Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Það getur dregið dilk á eftir sér að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. Þeir sem fóru yfir borða lögreglu í Skeifunni, sem settur var upp til að tryggja vinnufrið slökkviliðs, brutu strangt til tekið gegn lögreglulögum nr. 90/1996. Í 19.grein þeirra laga segir orðrétt: „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Í 41. grein laganna er fjallað um refsingu og segir þar að brot gegn 19. grein laganna varði fésektum, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Í fyrirmælum ríkissaksóknara frá árinu 2009 segir enn- fremur: „Brot gegn 19. gr. lögreglulaga, fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt. Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brota kr. 10.000 - 500.000.“ T öluverð hætta skapaðist í stórbrunanum í Skeif- unni í vikunni vegna sprengihættu, eldglær- inga og hættulegra efna sem spýttust út í andrúmsloftið. Til að tryggja öryggi þeirra sem komu til að verða vitni að brunanum setti lögreglan upp borða, gulan að lit, sem á stendur; AÐGANGUR BANNAÐUR – LÖGREGLAN. Fjölmargir virtu hins vegar ekki lokanirnar og gengu yfir eða undir borðann eins og ekkert væri sjálfsagðara. Voru þetta bæði full- orðnir og börn. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur marg- sinnis starfað á viðlíka vettvangi þar sem loka þarf tilteknum svæðum vegna hættuástands. Lokanir í samráði við slökkvilið „Eins og menn sáu var þetta mikið umfang þarna í Skeifunni og ómeð- vitað dregst fólk að þessu. Þegar svona stór vettvangur er, eins og þessi bruni var, er nóg að gera fyrir alla að tryggja vinnufrið og öryggi á staðnum. Þetta er lokaður vett- vangur og þegar lögreglan setur upp borða, þá er aðgangur bann- aður. Við veitum slökkviliðinu ákveðið svigrúm til að vinna vinnuna sína með svokölluðum innri og ytri lok- unum. Ytri lokanir eru svæði sem við viljum ekki fá fólk inn á en al- gjörlega blátt bann er við því að fara á innra svæðið nema með sér- stöku leyfi,“ segir Ágúst. Fólk sem á myndum frá Skeifu- brunanum sást fara yfir eða undir lögregluborðann virti ekki svokall- aða ytri lokun en engin dæmi eru um að vegfarendur færu inn fyrir innri lokun. Ekkert einsdæmi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir eru sagðar af fólki sem finnst að lögregluborðinn eigi hreinlega ekki við um sig. Í desember 2012 varð bruni á Laugavegi og í fréttum eftir brunann sást fólk smeygja sér undir borða lögreglunnar og hlaupa framhjá slökkviliðsmönnum að störfum og brennandi húsinu. Á Facebook-síðu lögreglunnar eftir þann bruna sagði: „Lögreglumenn sem gættu vettvangs á Laugavegi þegar aðgerðir stóðu sem hæst vegna bruna í fjölbýlishúsi, við björgun fólks og verðmæta, mættu undarlegu viðmóti vegfarenda. Þrátt fyrir skýr merki með lokunarborð- um lögreglu „AÐGANGUR BANN- AÐUR – LÖGREGLAN“ sáu margir sig knúna til að klofa yfir eða skríða undir lokunarborða.“ Ágúst segir að þótt það sé ekkert einsdæmi að fólk virði ekki lög- regluborðann taki flestir beinum til- mælum vel og hlýði lögreglunni, þótt sumir þurfi nokkrar áminn- ingar. „Við höfum líka lent í svip- aðri hegðun varðandi umferðarslys. En það er alveg ljóst að lögreglan er ekki að leggja bíl á miðjum vegi með blikkandi ljós bara til að leika sér. Það er tilgangur með þessu og hann er að tryggja ákveðinn vett- vang, tryggja öryggi, bæði þeirra sem eru að vinna á vettvangi og þeirra sem koma á vettvang og eru utan hans. Maður veit ekki alveg hvernig það stendur á þessu. Fólki finnst þetta bara í lagi af einhverjum or- sökum. Það hugsar kannski með sér; „Ef þessi má fara þarna þá má ég það líka.“ Auðvitað getum við farið út í handtökur ef fólk er ekki að hlýða fyrirmælum lögreglu en við reynum að gera þetta í sátt og samlyndi við fólk,“ segir Ágúst. Lögreglan getur sektað fólk fari vegfarendur ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hefur það komið fyrir - það er þó mjög sjaldgæft. Þótt flestir hafi hlýtt fyrirmælum og haldið sig utan við borða lögregl- unnar voru einhverjir sem vildu komast nær. Morgunblaðið/Þórður Vegfarendur virtu ekki vinnufrið slökkviliðsins Í STÓRBRUNANUM Í SKEIFUNNI Í VIKUNNI VAR TÖLUVERT UM AÐ FÓLK HUNSAÐI LÖGREGLUBORÐA SEM VAR BÚIÐ AÐ STRENGJA Í KRINGUM VINNUSVÆÐI SLÖKKVILIÐSINS. MYNDBAND SEM SETT VAR INN Á FACEBOOK SÝNDI FÓLK, UNGA SEM ALDNA, FARA YFIR BORÐANN EINS OG HANN HREINLEGA VÆRI EKKI ÞAR. SEKT FYRIR AÐ FARA EKKI EFTIR FYRIRMÆLUM LÖGREGLU GETUR NUMIÐ ALLT AÐ HÁLFRI MILLJÓN KRÓNA. #skeifubruni varð vinsælt á Twitter, Instagram og Facebook kvöldið sem bruninn varð enda fólk duglegt að taka myndir af sér með eldinn í baksýn. Það þurfti að loka stórum hluta Skeif- unnar vegna sprengihættu. Morgunblaðið/Styrmir Kári „Lögreglan sýndi þolinmæði en þó þurftu þeir að byrsta sig við nokkra sem stóðu sem fastast, beinandi snjallsímunum í átt að eldinum,“ sagði í frétt mbl.is. Ágúst Svansson FÉSEKT FYRIR AÐ FYLGJA EKKI FYRIRMÆLUM Myndband sem Óttar Guðlaugsson birti á Facebook fékk mikla at- hygli þar sem börn og fullorðnir virtu lögregluborðann að vettugi. * Þetta er lokaður vettvangur og þegar lögreglansetur upp borða, þá er aðgangur bannaður.Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri.ÞjóðmálBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.