Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Heilsa og hreyfing Reykingar valda fleiri dauðsföllum á Íslandi en nokkur annar lífsstílstengdur áhrifaþáttur samkvæmt athugun Landlæknisembættisins á árunum 1995 til 2004 en á þeim tíma mátti rekja 18 prósent af dauðsföllum til reykinga. Besta forvörnin gegn reykingum er að bryja ekki að reykja en þeir sem hafa tekið sér rettuna í munn vita að það er hægara sagt en gert að hætta. Ástæðan er nikótín en það er mjög vanabindandi og koma fram ýmis frá- hvarfseinkenni eftir að síðasta sígarettan er reykt. Meðal einkenna getur verið þunglyndi, höfuðverkur, kvíði, svefnleysi, aukinn hjart- sláttur, pirringur og jafnvel aukin matarlyst. Nikótín er þó ekki alslæmt því það er einnig notað í lyfjafræðilegum tilgangi, t.d. gegn hrörnunarsjúkdómum eins og parkinsons- veiki og Alzheimers-sjúkdómnum. AFLEIÐING REYKINGA Best að byrja aldrei Flestir fá sinn nikótínskammt í gegnum reykingar en fáar löglegar neysluvörur komast nærri því að hafa jafn slæm áhrif á heilsuna og reykingar. Morgunblaðið/Golli Ávanabindandi eiginleiki nikótíns gerir flestum reykingamönnum lífið leitt. Þegar hætta á að reykja er leitað í nikótín í öðrum vörum. Nikótín er ekki eingöngu slæmt því það er talið hafa jákvæð áhrif á hrörnunarsjúkdóma eins og Alzheimers-sjúkdóminn. Morgunblaðið/Sverrir Ú tihlaup hefur verið vin- sælt sport á Íslandi í mörg ár og víða hafa verið stofnaðir skokk- hópar og haldnar hlaupaæfingar fyrir byrjendur. Í Hafnarfirði eins og öðrum bæjum landsins er virkt íþrótta- og tómstundastarf enda öfl- ug íþróttafélög í bænum. Krafturinn og lífið í íþróttastarfi bæjarins lýsir sér vel í skokkhópi Hauka en hann var stofnaður árið 2007 af Sigríði Kristjánsdóttur og voru meðlimir hópsins þá fjórir. Hópurinn hefur stækkað ört á undanförnum árum og eru meðlimir hans í dag á þriðja hundrað sem gerir skokkhóp Hauka þann fjölmennasta á landinu. „Skokkhópurinn spannar frá ein- staklingum sem eru að hefja hlaupaferil sinn til einstaklinga sem eru lengra komnir. Allt frá stofnun skokkhópsins hefur áhersla verið lögð á að hver og einn fái notið sín,“ segir Pétur Svavarsson, meðlimur í skokkhópi Hauka. Hlaupið í guðsgrænni náttúrunni Skokkhópur Hauka og Sportís efna til Hvítasunnuhlaups í annað sinn í ár og er hlaupið um uppland Hafn- arfjarðar annan í hvítasunnu, 9. júní. Hlaupið fer því fram utanvega en Pétur segir vaxandi fjölda fólks sem kýs að hlaupa í náttúrunni. „Mikil fjölgun hefur verið á hlaup- urum sem hlaupa utanvegahlaup á sumrin til að njóta bæði þess að hlaupa og vera úti í náttúrunni. Hjá Haukunum er fjöldi hlaupara sem hafa notað uppland Hafnarfjarðar til æfinga, bæði svæðið í kringum Hvaleyrarvatn, Helgafellið og Heið- mörkina enda höfum við Hafnfirð- ingar stórkostlegt útivistarsvæði rétt við bæjardyrnar.