Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Matur og drykkir V ið horn Njarðargötu og Lokastígs á móts við Hall- grímskirkju er viðkunnanlegt kaffihús sem ber nafnið Kaffi Loki. Auk þess að bjóða gestum upp á ilmandi kaffi og kræsingar er á boðstólum matur úr kjarna íslenskrar matarmenningar. Nýbakað rúgbrauð með reyktum silung, sviðasultu o.fl. auk bragðmikillar kjöt- súpu og hangikjöts með uppstúf er allt á matseðli staðarins auk fleiri rétta. Ekki má gleyma hinum einstaka rúg- brauðsís sem í fyrstu hljómar sem einkennileg blanda ólíkra hluta í fyrstu en er vinsæll meðal gesta kaffihússins og al- veg þess virði að skella sér upp á Skólavörðuholtið til að prófa. Hrönn Vilhelmsdóttir, annar eigandi staðarins, segir hug- myndina alltaf hafa verið þjóðlegan brag. „Í huga okkar bjó staður á Ítalíu sem við höfðum farið á nokkru áður. Þar voru miðaldra karlar sem höfðu einfaldan, þjóðlegan en lystilegan matseðil á boðstólnum. Meira þarf ekki til. Þó enn væri árið 2006 þegar við vorum að ígrunda þetta, var þjóðlegur matur sem bæri þó nýjan blæ það sem við ætl- uðum að stefna að.“ Íslenskir brauðréttir hafa slegið í gegn hjá ferðamönnum sem sækja staðinn sem og Íslendingum. „Hér bjóðum við upp á rúgbrauð og flatbrauð í hæsta gæðaflokki sem er bakað á staðnum og því alltaf nýtt. Flatbrauðið er gert eftir sérstaki aðferð og uppskrift sem er mjög gömul. Með því höfum við reyktan silung frá Skútustöðum, hangikjöt, sviða- sultu, kæfu, ost o.s.fr. Þá er vinsælt smakk hjá ferðamönn- um harðfiskur og hákarl sem við fáum frá Bjarnarhöfn.“ Plokkfiskur hefur lengi verið alþýðumatur á Íslandi sem byggist á því að nýta allt til hins ýtrasta. Í dag verður að telja plokkfiskinn bæði þjóðlegan og góðan rétt sem er auð- vitað á matseðli Kaffi Loka. „Það er víða þekkt að alþýðu- matur sem var kannski neyðarbrauð hefur öðlast sess sem þjóðlegir réttir. Má þar nefna pizzur frá Ítalíu og soul-food í suðurríkjum Bandaríkjanna,“ segir Hrönn og bendir um leið á að ekki sé sama hvernig plokkfiskurinn sé mat- reiddur. „Til þess að gera plokkfisk góðan þarf að nota góð- an ferskan fisk og kartöflur. Uppbökuð sósan fær í dag sér- legar trakteringar með góðum fiskikrafti, karrí og lauk og jafnvel rjómaslettu ef hún er til. Einnig notum við góðan ost ef plokkarinn er gratineraður og alltaf vel af nýmöluðum svörtum pipar. Rúgbrauðið, nýbakað, er svo borið fram með og þá er kominn herramannsmatur. Matthías Jochumsson sagði eitt sinn „kona er eins og pipar á lífsins plokkfiski“. Fyrir það viljum við standa, að vera pipar á lífsins plokk- fiski í flóru kaffi- og veitingahúsa hér á landi.“ Listamennirnir Siggi Valur og Raffaella Sigurðardóttir leggja lokahönd á listaverkið Loki Laufeyjason sem þekur heilan vegg á Kaffi Loka. Á verkinu er að finna tilvísanir í sögur af Loka og geta gestir notið þeirra yfir þjóðlegum réttum. Flatbökur með hangikjöti, rúgbrauð með plokkfisk og reyktum silung og auðvitað hákarlsbitar að ógleymdum harðfiskinum með smjöri. Hrönn Vilhelmsdóttir sótti hugmyndina að Kaffi Loka til Ítalíu þar sem hún kynntist stað með þjóðlegum réttum Ítala. ÞJÓÐLEGT KAFFIHÚS Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI Piparinn í lífsins plokkfiski KAFFI LOKI ER MEÐ ÞJÓÐLEGA OG GÓÐA RÉTTI Á MATSEÐLINUM SEM ÆTTU AÐ KÆTA BRAGÐLAUKANA HJÁ ÖLLUM SÆLKERUM LANDSINS. Vilhjálmur Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Plokkfiskurinn á Kaffi Loka er eitt besta dæmið um alþýðumat sem nú þykir algjört gómsæti hjá Íslendingum og ferðamönnum.Gómsætir brauðréttir með sviðasultu, plokkfisk og öðru góðgæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg HITIÐ OFNINN Í 180 °C 5 bollar rúgmjöl 1 bolli hveiti 1 bolli heilhveiti 3 ½tsk matarsódi 2 ½ tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 ½ l súrmjólk 1 græn dós sýróp ½ dós bónussýróp Mjölið sett í stóra skál ásamt þurrefnum. Súrmjólk sem er við stofuhita er sett í aðra skál ásamt sýrópi. Hrært vel saman. Súrmjólkurblöndunni hellt yfir mjölið og hrært vel saman en ekki of mikið. Sett í vel úðað form og inn í ofninn. Lækka strax hitann í 120 °C. Bakað í ca10 tíma. Notað er frekar djúpt 2/3 Gastró form með loki. RÚGBRAUÐIÐ Á KAFFI LOKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.