega kærleika sem ávallt stafaði frá Jóhannesi Páli II. Rauði liturinn táknar auk þess píslarvætti. Hann vísar til blóðs Jó- hannesar Páls II. sem úthellt var þegar reynt var að myrða hann. Lit- urinn minnir á hjartablóðið sem hann fórnaði í þjónustu sinni við Guð og menn. Orka er hluti af táknmynd páfans. Orkan birtist í myndmáli sem sýnir hökul hans sveiflast í vindinum. Blaktandi hökull ber kröftugri at- hafnasemi hans vott, en fyrst og fremst minnir blærinn á heilagan anda, sem ávallt fylgdi „páfanum frá hinu framandi landi“ á pílagríms- ferðum hans. Form möttulsins, hinn öflugi logi, bendir til nálægðar heil- ags anda. Fóður hökulsins ásamt höf- uðfati eru í ljósum lit, allt að því gylltum – þessi litur táknar hið guð- dómlega ljós sem ristir djúpt inn í hjarta og huga Jóhannesar Páls II. Það kann að vekja undrun að sjá fætur páfans hjúpaðar fábrotnum bandaskóm sem stinga í stúf við hefðbundinn páfaskrúðann. Skórnir eru til marks um samhug hans með fátækum og auðkenni pílagrímsins víðförla. Á æskuárum kynntist Karol Woityla mikilli fátækt og þekkti af eigin raun verðleika erfiðisvinnu. Þeg- ar hann fetaði í fótspor Jesú „sem gjörðist fátækur yðar vegna, þótt rík- ur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans,“ (2Kor 8:9) lærðist hon- um að ljómi heimsins var einskis virði. Allur klæðnaður páfa, þótt til skrúðklæða teljist, er laus við skraut fyrir utan gylltar liljur. Þær tákna sterkan gullinn streng til móður Guðs, streng sem gagntók og mótaði allt líf Karols Wojtyla. Hinn ljóslitaði miðborði á höklinum lýsir lífshlaupi Jóhannesar Páls II. Það birtist hér í níu sérvöldum myndum. Þeim virðist raðað í tímaröð. Þar sem þær spanna allt lífshlaup hans falla þær saman og að hluta hver yfir aðra. Fyrsti þáttur – Neðsti hluti hök- ulsins lýsir barnæsku og fyrri hluta ævi Karols Wojtyla. Á vegg Wado- wice-kirkjunnar hangir sólskífuklukka. Karol litli sá hana út um gluggann heima hjá sér og gat lesið áletrunina sem var grafin á hana: „Tíminn líður undir lok, meðan eilífðin varir – bíð- ur.“ Þessi áletrun var fyrsti vísirinn að hinum eilífa sannleika, sem sáð var í hjarta hans. Fyrir augu ber þrjár grafir: Hin fyrsta, skreytt hvítri lilju, er gröf móður hans sem hann missti aðeins níu ára gamall. Síðar á ævinni vísar hann til hennar með ljóði: „Yfir hvítri gröf þinni blómstra hin hvítu blóm lífsins.“ Næst hvílir Edmund, bróðir hans. Rauð rós táknar lækn- isstörf hans. Þá er gröf föður hans sem Karol missti 21 árs gamall. Fjól- an á gröfinni er auðkenni réttlæt- iskenndar og sterkrar trúar. Til vinstri handar rísa skorsteinar Solvay, sóda- duftsverksmiðju í Kraká, Til hægri handar er grjótnáma. Í stríðinu var Wojtyla verkamaður á báðum þessum stöðum. Verkfæri, fábrotinn matur og tréklossar minna á erfiðisvinnuna. Við vinnu á Solvay hafði hann með sér bókina Ritgerð um sanna hollustu við hina helgu Maríu mey eftir Louis- Marie Grignion de Montfort. Leik- húsgrímurnar vísa til ástríðu Karols Wojtyla fyrir leikhúsi allt frá unglings- skólaárum hans. Hann tók þátt í leik- hússtörfum á stríðsárunum til fram- dráttar pólskum þjóðargildum. Annar þáttur lýsir Karol Wojtyla sem manni er sameinar innra með sér kærleika til Guðs og kærleika til sköp- unarverks Guðs. Sér til ánægju las hann náttúruna sem bók