Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 Græjur og tækni Barnakerra sem birtist í auglýsingu fyrir nýja Skoda VRS bíl- inn hefur slegið í gegn og fyrirtækið íhugar nú hvort það eigi að hefja framleiðslu á henni. Í skoðanakönnun sem fyr- irtækið gerði á heimasíðu sinni í febrúar sögðust 30% til í að ganga með barnið sitt í slíku farartæki. Kerran í aug- lýsingunni er á loftpúðafjöðrun, með 20 tommu dekkj- um, bremsuljósum, sterku ljósi fyrir kvöldgöngur og ýmsu fleira sem bílaeigendur kannast við. Skoda-kerra slær í gegn HVAÐA TÆKNINÝJUNGAR SÉRÐU FYRIR ÞÉR SEM TENGJAST STARFINU ÞÍNU? Fannar Sveinsson Hraðfréttamaður Árið 2034 verður Ríkisútvarpið komið með 7-D myndavélar. Hljóð verður tekið upp með laserum sem vita hver er að tala og það er engin þörf fyrir snúrur eða neinn óþarfa í kringum útsendingar. Marta Lárusdóttir Lektor við Háskólann í Reykjavík Fagið sem ég kenni, fjallar um mikilvægi þess að hanna hugbúnað út frá þörfum notendanna. Fjöl- breytileiki hugbúnaðar hefur aukist gríðarlega undanfarin 20 ár. Einnig hafa tækin, sem við notum til að nýta okkur hugbúnaðinn tekið stökkbreytingum. Við erum til dæmis flest með alls konar kerfi í símanum okkar, myndavél, tölvu- póstinn og netið, sem fyrir 20 árum var í borðtölvunni og öðrum tækj- um. Atli Fannar Bjarkason Fjölmiðlamaður Vefsíður munu í meira mæli sér- sníða fréttir að notandanum, eins og er gert í dag, sem verður til þess að fólk sér aðeins fréttir sem það hefur áhuga á. Dröfn Ösp Snorradóttir Starfar við auglýsingar í Los Angeles Varðandi vinnuna mína, þá von- andi hef ég nú rangt fyrir mér, en ég óttast að fólk láti í minni pokann fyr- ir CGI eða tölvuímyndum. HVAÐA TÆKNINÝJUNGAR SÉRÐU FYRIR ÞÉR SEM TENGJAST HEIMILINU? Fannar Að þvo þvott og strauja verður komið í eina vél sem þurrkar líka og græjar allt fyrir mann. Maður þarf bara að setja í óhreina tauið og þessi græja sér um allt frá a-ö. Marta Það gæti verið að við verðum með vélmenni eða tæki sem eru forrituð til að vinna verkin fyrir okkur. Til sölu eru ryksugur, sem vinna á með- an við erum annars staðar. Þetta gæti aukist mikið. Atli Fannar Ísskápurinn tekur völdin á heim- ilinu og stýrir neyslu okkar í einu öllu. Ætlar þú að fá þér kókdós eftir miðnætti á miðvikudegi? Ekki séns. Þú færð í mesta lagi disk af erfða- breyttu brokkolíi og öðru heilsufæði. Dröfn Ösp Ég sé fyrir mér fleiri græjur sem nýta „grænni“ orku eins og ísskápa og eldavélar sem mögulega fram- leiða sína eigin orku og viðhalda sér sjálfum. HVAÐA TÆKNINÝJUNGAR SÉRÐU FYRIR ÞÉR SEM TENGJ- AST HEILSU OG LÍKAMA? Fannar Fólk getur tekið inn fæðibótarefni sem hjálpar því að grennast og bæta vöðvamassa þannig að allir verða í góðu líkamlegu formi og það verður komið í tísku að vera feitur. Fitu- hlunkar erfa jörðina. Marta Ég held að þarna komi tölvutækn- in mun meira í fötin okkar og fylgi- hluti. Nýjustu græjurnar á mark- aðnum í dag eru armbönd til að fylgjast með hreyfingu, sem seljast mjög vel þessa dagana. Eftir 20 ár verðum við sjálfsagt með ýmislegt eins og skartgripi eða föt, sem við getum breytt að vild, eftir því hvernig liggur á okkur eða hvernig þetta passar okkur hverju sinni. Atli Fannar Árið 2034 nær meðalmaðurinn 100 árunum nokkuð auðveldlega og gott ef hann verður ekki líka með þrútna magavöðva, spilandi körfu- bolta tvisvar í viku ásamt því að lyfta lóðum annan hvern dag. Dröfn Ösp Heilsutækin og tæknin er eig- inlega það sem ég er spenntust fyrir og vonandi verður heilbrigðisþjón- usta ódýrari/ókeypis fyrir alla um allan heim og með einföldu tæki eins og snjallsíma verður hægt að taka röntgen, hjarta- og æðamælingar, CT-skanna, óléttupróf og eftirlit og