Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 53
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 þykir þó miður að bókgreinum sé ennþá gert hærra undir höfði þar á bæ en verkgreinum. Það sé tímaskekkja. Hún fór í vettvangsnám í Hofsstaðaskóla sem varð til þess að Hilmar Ingólfsson, þáverandi skólastjóri, réð hana í fulla kennslu sem smíðakennara við skólann síðasta árið sem hún var í kennaraháskól- anum, 2004-05. Stundataflan í Hofsstaðaskóla var löguð að stundatöflunni í Kennaraháskól- anum. „Hér hef ég verið síðan.“ Auk smíðanna bað Hilmar Sædísi að kenna nýsköpun. „Hvernig á ég að gera það?“ spurði hún. „Þú finnur út úr því,“ svaraði Hilmar. Það var svar að hennar skapi. Þýddi að hún hafði algjörlega frjálsar hendur við mótun starfsins. „Ég þakkaði bara pent fyrir traust- ið. Ég er að eðlisfari mjög hreinskiptin og það hefur komið sér vel í þessu starfi.“ Dyggilega studd af skólanum Sædís segir skólann til að byrja með ekki hafa haft sérlega mikinn áhuga á starfinu og til að mynda ekki áttað sig almennilega á mik- ilvægi nýsköpunarverðlaunanna. Þannig mætti yfirstjórn skólans ekki þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn enda þótt Hofsstaðaskóli væri leystur út með gulli. „Hefði þetta verið Stóra upplestrarkeppnin hefðu menn ekki bara mætt heldur setið brosandi á fremsta bekk,“ segir Sædís. Þessi afstaða breyttist þó fljótt því að Sæ- dís lét í sér heyra og allar götur síðan hefur skólinn stutt dyggilega við bakið á henni og nýsköpunarstarfinu. „Það er rosalega öflug list- og verkgreinakennsla hérna í Hofs- staðaskóla og mikið lagt upp úr þeim þætti í menntun nemenda. Ég myndi heldur aldrei vinna hér ef starfið væri ekki metnaðarfullt og gott starfsfólk. Það skiptir mig líka miklu máli hvað ég og textílkennarinn eigum ánægjulegt og gott samstarf. Ég finn að skólastjórnendur eru stoltir af mínu fram- lagi og það er mér mikil hvatning. Aðstaðan fyrir smíðakennslu og nýsköpunarstarfið mætti að vísu vera betri og það stendur til bóta. Framkvæmdir við nýja álmu hér við skólann eru að hefjast og þangað flytur smíða- og nýsköpunarstarfið á næsta ári.“ Til að hvetja nemendur til dáða efndi Sæ- dís til keppni innan skólans sem notið hefur mikilla vinsælda. 5. bekkur keppir í nýsköp- un en 6. bekkur í hönnun. Marel styrkir báðar keppnir. Sædís kann ofboðslega vel við sig í kennslunni. „Ég hef alltaf átt auðvelt með að vinna með fólki, ekki síst börnum. Mér gengur vel að halda aga, sem er lykilatriði í kennslu, og bý að góðri þekkingu í sambandi við einelti. Fyrir vikið held ég sérstaklega utan um þau börn sem eru minnimáttar eða eiga erfitt uppdráttar.“ Eitt er hún þó ósátt við – launin. „Þau eru langt fyrir neðan okkar virðingu. Hvern- ig sem á það er litið. Bæði almennt og svo er það algjörlega óásættanlegt að við verk- greinakennarar séum á lægri launum en umsjónarkennarar. Rökin fyrir því eru eng- in. Við höfum sömu menntun og erum með sömu börnin, og gott betur. Það koma allir nemendur skólans í list og verkgreinar, það koma því til mín um 450 nemendur yfir vet- urinn og ímyndaðu þér alla vinnuna við sam- setningu á öllum þessum verkefnum. Ég hef ríka réttlætiskennd og henni er misboðið. Gróflega misboðið.“ Hún vitnar í mannauðsstefnu Garðabæjar í þessu sambandi. „Þar stendur að bæj- arfélagið vilji hæft og ánægt fólk til starfa. En þarf þá ekki að borga því mannsæmandi laun?“ Kallar mig „sparibauk“ Sædís lætur ekki bara til sín taka í vinnunni, ekki er langt síðan hún tók heimili sitt í Hafnarfirðinum í gegn. Algjörlega eftir sínu höfði. „Maðurinn minn er löngu búinn að sjá og viðurkenna að hugmyndirnar mínar eru oftast mjög góðar og flottar og er alveg hættur að leggja eitthvað vanhugsað til mál- anna,“ segir hún hlæjandi. „Hann sér líka að ég er með góðar lausnir. Í ofanálag kallar hann mig „sparibauk“, þar sem ég nýti allt. Það getur komið sér vel að henda engu.“ Hún hlær. Saman hjálpast hjónin, Sædís og Valur Ragnar Jóhannsson, svo að við að útfæra lausnirnar enda handlagin bæði tvö. Spurð um áhugamál tilgreinir Sædís fyrst fjölskylduna. Hún á þrjú börn, Sigurstein Arndal, viðskiptastjóri hjá Vodafone, Reyni Örn Reynisson, sem er að ljúka prófi í sál- fræði og Hildi Berglindi Arndal, leikkonu í Borgarleikhúsinu, og reynir að verja eins miklum tíma með þeim og allri fjölskyldunni og unnt er. Þá þykir henni fátt skemmtilegra en að elda góðan mat og gera góða veislu. „Mér finnst ekki síður mikilvægt að bera matinn fallega fram en að elda hann, ekki má gleyma dinner-tónlistinni og logandi arineld. Það gefur máltíðinni aukið gildi.“ Loks nefnir hún garðyrkju en þar fær Sædís útrás fyrir sköpunarþörf sína. „Við erum með mjög fallegan garð í hrauninu, al- gjöra draumaparadís. Þar er yndislegt að vera og skapa. Sköpunin hefur gríðarleg áhrif á hugsun okkar og viðhorf til lífsins.“ „Sigurinn liggur samt ekki í bikurunum, heldur sköpunargáfu barnanna. Það er alltaf jafnánægjulegt þegar tekst að virkja hana,“ segir Sædís S. Arndal, smíðakennari við Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Morgunblaðið/Kristinn Sædís ásamt ömmustelpunni sinni, Andreu Marý Sigurjónsdóttur, við verðlaunaafhendinguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.