Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014
BÓK VIKUNNAR Maxímús Músíkús kætist í
kór er fjórða bókin um músina sívinsælu og að
þessu sinni fer hún í æfingabúðir fyrir kóra.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Það er notalegt að sjá að DægradvölBenedikts Gröndals er ofarlega ákiljumetsölulista Eymundsson.
Fjölmörgu bókafólki þykir ákaflega vænt
um þessa bók sem þýðir um leið að þeir
sömu lesa hana oftar en einu sinni um æv-
ina. Og Dægradvöl er bók sem þolir að
vera lesin aftur og aftur.
Endurútgáfan er sannarlega kærkomin
og henni fylgja meðmæli frá Guðjóni
Friðrikssyni og Páli Baldvini Baldvins-
syni. Guðjón segir að Dægradvöl komi
manni í gott skap í hvert sinn sem maður
les hana og Páll Baldvin segir hana vera
sígilt rit um mann og samtíma hans. Hár-
rétt hjá þeim báðum.
Dægradvöl er frábærlega vel stílað rit
og hefur stílsnilld
Gröndals haft áhrif
á fjölmargra höf-
unda, það er til
dæmis greinilegt að
Þórbergur Þórð-
arson hefur ým-
islegt lært af Grön-
dal. Mannlýsingar
bókarinnar eru
sterkar og eft-
irminnilegar og
þegar kemur að
lýsingum á karakt-
er manna þá dregur Gröndal ekki af sér
og sér enga ástæðu til að hlífa þeim sem
hann telur sig eiga sökótt við. Hið marg-
fræga önuglyndi Gröndals sem opinber-
ast iðulega í textanum bæði í lýsingum á
mönnum og málefnum er svo hreinlega
ómótstæðilegt.
Það ætti ekki að fara framhjá lesendum
Dægradvalar að höfundur verksins er af-
ar viðkvæmur, sem á ekki að koma á óvart
þegar í hlut á maður sem ólst upp án
nokkurrar hvatningar foreldra sinna.
Lýsing Gröndals á æsku sinni er sögð í
fáum en áhrifaríkum orðum og þar kemur
fram að foreldrar hans sýndu honum aldr-
ei blíðu, hvöttu hann ekki og sáu enga
ástæðu til hrósyrða. Svo kaldranalegt um-
hverfi getur ekki annað en mótað per-
sónuleika barns. Lýsing Gröndals á sjálf-
um sér er svo löngu orðin klassísk, en hún
er birt aftast í þessari útgáfu undir kafla
sem heitir Umframtextar í eldri gerð.
Oft er það svo að lesendur sleppa því að
lesa viðbætur sem settar eru aftast í bæk-
ur enda segja þær þeim oft ekki mikið, en
þessari sjálfslýsingu má alls ekki sleppa.
Lestur á Dægradvöl getur ekki annað
en fært lesendum ánægju. Lesið og gleðj-
ist!
Orðanna hljóðan
SNILLD
GRÖN-
DALS
Benedikt Gröndal.
Meistaraverk.
L
ífsmörk er fyrsta skáldsaga Ara
Jóhannessonar en hann hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2007 fyrir
ljóðabókina Öskudagar. Ari er
sérfræðingur í lyflækningum og starfar á
Landspítalanum, en skáldsaga hans gerist
einmitt að hluta til þar og aðalpersónan er
læknir. „Ég gaf út ljóðabók árið 2007 og eftir
það fór fljótlega að sækja á mig að spreyta
mig á skáldsögu,“ segir Ari. „Ég byrjaði að
skrifa söguna haustið 2008 og fljótlega sá ég
að ekki yrði snúið aftur. Kannski langaði mig
til að vita hvort ég gæti skrifað skáldsögu
fyrst ég gat ort ljóð sem fengu þokkalega
dóma.“
Um efni bókarinnar segir Ari: „Ég get ekki
sagt mikið um söguþráðinn því þetta er að
hluta til spennusaga. Fjöldi persóna kemur
við sögu, þar á meðal læknar og hjúkr-
unarfræðingar, en einn læknir er í fyrirrúmi,
svæfinga- og gjörgæslulæknir, Sölvi Oddsson.
Hann er ákaflega vel af guði gerður, hetju-
legur ásýndum og fyrrverandi íþróttastjarna
og mikill forkur til vinnu. Hann er að ýmsu
leyti eins og klipptur út úr Íslendingasögu,
en hetjur eru sjaldan áhugaverðar nema í
þeim sé einhver brotalöm. Framan af gerist
sagan að miklu leyti á Landspítalanum, eink-
um á gjörgæsludeildinni og snýst mikið um
samskipti Sölva við sjúklinga og samstarfs-
fólk og sína nánustu. Síðan gerast drama-
tískir atburðir sem breyta lífi þeirra allra og
lesandinn ferðast með persónunum austur
fyrir fjall, vestur til Kanada, suður til Rómar
og jafnvel til Austurlanda.“
Spurður að því hvort hann hafi nýtt sér
starfsumhverfið á Landspítalanum við samn-
ingu skáldsögunnar segir Ari: „Auðvitað gerði
ég það. Ég hef starfað í þannig umhverfi ára-
tugum saman og atvik og sjúkrasögur sem ég
hef safnað skipta þúsundum. Mér finnst
freistandi að veita þeim áfram og endurvinna
í skapandi skrifum. Sjúkrahúsheimurinn er
sviðsmynd sem er vel til þess fallin að bregða
ljósi á hluti eins og fórnfýsi og fíkn, bæði
vinnufíkn og annars konar fíkn, kulnun í
starfi og sársauka. Spurningar um siðferði,
ábyrgð og fyrirgefningu vakna óhjákvæmi-
lega við lestur Lífsmarka en ég eftirlæt les-
endum að miklu leyti að svara þeim. Persón-
ur sögunnar eru hugarsmíð mín en kunna
samt að vera settar saman úr nokkrum ein-
staklingum sem maður hefur kynnst á lífs-
leiðinni. Ég held að þeir sem lesi þessa bók
sjái að hún er augljóslega skrifuð af lækni.“
Þegar Ari er spurður að því hvort hann sé
mikill bókamaður segir hann: „Ég hef auðvit-
að áhuga á bókmenntum en er til vandræða
illa lesinn í þeim sem stafar mest af því að
síðustu árin hef ég kosið að verja frítímanum
í að skrifa sjálfur frekar en að lesa eftir aðra.
