Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Morgunblaðið/Ernir Morgunblaðið/Golli *Hagstofan reiknar það út að árið 2013 hafióleiðréttur launamunur kynjanna hér á landiverið 19,9%. Er það meira en árið áður þegarlaunamunurinn mældist 18,1%. Var kynja-munurinn minni hjá starfsmönnum hins op-inbera, eða 15%, en 19,9% í almenna geir-anum. Flokkað eftir atvinnugreinum er óleiðréttur launamunur kynjanna mestur í fjármála- og vátryggingastarfsemi eða 37,1%. Óleiðréttur launamunur 19,9% Atli Sigþórsson er einn fjögurra ungra höf- unda sem hljóta nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár. Þessi þrjátíu ára gamli skyndibitakokkur og rapptónlist- armaður frá Akureyri gaf fyrr á árinu út sína fyrstu bók, Stálskip. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum þrjú, ég, konan Helena og læðan Kali. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ekkert. En yfirleitt á ég til Ribena-saft, peppe- róní og beikon. Það fleytir mér ansi langt. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Sveiflur eru gríðarlegar í matfanga- og hreinsiefnainnkaupavísitölu heimilisins á milli vikna og ég hugsa að betra væri að fá raun- sæja mynd af eyðslunni með því að skoða hana á mánaðarbasis. En ég hef reyndar ekki glóru um það hver hún er. Veit það bara að ég er svo til alltaf blankur. Hvar kaupirðu helst inn? Í nálægustu lágvöruverslun. Ég held enga tryggð við tilteknar verslanir. Er fullkominn tækifærissinni, eins og köttur. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Góðir ostar og svo er ég alltaf á báðum átt- um með það hvort ég skuli kaupa frosnar pitsur, undarlegt nokk. Þær eru sumar hverj- ar ágætar. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Til að byrja með sleppi ég því yfirleitt að kaupa frosnar pitsur. En ég reyni líka að vera duglegur að nýta það sem til er í skápunum. Stundum verða til góðar samsetningar. Oft hálfasnalegar þó. Kjúklingabaunir finnst mér til dæmis ekki fara sérstaklega vel með sæt- kartöflum í eggjakökur. En ótrúlegasta jukki má reyndar bjarga með karabísku karrídufti. Ég reyni líka að fara minna ferða gangandi, en oft guggna ég á því vegna þess að ég er húð- latur. Hvað vantar helst á heimilið? Hér vantar bókaleysi. Eða nýja bókahillu. Og klórstand fyrir Kali litlu sem djöflast fyrir vik- ið á öðrum húsgögnum. Eyðir þú í sparnað? Nei. Ég snöggreiddist svo viðbótarlífeyr- issölumönnum sem einhvern tímann mættu á fyrrverandi vinnustað minn og píndu starfs- fólk í matarhléum að ég sór þess dýran eið að koma ekki nálægt neinu slíku. Þess utan hef ég ferlegt peningavit. Skothelt sparnaðarráð? Látið það vera að kaupa frosnar pitsur. ATLI SIGÞÓRSSON Glíman við frosnu pitsurnar Atli sór þess eið að kaupa ekki viðbótarlífeyr- issparnað eftir að hafa eitt sinn lent í ágengum sölumönnum á vinnustað sínum. Aurapúkinn hefur tekið eftir því að sumt fólk á mjög erfitt með að standast útsölur og tilboð. Þegar útsölutímabilin hefjast fer þetta fólk á stjá og þræðir verslaninar í leit að einhverju sem gaman væri að kaupa. Eða þegar t.d. mat- vöruverslun eða veitingastaður er með tilboð, þá er haldið af stað og keyptar nokkrar stjörnumáltíðir eða svínabógar á hagstæðari kjör- um en venjulega bjóðast. Púkinn veit betur. Sama hversu grimmt útsölurnar eru auglýstar, og sama hversu rausnarleg tilboðin eru í prósentum talið, þá veit Aura- púkinn að hann sparar ekkert á því að kaupa eitthvað sem hann ekki vantar. Eflaust má gera góð kaup á strigaskóm eða gallabuxum næst þegar verslunarmiðstöðvarnar halda útsölu, en Púkann vantar bara ekki auka-skó eða auka-buxur í augnablikinu. Púkinn sparar því 100% en ekki bara 20% eða 30%. púkinn Aura- Engin skylda að kaupa F oreldrar athugið: ef planið er að láta börnin sjá um ykkur í ellinni þá er eins gott að sýna þeim gott aðhald og mikinn stuðning í náminu og tryggja að þau standi sig vel í skóla. Ný rannsókn sem framkvæmd var vestanhafs sýnir nefnilega fram á mjög sterk tengsl milli með- aleinkunnar í skóla og tekna þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Munar mikið um lítið Áður en lengra er haldið er rétt að minna á að peningar eru ekki allt og erfitt að meta til fjár starfs- ánægju og lífsfyllingu sem svo mörg illa launuð störf bjóða upp á. Að því sögðu þá virðist ljóst að jafnvel bara örlítil framför í náms- árangri virðist skila greinilegri og verulegri hækkun launa seinna á lífsleiðinni. Washington Post segir frá rann- sókninni sem unnin var við Háskól- ann í Miami. Í úrtaki rannsókn- arinnar var litið til meðaleinkunnar fólks við 18 ára aldur, við útskrift úr „high school“, sem er síðasta skólastigið áður en nám á há- skólastigi (e. college) hefst. Eins og við er að búast hafði meðaleinkunnin greinileg áhrif á möguleika fólks á að fá pláss í há- skóla en meira sláandi er hve skýr tenging var á milli einkunnabók- arinnar á 18. aldursári og tekna löngu síðar. Svarendur í úrtakinu voru rösk- lega tíu þúsund talsins og á aldr- inum frá 24 til 34 ára, að jafnaði með meira en 10 ár liðin frá út- skrift úr „high school“. Einkunnir vestanhafs eru gefnar á skalanum 0.0 til 4.0 og fundu rannsakendur út að ef með- aleinkunnin hækkaði um einn heil- an hækkuðu tekjur á fullorðins- árum um 12% í tilviki karla en 14% í tilviki kvenna. Á íslenska einkunnakvarðanum, sem er frá 0 til 10, jafngildir þetta gróflega því að hækki meðaleinkunnin um 1,5 til 2 til að vænta megi samskonar hækkunar launa. Niðurstöðurnar voru leiðréttar fyrir þætti á borð við fjöl- skyldustærð, meðfædda námshæfi- leika og menntun foreldra. Ómögulegt er að segja til um það með vissu hvort sömu lögmál eigi við um á Íslandi og sambæri- legar kannanir um íslenskan vinnu- markað virðast ekki liggja á lausu. Má eflaust leiða að því líkur að áhrif námsframmistöðu við 18 ára aldur séu vægari hérlendis, þar eð aðgengi að háskólanámi er almenn- ara og inntökuþröskuldar lægri. Er því ekki öll von úti við 18 ára aldur ef einkunnirnar eru örlítið slappar og enn svigrúm til að taka sig á og sinna námiu betur. VISSARA AÐ FYLGJAST MEÐ Í TÍMUM Hærri tekjur með hærri einkunnum BANDARÍSK RANNSÓKN SÝNIR SKÝRA TENGINGU Á MILLI NÁMSÁRANGURS Á FRAMHALDSSKÓLAALDRI OG LAUNATEKNA Á FULLORÐINSÁRUM. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Góðar einkunnir opna dyr og varða leiðina að hærri tekjum. Kátir nemendur úr FÁ dimmitera í miðborginni. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.