Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.06.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.6. 2014
Matur og drykkir
Þ
etta er ákveðinn hópur sem tengist allur sjávarútveginum, Hildur
Sif er forsprakki Félags kvenna í sjávarútvegi, sem var nýlega
stofnað, og við erum allar í því félagi,“ segir Hrönn Margrét
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra, en hún og Karen Kjart-
ansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍU, skipulögðu matarboð fyrir hópinn sem
haldið var á heimili Hrannar.
Raunar var þetta sjávarútvegsboð út í gegn. „Ég fékk skipstjóra til að
elda fyrir okkur, svona eins og ég geri alltaf,“ segir Karen og hlær en að-
alrétturinn var útbúinn af bræðrunum Aðalsteini Jónssyni Þorsteinssyni
og Daða Þorsteinssyni en Aðalsteinn stýrir fiskvinnslu og Daði er skip-
stjóri. Fordrykkur var í höndum matarbloggarans sem kennd er við
Ljómandi.is en forréttur og eftirréttur var hins vegar í höndum Hrannar.
Það vakti forvitni að kollagen unnið úr íslensku fiskroði var sett í for-
drykkinn. „Ég set Amino Collagen í öll búst í dag, það er mjög gott fyrir
liðina og ekki skemmir fyrir að það geti minnkað hrukkur og fínar línur í
húð,“ segir Hrönn en fyrirtækið Ankra er að setja sína fyrstu vöru, Feel
Iceland - Amino Collagen, á markað hérlendis.
Boðið heppnaðist afar vel. „Þetta var alveg frábært. Rosalega góður
matur og mikil stemning. Þótt það sé nokkuð af konum í þessum geira
virðast þær vera í minnihluta og fer stundum lítið fyrir þeim. Því er gam-
an að vera partur af félaginu og efla tengslin og það skemmir ekki að
þetta eru einstaklega skemmtilegar konur.“
Hrönn segist vera nokkuð dugleg að halda matarboð en hún er ekkert
að flækja hlutina þótt boðin séu mörg. Til dæmis sé afar vinsælt að halda
pitsuboð og henda þá pitsunum á grillið.
Skálað úti á palli í góðu veðri í Garðabæ.
Daði matreiðir
lúðuna fyrir hópinn.
LAXAPATÉ, LÚÐA OG FLEIRA GOTT
Matarboð með
sjávarútvegsþema
* „Ég fékk skip-stjóra til aðelda fyrir okkur,
svona eins og ég
geri alltaf“
Frá vinstri: Kristín Ýr Pétursdóttir, yfirhönn-
uður Ankra, Ása María Þórhallsdóttir, sölu-
stjóri Ankra, Hildur Sif Kristborgardóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafls, Hrönn Margrét
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra, Kar-
en Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi LÍÚ,
Biljana Ilievska, þróunar- og framleiðslu-
stjóri Ankra, Berta Daníelsdóttir,
framkvæmdastjóri sölu og þjón-
ustu Marels, Eva Rún Michel-
sen, framkvæmdastjóri
Húss Sjávarklasans, og
Eva Margrét Ævars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Roadmap.
KAREN KJARTANSDÓTTIR OG HRÖNN MARGRÉT MAGN-
ÚSDÓTTIR SKIPULÖGÐU MATARBOÐ Í GARÐABÆ.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
170 g lúða á mann
smjör
olía
salt, hér var notað salt frá Norðursalti
svartur pipar
Skerið lúðuna í mátulega stóra bita. bræðið
smjör á pönnu og bætið olíu við svo að
smjörið brenni ekki við við steikinguna.
Setjið lúðuna á rjúkandi heita pönnuna og
saltið vel. Hér var notað salt frá Norð-
ursalti sem kokkurinn er afar hrifinn af en
honum finnst best að pipra eftir á svo pip-
arinn brenni heldur ekki við á pönnunni.
Lauksósa
1 laukur
½ chili-pipar
2 hvítlauksgeirar
1 meðalstór kartafla
1 meðalstór blaðlaukur
300 ml fiskisoð
15 g smjör
Lúða með laukmauki
Skerið laukinn í tvennt eftir endilöngu og
svo í mjög fínar sneiðar. Skerið kartöfluna
niður á sama hátt. Saxið hvítlaukinn og chili-
piparinn fínt niður og steikið svo laukinn,
kartöflu, hvítlauk og chili upp úr smjörinu í
um það bil 7 mínútur. Bætið þá blaðlauk-
num saman við en hann er skorinn eftir
endilöngu og svo saxaður þvert í litla bita.
Steikið þá allt saman þar til kartaflan er orð-
in lin. Bætið þá fiskisoðinu saman við og
sjóðið niður í ¾. Því næst er blandan tekin,
sett í matvinnsluvél og maukuð í þykkt
mauk.
Sýrt grænmeti
1 dl vatn
1 dl sykur
1 dl rauðvínsedik
gulrætur eftir smekk
rófur eftir smekk
nípur eftir smekk
Setjið vatn, sykur og edikið saman í pott og
hitið að suðu, eða þar til sykurinn hefur
verið leystur upp. Kokkinum finnst gott að
setja stundum aðeins meira af edikinu og
minna af sykrinum en þetta er smekksatriði.
Leyfið blöndunni að kólna vel. Rífið græn-
metið niður með rifjárni. Hellið svo leg-
inum, köldum, yfir grænmetið og látið
standa í a.m.k. klukkustund áður en vatnið
er síað frá og grænmetið sett í skál. Berist
fram með lúðunni og lauksósunni.