Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Oddvitar framboðslista í Reykjavík eru misdug- legir að uppfæra facebook-síður sínar og þegar skautað var yfir síður þeirra á föstudegi var mis- jafnt hvort fólk stóð í pólitískum áróðri eða póst- aði inn myndum og deildi greinum frá öðrum. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, skrifaði „Við erum að kjósa um mismunandi stefnur á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík býður upp á stefnu sem þýðir betri borg og betri lífskjör fyr- ir alla.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar, birtir mynd af Heiðari Helgusyni sem segist ætla að kjósa Dag og Dagur sjálfur skrif- ar: „Við orðabókaskilgreininguna á baráttujaxli. ingarinnar var ekki duglegur á Facebook síð- ustu vikurnar fyrir kosningar og síðasta færsla hljómaði svo; „Korter fyrir kosningar. Við- burður á vegum Reykjavíkurráðs ungmenna. Frambjóðendum stillt upp og þeir spurðir spjörunum úr. Gaman.“ Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, birti mynd af blómvendi á Facebook í gær og skrifaði: „Unglingskrúttið kann að gleðja stressaða móður á lokaspretti kosningabarátt- unnar. #vinstravor #vinstragram.“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Lista Framsóknar og flugvallarvina, póstaði mynd af svakalegri geymslutiltekt. Einhver hrósaði henni en hún svaraði og sagði að þetta væri ekki hún heldur börnin. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, vitnaði í Noam Chomsky á Facebook í gær: „The more you can increase fear of drugs and crime, welfare mothers, immigrants and aliens, the more you control all the people.“ Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar, vitnaði í grein Salmanns Tamimi og birti á Fa- cebook í gær tilvitnun í þá grein: „Ég bauð mig fram í Reykjavík til að reyna að koma góðum hlutum í verk og ég hef lagt áherslu á að aðstoða þá sem minna mega sín, þá sem eru fátækir og búa við kröpp kjör. Ísland er eitt ríkasta land heims en þrátt fyrir það búa þúsundir barna við fátækt.“ Og heltraustur. Hann gefst aldrei upp – og er nú kominn heim í Laugardalinn ásamt Eik frænku og allri fjölskyldunni og gerir út trillu. Mér finnst verst að bakvarðarferlinum var lokið áður en ég gat tekist á við hann – en líklega er það eins gott.“ Börn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, er með matarstatus sem einn af síðustu statusum sínum og skrifar: „Þessir kjúklingavængir Dóra voru epískt stórvirki, það er bara svoleiðis,“ skrifar hann og vísar í kosningagleði. Þá birtir hann mynd af nokkrum sómakonum eins og hann orðar það og sjálfum sér með þeim og má þar meðal annars sjá Vigdísi Finnbogadóttur. Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylk- Síðustu mínútur fyrir kjördag Halldór HalldórssonHalldór AuðarSvanssonDagur B. Eggertsson Sveinbjörg BirnaSveinbjörnsdóttirSóley Tómasdóttir Þorleifur GunnlaugssonBjörnBlöndal ÞorvaldurÞorvaldsson Ámörgum sviðum þurfum við á róttækri ný-hugsun að halda. Ég er ekki endilega aðbiðja um glænýja hugsun, sætti mig ágæt- lega við endurvinnslu á góðum hugmyndum sem hafa reynst vel. Ég nefni sem dæmi margvíslegan félags- og samvinnurekstur. Hugmynd, sem Þorleifur Gunn- laugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, hefur talað fyrir, um borgarbanka þykir mér djörf og umhugs- unarverð. Sparisjóðirnir voru reistir á þessari hugsun á sín- um tíma, fjármálastofnanir til að þjóna nærsam- félaginu og svo langt áttu þeir að vera frá hvers kyns gróðahyggju að stofnfjáreigendur settu sér þá reglu og bundu hana í lög, að ef þeir tækju stofnfé sitt út, fengju þeir aðeins upphaflega inngreiðslu með eðlilegum vöxtum. Á þessum forsendum