Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Blóðheitar ástríður Suður-Ameríku og Evr- ópu verða túlkaðar á tvennum sumartón- leikum við Mývatn nú um helgina en þeir eru á dagskrá hinnar árlegu sumartónleikaraðar. Fyrri tónleikarnir eru í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld og hefjast klukkan 21 en þeir seinni í Skútustaðakirkju klukkan 21 á sunnudagskvöld. Flytjendur eru þau Hlín Péturdóttir Behr- ens sópran, Pamela de Sensi flautuleikari og gítarleikarinn Páll Eyjólfsson. Þau flytja þekkt meistaraverk fyrir sópran, flautu og gítar frá Ítalíu, Frakklandi, Púertó Ríkó, Brasilíu og Argentínu. Einnig verður frumflutt verkið Gala eftir Steingrím Þórhallsson, tónskáld og organista Neskirkju. Listrænn stjórnandi há- tíðarinnar er Margrét Bóasdóttir. TÓNLEIKAR VIÐ MÝVATN HEITAR ÁSTRÍÐUR Pamela de Sensi og Páll Eyjólfsson koma fram ásamt söngkonunni Hlín Pétursdóttur Behrens. Chrissie Thelma Guðmundsdóttir og Glódís Margrét Guðmundsdóttir leika í Strandarkirkju. Tónlistarhátíðin Englar og menn hófst í Strandarkirkju í Selvogi um liðna helgi og boðið er upp á tónleika alla laugardaga í júlí. Í dag 12. júlí kl. 14 koma Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Glódís Mar- grét Guðmundsdóttir píanóleikari fram und- ir yfirskriftinni „Romanza“. Á efnisskrá þeirra eru hugljúf verk eftir meðal annars Sigvalda Kaldalóns, Ragnheiði Erlu Björns- dóttur, Schubert, Brahms, Chopin, Beethov- en, Sarasate og Monti. Markmið hátíðarinnar í Strandarkirkju er að bjóða upp á lifandi og vandaða tónlistar- viðburði á hinum sögufræga stað og auðga um leið tónlistarlíf á Suðurlandi. HÁTÍÐ Í STRANDARKIRKJU ROMANZA Hafdís Huld og gítarleik- arinn Alisdair Wright koma fram á stofutópn- leikum á Gljúfrasteini á sunnudag og hefjast þeir klukkan 16. Þau hyggjast flytja lög af nýjustu sóló- plötu Hafdísar, Home, í bland við eldra efni sem hún hefur hljóðritað og flutt. Hafdís Huld hóf tónlistarferil sinn ung að árum með tónlistarhópnum Gus Gus og gerði með honum tvær plötur. Árið 2006 út- skrifaðist hún úr tónlistarnámi við The Lond- on Centre of Contemporary Music í Bret- landi og hefur síðan einbeitt sér að sólóferli. Það sama ár kom út hennar fyrsta plata, Dirty Paper Cup, og Synchronised Swimm- ers árið 2009. Einnig hefur hún gefið út tvær barnaplötur, Engla í ullarsokkum og Vöggu- vísur. HAFDÍS HULD Á GLJÚFRASTEINI LÖG AF HOME Hafdís Huld Íslenski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur á sunnudaginn 13.júlí. Fjöldi safna um land allt tekur þátt í deginum og bjóðamörg hver upp á sérstaka dagskrá í tilefni hans. Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði starfsfólks á söfnum. Markmiðið með deginum er að benda á mikil- vægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum. Að venju kennir ýmissa grasa í söfnum sem taka þátt. Sem dæmi má nefna að í Hafnarborg, sem tilnefnd var til Íslensku safnaverð- launanna í ár, er boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna Um- merki sköpunar í fylgd listamanna; í Þjóðminjasafninu, sem einnig var tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna nú, eru leiðsagnir um grunnsýninguna; í Listasafni Einars Jónssonar býður starfsfólk safnsins gestum í samtal um valdar styttur á safninu; á Gljúfrasteini eru tónleikar; í Menningarmiðstöð Þingeyinga er aldarafmælissýning Héraðssambands Þingeyinga og farandsýning Þjóðminjasafnsins, Snertið ekki jörðina – leikir 10 ára barna, og í Norska húsinu í Stykkishólmi er sýningin Pixlaður tími … svo fátt eitt sé nefnt. Frekari upplýsingar má sjá á vefnum www.safnmenn.is ÍSLENSKI SAFNADAGURINN Á SUNNUDAG Sameiginleg verðmæti „Tjaldkonan“ eftir Gjörningaklúbbinn er eitt verkanna á sýningunni „Þín samsetta sjón“ í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er yfirlitssýningin „Spegill lífsins“ með ljósmyndum eftir Ragnar Axelsson frá síðustu áratugum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á ÍSLENSKA SAFNADEGINUM ER BENT Á MIKILVÆGI FAGLEGRAR VARÐVEISLU OG ÞÁ LIFANDI ÞEKKINGAR- ÖFLUN OG SKEMMTUN SEM SÖFN BJÓÐA UPP Á. Menning V iðamikil