og hann fór í 27 kajakferðir með ungu fólki um hin mismunandi svæði Póllands. Hann fór margoft á fjöll með bakpoka og göngustaf aleinn eða með vinum og námsfólki. Þriðji þáttur kynnir Jóhannes Pál II. sem fræðimann um leið og hann glímir við þjóðfélagsleg vandamál líð- andi stundar. Brúnt er litur jarðar og alls sem jarðneskt er. Hér minnir lit- urinn einnig á einræðið sem hrundi fyrir tilstuðlan Jóhannesar Páls II. Á íkoninum flæðir ljósið, sem hrekur burt myrkrið, frá málverki af Vorri frú frá Czestochowa, verndardýrlingi Póllands. Á miðju sviði blasir við minnismerki hinna föllnu verkamanna skipasmíðastöðvarinnar frá árinu 1970, við hlið þess má greina merki verka- lýðsfélagsins Samstöðu – hið heims- þekkta tákn Pólverja sem börðust fyr- ir frelsi undan stjórn kommúnista. Fjórði þáttur. Frá veraldlegu sjón- armiði hefði páfadómur Jóhannesar Páls II. átt að líða undir lok 13. maí 1981. Í stað þess urðu heimssöguleg straumhvörf. Nærvera Maríu meyjar – hin áþreifanlega reynsla af um- hyggju hennar og um leið skýri boð- skapur varð kveikjan að eftirfarandi yfirlýsingu páfa: „Ég gerði mér ljóst að eina leiðin til þess að bjarga heiminum frá styrjöld, að bjarga hon- um frá guðleysi, væri að snúa Rúss- landi til kristni í samræmi við boð- skapinn í Fatima,“ sem birtist 13. maí 1917. Á íkoninum er Jóhannes Páll II. umlukinn svörtum lit dauðans sem víkur fyrir bláum lit hinnar helgu Frúar fá Fatima. Særður af byssuskoti skjögrar hinn heilagi faðir og hnígur til jarðar á stundinni. Hjálparhendur umkringja hann og milljónir spenna greipar í fyrirbæn. Þá vísar íkoninn til atburðarins 25. mars 1984. Páfinn fól í samfélagi við alla biskupa heims í móðurhendur Maríu heit forsjónar hins flekklausa hjarta. Skömmu eftir helgunina hrundu Sovétríkin. Fimmti þáttur endurspeglar kær- leika Jóhannesar Páls II til allra manna í anda Jesú. Má greina unga sem aldna, sjúka og börn auk fólks frá ólíkum heimsálfum. Karmelnunna er fulltrúi allra íhugunarreglna nunna. Af hinum mikla fjölda sem hann tók í tölu heilagra sjást hér nokkrir. Lengst til hægri er heilagur Þorlákur sem páfi viðurkenndi sem vernd- ardýrling Íslands. Sjötti þátturinn er til minningar um heilaga árið 2000 og er Péturskirkjan tákn hinna miklu hátíðarhalda. Hún minnir á leyndardóm kirkjunnar sem boðaður var af Jesú Kristi og er óháður tíma og rúmi, jarðnesku sniði og takmörkunum. Jóhannes Páll II. lifði í trú á þessa leyndardóma, boð- aði þá milljónum manna og út fyrir mörk kaþólsku kirkjunnar. Sjöundi þáttur. Þegar Karol Woj- tyla gegndi biskupsembætti, var hann ákafur stuðningsmaður helgunar guð- legrar miskunnar sem pólska nunnan heilög Faustina Kowalska miðlar í dagbókum sínum. Þegar Faustina var tekin í helgra manna tölu árið 2000 lýsti Jóhannes Páll II. páfi yfir að sunnudagurinn eftir páska skyldi haldinn hátíðlegur sem sunnudagur guðlegrar miskunnar í heimskirkjunni allri. Tveimur árum síðar í síðustu pílagrímsför sinni til Póllands helgaði hann allan heiminn guðlegri miskunn. Íkoninn skírskotar til þessa og minnir á hið persónulega samband páfans á við hinn miskunnsama Jesú. Áttundi þáttur. Jarðneskri píla- grímsför Jóhannesar Páls II er lokið. Við jarðarför hans hefur vindhviða þegar lokað bók hins fagra lífs. Lík- kista á berum kletti táknar ósk