“ Í fyrra tók mikill fjöldi hlaupara þátt í Hvítasunnuhlaupi Hauka, þar á meðal margir af fremstu hlaup- urum landsins. „Í ár hafa boðað komu sína flestir af sterkustu kven- og karlkyns utanvegahlaupurum landsins, meðal annars sigurvegarar á síðasta ári í Hvítasunnu-, Lauga- vegs-, Esju- og Snæfellshlaupi auk þess sem sigurvegari í 21 km Reykjavíkurmaraþoni mun taka þátt,“ segir Pétur en hann tekur þó sérstaklega fram að hlaupið sé fyrir alla og þeir sem ekki treysti sér til að hlaupa alla vegalengdina ættu samt sem áður að skrá sig til leiks og þá frekar labba hluta leiðarinnar. „Í ár verður sú breyting á fram- kvæmd hlaupsins að boðið er upp á tvær vegalengdir, annarsvegar 17,5 km eins og áður auk þess sem sú nýjung verður að nú verður boðið upp á 14 km leið þar sem erf- iðleikastigið er minnkað mikið.“ Í fyrra heppnaðist hlaupið ein- staklega vel og mikil ánægja með hlaupið í heild sinni, að sögn Pét- urs. „Margir voru heillaðir af hlaupaleiðinni sem liggur um ein- staka náttúruperlu Hafnarfjarðar í nágrenni Hvaleyrarvatns og hefur hlauparinn stórkostlegt útsýni allt frá því að hann leggur af stað og þar til hann kemur í mark enda stórkostleg náttúran í kringum Hafnarfjörðinn.“ Hlaupaleiðin er vel merkt og engin hætta á því að hlauparar villist af leið þó ekki sé hlaupið um stræti og götur. Lagt er af stað frá Ásvöllum, íþróttasvæði Hauka í Hafnarfirði, en hlaupið hefst klukkan tíu. Hægt er að sjá myndbandsupptöku af hlaupaleið- inni á heimasíðu hlaupsins, www.hvitasunnuhlaup.is, og þá er einnig hægt að skrá sig í hlaupið á síðunni www.hlaup.is. Allir geta unnið verðlaun í hlaupinu Pétur segir ekki bara þá sem koma fyrstir í mark vinna til verðlauna því allir þátttakendur geta unnið stórglæsileg útdráttarverðlaun en meðal verðlauna eru 6 pör af hlau- paskóm frá Asics. Þá er sú nýjung að sjálfboðaliðar sem koma að hlaupinu geta einnig unnið til verð- launa. „Sjálfboðaliðum verður skipt í hópa og munu hlauparar að hlaupi loknu velja úr besta sjálfboðaliða- hópinn. Heyrst hefur að sjálf- boðaliðar taki keppnina mjög alvar- lega og hafa meðal annars boðað plötusnúða á staðinn.“ HLAUPIÐ MEÐ STÆRSTA SKOKKHÓPI LANDSINS Utanvegahlaup um Hafnarfjörðinn Ljósmynd/Sigurjón Pétursson HVÍTASUNNUHLAUP SKOKKHÓPS HAUKA VAR HALDIÐ Í FYRSTA SINN Í FYRRA OG VERÐUR ENDURTEKNING Á ÞVÍ Í ÁR. HLAUPIÐ ER UTANVEGA Í FALLEGRI OG MARGBREYTILEGRI NÁTTÚRUNNI Í KRINGUM HAFNARFJÖRÐ OG ER ÞVÍ HLAUPIÐ Á MÝKRA UNDIRLAGI EN GENGUR OG GERIST Í INNANBÆJARHLAUPUM ÞEGAR HLAUPIÐ ER Á MALBIKI. Vilhjámur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Auk stórbrotinnar náttúru leita margir í utanvegahlaup til að draga úr álagi á liði og lappir. „Kosturinn við utanvegahlaup er að hlaupið er á mýkra undirlendi þannig að þau hlaup fara betur með lappir. Á vet- urna og þegar verið er að æfa undir götuhlaup er samt hlaupið á gang- stígum.“ Íslendingar eru heppnir að eiga aðgang að frábærum sundlaugum um allt land. Allir geta notið góðs af því að synda en sérstaklega þeir sem eiga við meiðsli að stríða. Sund getur hjálpað mörgum að koma sér af stað aftur eftir íþróttameiðsli eða slys en mjúkar hreyfingar í vatni valda minna álagi á liði og marga vöðva en flest önnur hreyfing eins og hlaup eða göngur. Nýtum sundlaugarnar okkar vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.