alþjóðleg myndlistar- sýning, Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur, verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 15 í Bræðsl- unni á Djúpavogi, en fiskimjöls- verksmiðjan hefur skipt um hlutverk og þar er nú vandaður sýningarsalur. Alls eiga 33 listamenn, íslenskir, kínverskir og frá Evrópu, verk á sýningunni, sem er skipulögð af Chi- nese European Art Center (CEAC). Sýningin er samvinnuverkefni Djúpavogs- hrepps og CEAC, en þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð, sem hefur höfuðstöðvar í borginni Xiamen í Kína, hefur staðið fyrir mörgum stórum sýningum þar í landi en Ís- land er fyrsta landið utan Kína þar sem stofn- unin stendur fyrir sýningu. CEAC er sjálfs- eignarstofnun sem var hleypt af stokkunum árið 1999 af Ineke Gudmundsson með stuðn- ingi eiginmanns hennar, Sigurðar Guðmunds- sonar, myndlistarmanns og rithöfundar. Þau hjón eiga hús á Djúpavogi, þar sem þau dvelja iðulega á sumrin, og þar er að finna vísi að þessu metnaðarfulla sýningarverkefni. „Hugmyndin að sýningunni kom upp fyrir rúmu ári þegar við Ineke vorum hér á Djúpa- vogi,“ segir Sigurður, sem er einn sýnend- anna. Aðrir íslenskir listamenn sem taka þátt eru Kristján bróðir hans, Ragnar Kjartans- son, Hrafnkell Sigurðsson, Sara Riel, Þór Vigfússon, Árni Guðmundsson, Rúrí, Erró og Ragna Róbertsdóttir. „CEAK er afskaplega flott stofnun sem stuðlar að menningarsamskiptum milli Evrópulanda og Kína. Fjöldi fólks kemur að starfseminni og er deild frá henni starfrækt í Hollandi,“ segir Sigurður og bætir við að allir listamennirnir sem þau hafi leitað til um þátt- töku á þessari sýningu, sem starfa flestir á al- þjóðlegum vettvangi, hafi strax samþykkt að taka þátt. Þeir sem eigi heimangengt muni vera viðstaddir opnunina í dag. Þá kemur út vegleg litprentuð sýningarskrá á íslensku, kín- versku og ensku. „Hópur fólks hefur legið yfir þessu verkefni í nokkra mánuði og nú eru verkin að koma upp á veggi og gólf hér á Djúpavogi,“ segir hann. En hvers vegna að setja upp sýningu sem þessa á Austfjörðum, á Djúpavogi? „Við Ineke eigum hér hús, sem við byggð- um að hálfu leyti, og höfum komið hingað í fjölmörg ár og kynnst fólkinu. Ineke fékk þessa hugmynd með Gauta Jóhannessyni sveitarstjóra og síðan var gengið hreint til verks. Við gengum í að finna listamenn og á ferðum mínum til Evrópu frá Kína hef ég sel- flutt verk, til að draga úr kostnaði við sýningarhaldið, á sama tíma og Djúpavogs- hreppur byggði afskaplega fínan sýningarsal í Bræðslunni. Þessi sýning er mikill menningar- viðburður, það er óhætt að segja, enda marg- reynt og fínt fólk sem sýnir.“ Hann bætir við að hluti af framkvæmdinni sé gestavinnustofa þar sem tvær hollenskar listakonur starfa nú í tvo mánuði. „Og allt er þetta til frambúðar, enda kjöraðstæður til að setja upp sýningu sem þessa. Aðstaðan er eins og best verður í öðrum borgum og lönd- um. Þegar CEAC setur upp sýningar í öðrum borgum en Xiamen er það alltaf undir yfir- skriftinni Rúllandi snjóbolti. Þetta er í fimmta skipti sem það er gert. Næstu sýningar hér verða mögulega Rúllandi snjóboltar 7 og 8, með undirtitlum, því eins og ég segi eru sýn- ingarnar til frambúðar. Það er klárt mál,“ segir Sigurður ákveðinn. Meiriháttar listviðburður Gauti sveitarstjóri segir hugmyndin að sýn- ingunni upphaflega vera hugmynd hjónanna, Ineke og Sigurðar, en sveitarfélagið hafi átt við þau afskaplega mikil og góð samskipti ALÞJÓÐLEG MYNDLISTARSÝNING, RÚLLANDI SNJÓBOLTI/5, DJÚPIVOGUR, VERÐUR OPNUÐ Í DAG „Þessi sýning er mikill menningarviðburður“ SVEITARSTJÓRINN Á DJÚPAVOGI FAGNAR ÞVÍ AÐ ÓLÍKIR MENNINGARSTRAUMAR SKULI ENN MÆTAST Í ÞORPINU. „ALLT ER ÞETTA KOMIÐ TIL AÐ VERA, ENDA KJÖRAÐSTÆÐUR TIL AÐ SETJA UPP SÝNINGU SEM ÞESSA,“ SEGIR SIGURÐUR GUÐMUNDSSON MYNDLISTARMAÐUR, EINN AÐSTANDENDA SÝNINGARINNAR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ragna Róbertsdóttir er meðal íslensku mynd- listamannanna sem taka þátt í sýningunni. Þór Vigfússon setur verk sitt upp í nýja sýningarrýminu í Bræðslunni á Djúpavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.