Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2014
USA Traveller
Velkomin í Vodafone
Byltingarkennd lækkun
á farsímakostnaði í USA
og Kanada
Vafraðu um netið í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 99%
lægra gjald og hringdu eða sendu SMS á mun hagstæðara
verði. Móttekin símtöl eru 0 kr. og einungis 990 kr. daggjald.
Skráðu þig núna í Vodafone USA Traveller með
því að senda sms-ið „USA“ í 1414.
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
„Ég er rosalega ánægð, eiginlega alveg í skýjunum. Nú
verður útvarpstækið tekið út úr skápnum,“ segir
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, alþýðulistakona á Þingeyri,
en baráttu hennar fyrir endurkomu Næturvaktarinnar
á Rás 2 er lokið með sigri. Guðni Már Henningsson fer
í loftið laugardaginn 7. júní. Þátturinn verður á dag-
skrá öll laugardagskvöld frá klukkan 22 til 02 eftir mið-
nætti, eins og hann var í áratugi áður en hann var
lagður niður um síðustu áramót.
Vagna Sólveig hét því að opna ekki fyrir Rík-
isútvarpið, hvorki Rás 1 né Rás 2, fyrr en Næturvaktin
yrði komin aftur á dagskrá og mun ekki gera það fyrr
en klukkan 22 á laugardaginn eftir viku. „Ég vil þakka
öllum sem lögðu baráttu minni lið en þeir voru fjöl-
margir,“ segir hún, „og sérstaklega Frank Þóri Hall,
nýjum dagskrárstjóra Rásar 2, fyrir að hlusta á okkur.
Ég vil líka þakka dótturdóttur minni, Klöru Alexöndru
Birgisdóttur, lögreglukonu á Ísafirði, fyrir að setja upp
síðu fyrir mig á Facebook en sjálf er ég ekkert sér-
staklega klár á tölvur. Án Klöru hefði þetta aldrei verið
hægt.“ Aðspurð kveðst Vagna Sólveig hafa verið tilbúin
að berjast áfram. „Ég hefði aldrei gefist upp.“
Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, segir sér
hafa verið ljúft og skylt að setja Næturvaktina aftur á
dagskrá. „Næturvaktin er huggulegur þáttur. Vinur á
kvöldin og Guðni Már er útvarpsmaður af gamla skól-
anum, með mjög þægilega nærveru. Ég skil vel að
hlustendur hafi saknað hans.“ Á föstudagskvöldum
milli klukkan 22 og 02 verður á dagskrá þátturinn
MillJón í umsjá Millu Óskar Magnúsdóttur og Jóns
Þórs Helgasonar. „Næturvakt fyrir yngra fólkið,“ segir
Frank.
Frank Þórir Hall,
dagskrárstjóri Rásar 2.
BARÁTTU VÖGNU SÓLVEIGAR LOKIÐ MEÐ SIGRI
Næturvaktin aftur í loftið
Vagna Sólveig Vagnsdóttir,
alþýðulistakona.
Guðni Már Henningsson,
útvarpsmaður.
Hið árlega Cooper’s Hill-ostahlaup
fór fram á mánudag í brekkunni
sem hlaupið er kennt við sem
stendur við bæinn Brockworth í
Englandi.
Hlaupið dregur að sér hlaupara
alls staðar að úr heiminum og
áhorfendur skipta þúsundum. Síð-
an árið 2010 hefur hlaupið verið
skipulagt af sjálfskipuðum hlaup-
urum því bæjaryfirvöld hættu
stuðningi sínum því þeim fannst
bærinn ekki geta borið ábyrgð á
öllum þessum fjölda.
Það var Josh Shepard sem hljóp
niður brekkuna eins og raketta og
sigraði í ár. „Ég ætlaði mér að
standa á löppunum allan tímann.
Það var eiginlega eina markmið
mitt,“ sagði Shepard eftir hlaupið
við AFP-fréttaveituna.
Reglurnar í hlaupinu eru ein-
faldar. Oststykki er fleygt niður
brekkuna og keppendur reyna að
ná því. Sá sem kemst fyrstur í
mark vinnur. Keppt er fjórum
sinnum og samanlagður árangur
gildir. Shepard var eðlilega sáttur
við sigurinn en ekkert sérstaklega
við sigurlaunin. „Ég hef ekki hug-
mynd um hvað ég á að gera við
þetta oststykki því ég borða ekki
ost nema ofan á ristað brauð.“
FURÐUR VERALDAR
Elta ost
niður
brekku
Síðan á 19. öld hefur osti verið hent niður Cooper-brekkuna og fólk elt
fjögurra kílóa oststykki sem það fær í verðlaun komi það fyrst í mark.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Steingrímur Sævarr Ólafsson,
almannatengill
Valur Freyr Einarsson,
leikari
Helgi Áss Grétarsson,
stórmeistari í skák