fjárfesti velvildarfólk byggðanna – þar á meðal stjórnmálamenn – í spari- sjóðnum „sínum“. Í gróðærinu fundu veiklundaðir menn það út að hagnast mætti vel á braski með stofnféð. Þá kom í ljós að margir velunnaranna góðu reyndust fyrst og fremst velunnarar eigin pyngju. En ef mannkynið gæfist alltaf upp gagnvart breyskleika einstaklinga hefðum við ekki þokast það fram á við í aldanna rás, sem við þó höfum gert. Borgarbankamenn hinir nýju hafa rökstutt hugsun sína á þá lund, að sá hagnist vel sem varð- veitir fjármuni borgarinnar og borgarstofnana og veiti þessum fjármunum farvegi í hvers kyns um- sýslu. Og í framhaldinu er spurt, hvers vegna ættu borgarbúar ekki að njóta góðs af slíkri starfsemi? Rökstuðningnum fylgir tilvísan til þess að þeim borgum í Bandaríkjunum sem hafa þennan hátt á fari fjölgandi. En hvað með íhaldssemina? Getur verið að hún eigi einhvern tímann rétt á sér? Ég slæ þessa þanka inn í tölvu á keyrslu. Nú blasir Suðurlandsundirlendið við af Kambabrún. Ég tek fram að konan mín keyrir! Þjóðvegurinn liggur í sveig um Ölfusið. Þarna hafa menn viljað þráðbeinan reglustrikuveg og helst fjórbreiðan enda bjóði umferðin ekki upp á annað! Það eru ýkj- ur. Íslendingar verða að venja sig af því að heimta rándýra vegaslaufu í byggð ef þeir þurfa að hinkra í tuttugu sekúndur á ljósum og að sama skapi þurf- um við að venja okkur á að keyra hægar þessa tvo tíma sem umferðin verður hæggengari í grennd við sumarbústaðabyggðir á mestu háannatímum. Víð- ast hvar er vandinn ekki meiri af völdum umferð- arþunga. Áður en við byggjum upp alla vegi og gerum þá fjórbreiða og úr tengslum við landslagið, skulum við minnast þess að til eru þeir staðir á landi voru sem ekki eru aðeins fagrir á íslenskan mælikvarða heldur einnig á heimsvísu. Þegar föndrað er við slíka náttúru getur íhalds- semi verið kostur. Róttækni og íhaldssemi * Ég er ekki endilega aðbiðja um glænýja hugs-un, sætti mig ágætlega við endurvinnslu á góðum hug- myndum sem hafa reynst vel. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Ekki voru allir á eitt sáttir með skemmtanagildi úr- slitaleiks Meist- aradeildarinnar í fótbolta þegar Real Madrid vann sigur á Atlético Madrid um síðustu helgi. Tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarsson gekk svo langt að kalla leikinn leiðinlegasta úrslita- leik „frá því á HM 1990! Vonbrigði plús“, skrifaði hann á Twitter. Nanna Rögn- valdsdóttir er ekki á því að Face- book sé með allar upplýsingar um notendur sam- skiptasíðunnar á hreinu. „Það er alltaf verið að tala um að Facebook viti allt um mann. Ég held það sé ekki rétt því Facebook er alltaf að spyrja um uppáhaldsíþróttafélögin mín. Je ræt,“ skrifaði matargúrúið á Facebook í vikunni. Lára Björg Björnsdóttir, ráð- gjafi hjá KOM almannatengslum, ávarpaði föður sinn á Facebook í gær og spurði hann: „Pabbi, hvar er ég aftur tryggð,“ og bætti svo við: „Maður er ekki mikið í því að róa aldraða foreldra svona á föstudög- um.“ Tónlistarmað- urinn Logi Pedro Stefánsson er staddur í Banda- ríkjunum. Ýmislegt hefur á daga hans drifið þar ytra og meðal annars hef- ur hann rekist á söngkonuna Tracy Chapman og fylgdi sögunni á Twit- ter að það hefði nærri liðið yfir bróður hans, Unnstein Manuel. Retro Stefson-meðlimurinn deildi því svo á samskiptamiðlinum að hann hefði gengið inn á Stumptown Dumpling í Portland og pantað sér mat. „Þegar ég var búinn að panta matinn fattaði ég að ég væri inni á strippstað,“ skrifaði Logi og bætti svo við: „Ég hef aldrei orðið jafn- vandræðalegur og þegar ég spurði kokkinn: „Wait, is this a strip club?!“ Og það hlógu allir að mér.“ AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.