Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 57
1.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Áhugaverðri sýningu Guð-
rúnar Kristjánsdóttur mynd-
listarkonu, Lestur, lýkur í
Artóteki Borgarbókasafns á
sunnudag. Í verkunum les listakonan á
persónulegan hátt í náttúruna og
menningararfleifð okkar.
2
Á laugardag klukkan 15
hefst vorsýning fyrsta árs
nema í Ljósmyndaskólanum,
í húsnæði skólans að
Hólmaslóð 6. Þetta eru ætíð for-
vitnilegar sýningar að skoða, með
fjölbreytilegum myndverkum og sýna
verk vaxtasprotanna í íslenskri ljós-
myndun.
4
Fyrir kvikmyndaunnendur er
óhætt að mæla með banda-
rísku kvikmyndinni Short
Term 12 sem tekin hefur
verið til sýninga í Bíó Paradís. Hún
hlaut Grand Jury-verðlaunin á
SXSW-hátíðinni á dögunum.
5
Áhugafólk um myndlist ætti
að skunda í Nýlistasafnið
við Skúlagötu því í næstu
viku lýkur starfsemi þar, um
leið og sýningunni æ ofaní æ, með
kvikmynd um Hrein Friðfinnsson og
verkum eftir hann. Gagnrýnandi
Morgunblaðsins sagði kvikmyndina
vel heppnaða tilraun og gaf sýning-
unni fjórar stjörnur.
3
Leikhópurinn Lotta sýnir
sprellfjöruga sýningu um
Hróa hött og Þyrnirós í
Bolungarvík og á Ísafirði í dag,
laugardag. Þetta er sýning sem hægt
er að mæla með fyrir alla fjölskylduna
en sex leikarar fara með 12 hlutverk.
MÆLT MEÐ
1
Ima Now“, eða „núna“, er heiti sýningarsem verður opnuð í Listasafni ASÍ í dag,laugardag klukkan 16, og er á dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík. Á sýningunni mæt-
ast verk fjögurra listamanna, Sverris Guðjóns-
sonar, Elínar Eddu Árnadóttur, Koho Mori-
Newton frá Japan og Lauren Newton frá
Bandaríkjunum.
Sverrir segir Mori-Newton vinna verk á
pappír og innsetningar úr silki og að Elín
Edda hafi kynnst japanskri kalligrafíu þegar
þau hjónin dvöldu þar í landi á sínum tíma og
hún sýni verk unnin með bursta og bleiki.
Sverrir og Lauren Newton eru bæði radd-
listamenn og hafa sett saman hljóðheim sýn-
ingarinnar, sem byggist á raddskúlptúrum,
kyrjun, yfirtónum, söngdróni og náttúru-
hljóðum í hinum ólíku rýmum safnsins, en
hún teygir sig frá Gryfju upp á svalir bygg-
ingarinnar við Freyjugötu. „Sýningin er hugs-
uð út frá þessum hljóðinnsetningum sem eru
unnar sérstaklega fyrir þann myndheim sem
gefur að líta í hverju rými safnsins,“ segir
Sverrir. „Í Gryfjunni hefur Mori-Newton
skapað vegg úr silki, afskaplega fallegan. Þar
fannst mér ástæða til að vera með hljóðmynd
sem setti fram spurninguna: hvernig er hljóm-
ur silkis?
Ég var með það í huga að vinna
myndbandsinnsetningu sjálfur fyrir Arinstof-
una. Ég hef unnið með allskyns raddhljóð og
langaði að búa til myndband þar sem vatn og
rödd takast á og það varð ég að gera ofan í
vatni. Ég fékk Brian Fitzgibbon til að vinna
verkið með mér og það nefnist „Andi“ – er
fimm varíasjónir um rödd í vatni.
Í Ásmundarsal er Elín Edda með kalli-
grafískar myndir, ólíkar seríur sem hún kallar
„Sequences“. Mori-Newton hefur einnig sett
þar upp myndir og er auk þess með borð með
hlutum sem hann finnur á förnum vegi. Það
hefur komið honum á óvart hve mikið er af
ryðguðu járni á götum íslenskra bæja.“
Sverrir segir þau Lauren Newton vinna
saman hljóðmynd Ásmundarsalar en hún sé í
nokkrum köflum með mikilvægum þögnum á
milli. „Svo förum við alla leið upp á þaksval-
irnar en þær eru sjaldan nýttar á sýningum í
Listasafni ASÍ. Grunnhugmyndin um sýn-
inguna sprettur út frá íslensku vörðunni, sem
vísar veginn í lífinu. Það má fara frá einni
vörðu til annarrar. Við létum smíða þriggja
metra háa málmstöng sem sveigist út og á
henni er þriggja metra langur silkistrangi,
sem tekur við náttúrunni; vindinum, regni og
öðru sem gerist utan við safnið,“ segir Sverr-
ir. efi@mbl.is
FJÓRIR LISTAMENN SÝNA SAMAN Í LISTASAFNI ASÍ
Raddskúlptúrar og myndverk
„GRUNNHUGMYNDIN UM
SÝNINGUNA SPRETTUR ÚT FRÁ
ÍSLENSKU VÖRÐUNNI,“
SEGIR SVERRIR GUÐJÓNSSON,
EINN LISTAMANNANNA.
Listamenn í núinu: Koho Mori-Newton, Laur-
en Newton, Elín Edda Árnadóttir og Sverrir
Guðjónsson á svölum Listasafns ASÍ.
Morgunblaðið/Golli
oft eins og ég sé að reyna að grafa upp eitt-
hvað sem er að hverfa. En svo eru þessir
staðir fyrir austan dásamlega fallegir!
Ég hef farið margar ferðir á söguslóðir
sem eru venjulega tengdar frægum sögu-
persónum eða einhverjum höfðingjum en
mér fannst gaman að leggja mitt af mörkum
við að gera sögu almúgafólks sýnilega.“
Datt Borghildi í hug, þegar faðir hennar
fékk hana til að vélrita ættarskrá sína, að
það yrði að þessu viðamikla verkefni?
„Nei!“ segir hún ákveðið. „Alls ekki. En
við eigum þessar rætur og það er gaman að
grafa þær upp. Það er ríkidæmi að eiga sér
rætur.“
„Það tekur fólk heilan dag að fara milli
allra staðanna,“ segir Borghildur og bendir
á rauða bletti í Landsveitinni þar sem hún
kemur textaverkum fyrir. Á ljósmyndum
við vegginn má sjá forfeður hennar og ætt-
ingja, og tóftir Skarðssels við Þjórsá.
Morgunblaðið/Einar Falur