Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 52
Nýsköpun 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014 H efði enginn fundið upp penn- ann væri ég ekki hér að taka þetta viðtal. Hefði enginn fundið upp myndavélina væri Kristinn Ingvarsson ekki hér heldur til að taka ljósmyndir. Hvað ætli við værum þá að gera? Það er önnur saga. Þetta bendir Sædís S. Arndal, nýbakaður nýsköp- unarkennari grunnskólanna 2014, okkur kumpánum á þegar við stingum við stafni hjá henni í Hofsstaðaskóla í Garðabænum. Sjálf er Sædís hvergi bangin við að hugsa út fyrir rammann og hugmyndirnar sækja að henni – að degi sem nóttu. „Það kemur oft fyrir að ég vakna upp um miðja nótt – með nýja hug- mynd,“ upplýsir hún hlæjandi. Það eru einmitt kennarar eins og Sædís sem æska þessa lands þarf á að halda. Kenn- arar sem sjá möguleika, jafnvel þar sem eng- inn annar sér þá. Það er engin tilviljun að börn sem eru ef til vill ekki áberandi í öðru í skólanum finna fjölina sína í nýsköp- unarmennt Sædísar. Fá útrás fyrir sköp- unarþörf sína. „Útgangspunkturinn er sá að engin hugmynd er asnaleg, þær geta verið skrýtnar og skemmtilegar. Það er hlutverk okkar kennaranna að sjá möguleika í öllu,“ segir Sædís. Sjálf leggur hún mikinn metnað í starfið og vill ekki að börnin fari með illa unna gripi heim. Hún vill að hver og einn sé ánægður með sitt verkefni. Hvert barn fer heim með tvo hluti á hverjum vetri. Hið minnsta. Það liggur mikil vinna fyrir Sædísi í samsetn- ingum á verkum nemenda. Henda ruslinu í pósthólfið Við stöndum frammi í miðrými skólans við sýningu á verkum nemenda 6. bekkjar og hugmyndum nemenda sem fóru í vinnusmiðju NKG. Í 6. bekk er sýndur afrakstur Lampa- keppni, verk sem nemendur hafa hannað. Þar endurvinna þeir efni og ýmsa skrýtna og skemmtilega hluti og má þar nefna gips, borð- tennisspaða, takkaskó og niðursuðudósir. Heiti verkefnanna, ellegar uppfinninga, þeirra sem fóru í vinnusmiðju NKG eru meðal ann- ars: Flettari fyrir nótur, Þjófavörn fyrir hjól, Þyngdarloftsskynjari (opnar glugga þegar loft tekur að þyngjast) og Speglaupptakari. Sædís hvetur nemendurna til dáða og þeir leita að sínum persónulegu lausnum. Allt er nýtt til sköpunar og samkennarar Sædísar eru löngu hættir að fleygja nokkrum sköp- uðum hlut, henda bara „ruslinu“ í pósthólfið hennar í skólanum. Og það öðlast nýtt líf. „Góð hugmynd er peningar!“ segir Sædís gjarnan við börnin og dæmi eru um að upp- finningar nemenda hafi verið keyptar. Svo sem áleggsbréf með þunnri sköfu til að skafa áleggið svo það slitni ekki í sundur. Mat- vælaframleiðandinn Ali borgaði fimmtíu þús- und krónur fyrir það. „Það varð mikil hrifning í hópnum. Þetta er hægt!“ segir Sædís. Það er líklega engin tilviljun að Hofs- staðaskóli hefur sigrað í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema sex ár í röð og þar með unn- ið ekki bara einn heldur tvo farandbikara til eignar. Sædís er að vonum ánægð með upp- hefðina en árangur sem þessi náist ekki á einni nóttu. Rosaleg vinna búi að baki. „Mér þykir ótrúlega vænt um þessa við- urkenningu. Hún er vísbending um að ég sé að gera góða hluti. Sigurinn liggur samt ekki í bikurunum, heldur sköpunargáfu barnanna. Það er alltaf jafnánægjulegt þegar tekst að virkja hana,“ segir Sædís. Til að setja starf Sædísar í samhengi má nefna að 1.800 hugmyndir bárust í lands- keppnina á þessu vori, þar af 800 frá Hofs- staðaskóla. Í vetur eru 209 nemendur í 5. til 7. bekk sem gerir nærri fjórar hugmyndir á hvern nemanda að meðaltali. Aukningin er mikil milli ára en Hofs- staðaskóli sendi inn 460 hugmyndir í fyrra. „Það varð algjör kauphallarstemning hérna síðustu vikurnar fyrir keppnina. Sprenging. Allir vildu leggja sitt af mörkum. Þessi mikli áhugi og ánægja barnanna gefur mér mikið,“ segir Sædís. Sædís er Hafnfirðingur í húð og hár. Að loknu gagnfræðaprófi vissi hún ekki hvað hún vildi en ritaði sig inn í Iðnskólann í Hafn- arfirði og lærði grunnteikningar og fleiri gagnleg fög. Þar var á hinn bóginn bara boðið upp á hárgreiðslu eða tækniteiknun fyrir kvenfólk í þá daga og hvorug grein höfðaði til