öll helstu próf sem rándýr tæki framkvæma núna. HVAÐA TÆKNINÝJUNGAR SÉRÐU FYRIR ÞÉR SEM TENGJ- AST GRÆJUNUM Í LÍFI ÞÍNU? Fannar Símarnir verða með innbyggðan skjávarpa og lyklaborði sem skýst út úr símanum í formi ljóss. Marta Ég er viss um að það verða miklar breytingar á græjunum í lífi mínu næstu 20 árin. Ef þróunin næstu 20 ár verður eins hröð og hún var und- anfarin 20 ár, þá er von á annarri byltingu í notkun tölvutækninnar. Ég vona að sú þróun verði not- endum í hag Atli Fannar Fjölskyldubíllinn gengur fyrir endurnýjanlegri orku og stýrir sér sjálfur. Við horfum til baka og hlæj- um að vitleysingunum sem treystu mannfólkinu til að keyra bíla og fljúga flugvélum. Dröfn Ösp Ég óska þess að flugtæknin og það að ferðast milli heima og geima verði bæði ódýrt og mun sneggra – maður kæmist kannski frá LA til Reykjavíkur á klukkutíma eða svo, færi í mat heim til mömmu og pabba og í afmæli hjá vinum og svo aftur til LA í vinnuna – og út fyrir sólkerfið okkar, þá erum við að tala saman. Spólað fram um 20 ár HVERNIG VERÐUR TÆKNIN EFTIR 20 ÁR? FJÓRIR EIN- STAKLINGAR VORU BEÐNIR UM AÐ KÍKJA Í KRISTALSKÚL- UNA OG HORFA FRAM Í TÍMANN. HVAÐA TÆKNINÝJ- UNGAR SJÁ ÞAU SEM TENGJAST STARFINU, HEIMILINU, HEILSUNNI OG GRÆJUNUM Í LÍFI ÞEIRRA? Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Kvikmyndin Back to the future 2 var gerð árið 1989 og sendi þá Marty McFly og Doc fram í framtíðina til ársins 2015. Marta Kristín Lárusdóttir, lektor Fannar Sveinsson, hraðfréttamaður Atli Fannar Bjarkason, fjölmiðlamaður Dröfn Ösp, starfar í Los Angeles Stýripinni úr geimnum seldist á 70 milljónir AFP STÝRIPINNINN SEM DAVE SCOTT STÝRÐI LUNAR-GEIMFLAUGINNI MEÐ TIL LENDINGAR Á TUNGLINU ÁRIÐ 1971 SELDIST FYRIR METFÉ Í VIKUNNI. Stýripinni sem flugstjórinn Dave Scott notaði til að lenda geimflauginni Lunar Module Falcon á tunglinu árið 1971 seldist fyrir metfé á þriðjudag. Stýripinninn var sleginn á 610 þúsund dollara eða rúmlega 70 millj- ónir króna sem er hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir hlut frá NASA á almennu uppboði. Scott hafði stýrt Apollo 15 geimferjunni upp að tunglinu en þeir Scott og aðstoðarflugstjórinn Jim Irwin fóru svo niður að tunglinu í Lunar-vélinni. Skömmu fyrir lendingu á tunglinu uppgvötuðu þeir Scott og Irwin að tölvan hafði reiknað vitlaust þar sem þeir áttu að lenda og því tók Scott sjálfstýr- inguna af og stýrði Lunar Module Falcon flauginni með handafli og notaði þennan stýripinna til þess að lenda á réttum stað. Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið. Þegar Apollo 15 yfirgaf gufuhvolf jarðarinnar var það í níunda sinn sem mannað geimfar fór til tunglsins og í fjórða sinn sem Bandaríkjamenn lentu þar. Ódýrt: Gigabyte Force K3 Verð: 6.990 Fæst í: www.trs.is Aðeins um: Sérstaklega varið fyrir högg- og vatnsskemmdum. Mest notuðu leikjatakkarnir sérmerktir, hljóðlátur og hraður ásláttur, ábrennt íslenskt letur og gullhúðað USB-tengi. Miðlungs: SteelSeries Apex Verð: 18.900 krónur Fæst í: Tölvulistanum Aðeins um: Marglit LED- baklýsing, 22 forritanlegir macro- takkar, media-hnappar, SteelSeries engine forritið fylgir með þar sem hægt er að stilla nánast allt varðandi lyklaborðið. Dýrt: Logitech G19S Verð: 39.900 krónur Fæst í: Tölvutek Aðeins um: Leikjalyklaborð með stillanlegri baklýsingu í mörgum lit- um, LCD-leikjaskjár til þess að fylgjast með öllu mögulegu á meðan leikur fer fram. 12 forritanlegir G- hnappar og tvö USB-tengi. ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Leikjalyklaborð Stýripinninn er enn í glæsilegu ástandi og minnir um margt á tölvu- leikjastýripinna nútímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.