hins látna um fábrotna útför og greftrun. Allt til hinstu stundar varðveitti hann sinn innri mann, látleysi, auðmýkt en jafnframt hinn óbifanlegi klettur. Heimurinn sameinast allur í kveðju- skyni. Níundi þáttur. Allt líf heilags Jó- hannesar Páls II. var helgað hollustu við vora frú Maríu mey skapúlarins (skapúlarið er í raun smækkuð mynd af Karmelbúningi nunna). Einkenn- istákn páfastóls, skjöldurinn, hvílir á bringu Jóhannesar Páls og María stendur undir krossinum sem leið- arstjarna. Einföld táknmyndin lýsir kærleika hans til hennar. Guðsmóðir birtist sem vor frú á Karmelfjalli og bakgrunninn myndar Karmel skapúlar ritað gullnu letri Karmel. Þarna er vísað til þess að hinn heilagi páfi minntist margsinnis á að dulhyggja Karmelreglunnar ætti sér djúpar ræt- ur í sálu sinni. Hann klæddist skapúl- ar Karmel í tilefni af fyrstu alt- arisgöngu sinni og bar það alla daga síðan. Allt líf og starf heilags Jóhannesar Páls II. og mikilvæg boðun hans beindist að einu marki, að Jesús Kristur færði hjarta hvers manns hinn takmarkalausa kærleika. Við embætt- istöku sína sem páfi sagði hann: „Opnið! Ég segi opnið upp gátt dyrn- ar fyrir Kristi.[…] Óttist ekki! Kristur veit hvað í manninum býr. […] Lofið Kristi að tala til mannsins. Hann einn flytur orð lífsins, já, eilífs lífs.“ (Pré- dikun við vígslumessu 22. október 1978). *** Íkoninn (gríska: eik) afhjúpar og gerir hinn andlega veruleika sýnilegan. Hann er gluggi inn í ósýnilega leynd- ardóma sem lesa má með hjartanu. Íkonar gefa atburðum og fólki líf á mjög sérstakan hátt. Maðurinn skapaður í mynd Guðs er íkon skaparans. Þegar syndin hafði spillt þessari mynd endurskapaði Jes- ús Kristur hana með holdtekju sinni, dauða og upprisu. Í boðskap íkonans felst leyndardómur sáluhjálpar. Jóhannes Páll II. páfi kallar á íhug- un um hinn guðdómlega íkon. Frá honum geislaði kærleiki, hann vakti hughrif og innblástur sem gagntók okkur af hamingju. Allir þrá návist heilagleika. Hin eilífa áætlun Guðs kallar okkur öll til heilagleikans sem ritaður er í hjörtu okkar. Einmitt þess vegna höfða tákn Jóhannesar Páls II. til okkar þegar hann er horf- inn burt úr þessum heimi og við leit- um leiða til að njóta jákvæðra áhrifa hans. Við tilheyrum hans kynslóð, við ólumst upp við fræðslu hans og viljum hagnýta okkur hana. Íkoninn verður að sérstökum sam- verustað. Ímyndin og táknin tala oft af meiri krafti til okkar en orð. Ósjálfrátt tekur sá sem vill ná sam- bandi við páfann sér stöðu fyrir fram- an íkon af honum. Íhugun sem beinist að Jóhannesi Páli II. og lífi hans, al- gjörlega helguðu Guði, verður upp- spretta náðar sem birtist í heitri þrá til að mega líkjast honum og í ljósi vilja Guðs leyfum við Guði að rita sína eigin ímynd í okkur. KARMELKLAUSTRIÐ Í HAFNARFIRÐI Íkon sem lýsir Jóhannesi Páli Páfa II ÍKON SEM BERFÆTT KARMELNUNNA Í HAFNARFIRÐI HEFUR GERT LÝSIR HINUM HEILAGA FÖÐUR JÓHANNESI PÁLI II. PÁFA SEM PÍLAGRÍMI HEIMSINS – VITNI JESÚ, SEM AF ATORKU BOÐAR HEIMINUM FAGNAÐARERINDIÐ. ÍKONINN ER GERÐUR Á ÁRUNUM 2010 TIL 2014 Í TILEFNI AF TÖKU PÁFANS Í DÝRLINGATÖLU SUNNUDAGINN 27. APRÍL 2014 OG KOMU HANS TIL ÍSLANDS 3. TIL 4. JÚNÍ ÁRIÐ 1989, FYRIR 25 ÁRUM. HÉR ER BIRT SKÝRING KARMELNUNNANNA Á ÞVÍ SEM ÍKONINN SÝNIR OG TÁKNAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.