Sædísar. Skólagangan varð því ekki lengri það sinnið. Sædís á þrjú börn og var lengi heimavinn- andi og sér ekki eftir einni mínútu sem hún hefur varið í uppeldi barna sinna. Raunar teygðist úr þeirri ráðstöfun vegna grófs og al- varlegs eineltis sem eitt barna hennar varð fyrir. Það var svo um fertugt að Sædís ákvað að gera aðra atlögu að Iðnskólanum í Hafn- arfirði, skráði sig í hönnunardeildina, sem þá var komin til sögunnar, og sér sannarlega ekki eftir því. „Þarna sprakk ég út. Mig lang- aði alltaf að læra meiri smíði, tré, málm, suðu, eldsmíði og fleira en það var auðvitað ómögu- legt meðan ég var í barnaskóla, eins og tíð- arandinn var þá. Ég var STELPA! Þegar ég byrjaði í Iðnskólanum var sá hugsunarháttur orðinn úreltur og ég gat lært það sem ég hafði áhuga á.“ Eitt árið vann hún til verðlauna fyrir ljós og lampa sem hún hannaði úr líbarítgrjóti. Sædís útskrifaðist úr Iðnskólanum árið 1999 og fór strax að leita sér að vinnu. Það gekk illa. „Um leið og fram kom að ég hefði lengi verið heimavinnandi var hurðinni skellt á mig. Ég var umsvifalaust sett í RUSL- FLOKK. Starf húsmóðurinnar er greinilega einskis metið úti á vinnumarkaðnum,“ segir hún og hristir höfuðið. Ofboðslega þrjósk Sædís sótti meðal annars um forfallakennslu en ekkert kom út úr því. Þá sótti hún um nám í Kennaraháskóla Íslands en var synjað. „Ég er ofboðslega þrjósk að eðlisfari og þess vegna gafst ég ekki upp. Tók möppuna mína og fór milli skólanna. Skilaboðin voru þessi: Þetta hef ég gert og þetta get ég gert! Það endaði með því að ég fékk forfallakennslu í þremur skólum í Hafnarfirði, brunaði bara á milli í frímínútunum. Það gekk ágætlega, alla vega fékk ég meðmæli frá öllum þremur skólastjórum þegar ég sótti aftur um í Kennó um haustið. Og að þessu sinni komst ég inn.“ Sædís naut sín vel í Kennaraháskólanum en SÆDÍS S. ARNDAL, SMÍÐAKENNARI VIÐ HOFSSTAÐASKÓLA Í GARÐABÆ, HLAUT Á DÖGUNUM VILJA – HVATNINGARVERÐLAUN NÝSKÖPUNARKEPPNI GRUNNSKÓLANNA OG NAFNBÓTINA „NÝSKÖPUNARKENNARI GRUNNSKÓLANNA 2014“, EN ÞETTA ER Í FYRSTA SINN SEM VIÐURKENNINGIN ER VEITT. SÆDÍS, SEM HÓF KENNARANÁM Á FIMMTUGSALDRI, HEFUR BYGGT STARFIÐ UPP FRÁ GRUNNI. SKÖPUNIN ER HENNAR LEIÐARLJÓS OG STUNDUM VAKNAR HÚN UPP UM MIÐJAR NÆTUR – MEÐ GÓÐA HUGMYND. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is og Árni Sæberg saeberg@mbl.is Reis upp úr ruslflokki Sædís á bakgrunn í íþróttum, æfði hand- bolta og frjálsar íþróttir með FH sem barn og unglingur. „Mig langaði líka að æfa fótbolta en það mátti ekki á þeim árum. Fótbolti var bara fyrir stráka,“ segir hún og brosir að tíðarandanum. Að því kom þó að stelpurnar í FH máttu byrja að æfa fótbolta en fyrst um sinn aðeins á möl. Ekki mátti spæna grasið upp fyrir strákunum. Fyrsta kast- ið máttu stelpurnar ekki vera á takka- skóm en þegar það var loksins leyft urðu þeir að vera úr striga en ekki leðri „svo stúlkurnar meiddu ekki hver aðra“. Fyrir öllu var hugsað. Hún segir Albert Guðmundsson, fyrr- verandi ráðherra og þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, hafa lyft grettistaki varðandi kvennaknattspyrnu á sínum tíma. Þar til hann lét málið sig varða hafi konur verið mjög aftarlega á merinni. FH-liðið reyndist hið sterkasta og fyrsta árið sem konur reyndu með sér á Íslandsmóti, 1972, varð það meistari. Þá var Sædís aðeins fimmtán ára. Í kjöl- farið komu þrír titlar, 1974,1975 og 1976. Sædís segir þetta hafa verið ótrú- lega skemmtilegan tíma og tilgreinir sérstaklega velheppnaða keppnisferð til Ítalíu eitt sumarið fyrir milligöngu Al- berts Guðmundssonar. „Ég er baráttukona í eðli mínu og það var ekki ásættanlegt að konur fengju ekki að keppa í fótbolta,“ segir Sædís. „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í þessu brautryðjendastarfi.“ Hún lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 1980, þegar fyrsta barnið fæddist. ÍSLANDSMEISTARI Í FÓTBOLTA Dæmi um nýsköpunarverkefni nemenda Hofsstaðaskóla. 800 hugmyndir fóru í keppnina. Hugmyndaflugi nemenda Sædísar eru engin tak- mörk sett. Hér er borðtennisspaði í forgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.