Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 15
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Maralunga, Hönnuður Vico Magistretti, 1974-2014
L238 D86/95 H72/100 Verð Áklæði Category E 1.195.000,- Verð Leður Category X 1.899.000,-
Cassina Dodo
Hönnuður Toshiyuki Kita
Leður category X.
Verð 749.000,-
CassinaWink
Hönnuður Toshiyuki Kita
Áklæði category E.
Verð 519.000,-
Cassina Dodo
Hönnuður Toshiyuki
Kita
Leður category X.
Verð 749.000,-
arfari. Þetta er ekki bók þar sem er
andvarpað og sagt: Æ, það er svo
erfitt hjá okkur, heldur er verið að
segja: Ég get þetta!“
Í nánasta umhverfi mæðgnanna
eru nokkrir sem þegar hafa lesið
bókina. „Amma og afi og annar
yngri bræðra minna, sem er að
ljúka menntaskólagöngu sinni
ásamt eiginmanni mínum sem er
hagfræðingur og hefur nokkra
reynslu úr atvinnulífinu, eru öll búin
að lesa bókina,“ segir Hjördís Hug-
rún. „Áhugavert er hversu ólíka
þætti fólk staldrar við eftir því hvar
það er sjálft statt á lífsleiðinni.
Þetta er bók sem ætti að vekja
áhuga margra og sennilega mun
fleiri en við áttuðum okkur á í
fyrstu.“
Mikil þroskasaga
En hvernig var fyrir þær mæðgur
að vinna saman að bók? Kom aldrei
upp ágreiningur? „Segja má að
þessi samvinna hafi verið mikil
þroskasaga fyrir okkur báðar,“ seg-
ir Ólöf Rún. „Við erum mæðgur
sem urðu samstarfsfélagar. Það
verður að viðurkennast að það
reyndist mér stundum erfitt að
leyfa litla barninu að ráða. Í upphafi
dró hin skipulagða dóttir mín með
verkfræðimenntunina upp drög að
samningi. Hann hefur aldrei verið
undirritaður en unnið var í anda
hans.“ Hjördís Hugrún upplýsir
hvað stendur þar: „Samkvæmt
þessum samningi átti að vera nokk-
uð ljóst að dóttirin réði en utan
vinnu áttu hefðbundin hlutverk
móður og dóttur að haldast. Ekki
mátti nöldra hvor yfir annarri við
aðra fjölskyldumeðlimi fyrir utan
maka. Gleði og vinnusemi voru boð-
in hjartanlega velkomin í partíið en
egóið átti að skilja eftir heima.“
Mæðgurnar eru sammála um að án
samstarfsfélaganna Evu Lindar
ljósmyndara og Jónatans Arnar Ör-
lygssonar útlitshönnuðar hefðu
Tækifærin vart orðið að veruleika.
Hjördís Hugrún segist snemma
hafa fengið áhuga á verkfræði. „Ég
var átta ára þegar ég ákvað að
verða verkfræðingur,“ segir hún. „Á
tímabili velti ég líka fyrir mér hvort
ég ætti að verða fréttamaður.
Mamma var fréttamaður og pabbi
er iðnaðarverkfræðingur og mér
fannst það sem þau voru að fást við
spennandi. Stærðfræðin og raun-
greinafögin heilluðu mig þó meira
og því varð verkfræðin fyrir valinu.“
Sér Hjördís Hugrún Ísland með
öðrum augum en áður, nú þegar
hún er búsett erlendis? „Mikil upp-
lifun var þegar ég fór átján ára sem
skiptinemi til Alaska. Eftir þá
reynslu kunni ég mun betur að
meta landið okkar. Síðan þá hef ég
búið í Stokkhólmi í rúmt ár og í Zü-
rich í rúm tvö ár og við erum
ánægð þar. Ýmislegt er þó mun
betra hér á landi. Í Sviss er til
dæmis ekkert lögbundið fæðing-
arorlof feðra. Að því leyti er staðan
svo sannarlega margfalt betri á Ís-
landi. Vinkonur mínar úr náminu í
Sviss forðast að tala um barneignir
í framtíðinni því þær ætla að verða
framakonur og virðast margar líta
svo á að frami þeirra og barneignir
geti ekki farið saman. Mér finnst
það synd,“ segir hún. Spurð hvort
hún ætli að flytja heim til Íslands
eftir námið segir hún: „Ég held að
það gæti verið mjög áhugavert að
vera eitthvað áfram erlendis en ég
hugsa að á endanum langi mig
heim.“
Ólöf Rún segir: „Ég var mjög
ánægð með það þegar Hjördís Hug-
rún kom heim um daginn og sagði:
Á góðum degi er Ísland fallegast í
heimi. Það hrærði móðurhjartað og
ég hugsaði: Já, Ísland er langbest.
Sannarlega er vel þess virði að
kynnast annarri menningu og lönd-
um en mikilvægt er einnig að gera
sér grein fyrir hversu margt er gott
á Íslandi.
Aldrei að segja aldrei
Ólöf Rún starfaði lengi sem frétta-
maður á RÚV og átti þar farsælan
feril. Spurð af hverju hún hafi hætt
á RÚV segir hún: „Ég varð ást-
fangin, sagði upp á RÚV og fór að
elta mann um heiminn og hann mig.
Nú erum við hjón. Ef einhver hefði
sagt mér áður en ég hitti hann hvað
ætti eftir að gerast í lífi mínu hefði
ég sagt viðkomandi vera galinn,
þetta gæti ekki staðist. En lífið er
oft ótrúlegra en nokkur skáldsaga.“
Ólöf Rún segist verða vör við
þann misskilning að hún búi í út-
löndum. „Ég fæ þá spurningu oft
núorðið hvort ég búi í útlöndum. Ég
á lögheimili á Íslandi og bý hér.
Fregnir af búsetu minni erlendis
eru því stórlega ýktar,“ segir hún
og brosir. „Eftir því sem ég ferðast
meira því vænna þykir mér um Ís-
land, finnst mér þó gaman að
ferðast.“ Hún segist hafa nóg fyrir
stafni: „Ég hef verið að skrifa viðtöl
og greinar í lausamennsku og lesið
inn fyrir skólavefinn og Hlusta.is
þegar ég má vera að, því ég hef nóg
að gera við að sinna mér og mínu
fólki. Svo á ég fimm hesta sem þarf
að hugsa um og hef fengist aðeins
við fararstjórn í hestaferðum.“
Hún er spurð hvort hún sakni
fréttamennskunnar og segir: „Frá-
bært er að hafa fengið að vinna
þessa vinnu, forréttindi í raun. Það
gefur augaleið að ekki voru allir
dagar jafn skemmtilegir, en það
sem ég upplifði í störfum mínum í
útvarpi og sjónvarpi við fréttir og
dagskrárgerð fylgir mér í gegnum
lífið og ég fékk að skyggnast inn í
líf margra athyglisverðra ein-
staklinga. Sá sem einu sinni er fjöl-
miðlamanneskja er það ávallt í
hjarta sínu. Tíma tekur að öðlast þá
fjarlægð að njóta þess að vera ekki
í daglega atinu þar. Ég hitti fólk á
förnum vegi sem er notalegt við
mig og segist sakna mín úr fjöl-
miðlum. Þetta fólk spyr: Ertu alveg
hætt? Þá segi ég: Aldrei að segja
aldrei því maður veit jú aldrei.“ Morgunblaðið/Kristinn
* Saga viðmæl-endanna sýnirað jákvæðni, bjart-
sýni og þrautseigja
hjálpar til að ná
takmarki sínu.
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15