En ef ég yrði spurður hvort ég ætti einhverja
höfunda sem ég liti á sem fyrirmynd þá er
ekki svo. Kannski eru allir sem hafa áhuga-
verða sögu að segja og skrifa agaðan og til-
gerðarlausan stíl fyrirmyndir mínar.
Ég sagði á dögunum að ég ætti bandaríska
höfundinum Philip Roth mikið að þakka, þótt
ég hafi ekki lesið neina af bókum hans. Ég sá
nefnilega sjónvarpsviðtal þar sem þessi marg-
verðlaunaði höfundur, þá kominn vel á átt-
ræðisaldur, lýsti því að honum yrði ennþá
hálfóglatt þegar hann læsi yfir fyrstu drögin
að nýrri skáldsögu, þetta væri svo lélegt. Mér
fannst sniðugt hvernig íslenska orðið uppkast
nær bæði yfir drögin og líkamlegu viðbrögðin
við þeim. Á þessum tíma var ég hálfmiður
mín yfir því hvað frumdrögin að Lífsmörkum
voru bágborin. Svo þetta er svona líka hjá
reyndum höfundum, hugsaði ég og hélt
ótrauður áfram. En það tók mig fimm ár að
skrifa þessa sögu, það var mikil vinna og ég
held að ég leggi ekki í aðra skáldsögu alveg á
næstunni.“
ARI JÓHANNESSON TELUR SIG EIGA PHILIP ROTH MIKIÐ AÐ ÞAKKA
Siðferði og ábyrgð
„Spurningar um siðferði, ábyrgð og fyrirgefningu vakna óhjákvæmilega við lestur Lífsmarka en ég
eftirlæt lesendum að miklu leyti að svara þeim,“ segir Ari Jóhannesson læknir.
Morgunblaðið/Golli
ARI JÓHANNESSON HLAUT
BÓKMENNTAVERÐLAUN TÓMASAR
GUÐMUNDSSONAR ÁRIÐ 2007.
NÚ SENDIR HANN FRÁ SÉR
FYRSTU SKÁLDSÖGU SÍNA EN
HÚN GERIST AÐ HLUTA TIL
Á LANDSPÍTALANUM.
Sem krakki las ég allar indjánabækur sem ég komst yfir. Ég man eftir
einni slíkri sem ég keypti á bókamarkaði í Iðnskólanum á Selfossi en
hún heitir Með Léttfeta yfir gresjuna. Mér fannst hún ansi góð þá
en hef ekki lesið hana síðan. Ég er alin upp við lestur
á verkum Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs
Laxness, en pabbi var mikill Þórbergsmaður og las
upp fyrir okkur krakkana úr bókum hans. Sjálfri
finnst mér ekki hægt að gera upp á milli Þórbergs og
Laxness. Á vissan hátt er Barn náttúrunnar uppá-
haldsbók mín eftir Laxness, ég varð hrifin af þeirri
bók þegar ég las hana fyrst og fannst ég komast nær
höfundinum en áður. Sálmurinn um blómið er
svo uppáhaldsbók mín eftir Þórberg. Og talandi um
klassík, þá eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar algjör snilld.
Ég verð líka að nefna Hundrað ára einsemd eftir Gabriel
García Márquez og The Color Purple eftir Alice Walker sem
höfðu mikil áhrif á mig. Fyndnasti kafli sem ég hef lesið í skáldsögu er í
Rubyfruit Jungle eftir Ritu Mae Brown, sem er ansi smellinn höf-
undur.
Ég var mikill lestrarhestur þegar ég var barn en núna les ég mest
bækur sem tengjast tónlist. Ég hef lesið nokkrar ævisögur um Janis
Joplin og besta ævisagan er eftir ungan mann sem er frá sama bæ og
hún í Texas. Í þeim bæ er fólk enn að skammast sín fyrir það hvað Jan-
is var mikill hippi og hugsjónakona, það þótti til dæmis mjög róttækt
að sem barn talaði hún við svörtu krakkana í skólanum. Man því mið-
ur ekki nafn höfundar, bókin er búin að vera oft og lengi í útláni.
Ég les ekki mikið það sem kemur út hverju sinni en gríp einstaka
sinnum nýútkomnar bækur. Núna er ég til dæmis að lesa Mánastein
eftir Sjón. Ég verð svo að lokum að nefna Gerði Kristnýju sem er
skolli góður nútímalegur höfundur með sterkar fornar rætur.
Í UPPÁHALDI
ANDREA JÓNSDÓTTIR
DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR
Andrea Jónsdóttir ólst upp við bækur Laxness og Þórbergs og Passíu-
sálmar Hallgríms þykja henni algjör snilld.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Gerður Kristný