Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 23
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Þ
orkell Stefánsson var orðinn 24 ára þegar hann
mætti á fyrstu frjálsíþróttaæfingu sína en
hann hafði áður æft körfubolta með Geislanum
á Hólmavík og síðar Skallagrími í Borgarnesi.
„Ég æfði til 18 ára aldurs en þá hætti ég vegna
meiðsla og ætli hæðin hafi ekki haft eitthvað örlítið að
gera með það líka.“ Frá því að körfuboltaferli Þorkels
lauk og þangað til hann hóf frjálsíþróttaferil sinn seg-
ist hann lítið hafa hreyft sig. „Það má alveg segja að
ég hafi gert lítið af viti þarna í millitíðinni. Ég var orð-
inn ansi þreyttur á sjálfum mér þegar ég ákvað að
koma mér í form og reyna að verða góður í hlaupum.
Núna er ég búinn að æfa á fullu í fimm ár og sé fyrir
mér að vera í svona afreksþjálfun í tíu ár til viðbótar.“
Í dag er Þorkell hlaupari hjá ÍR og hefur best
hlaupið 400 m á 50,18 sekúndum og 800 m á 1:56,69.
Hann stundar meistaranám í ferðamálafræði hjá HÍ og
vinnur hjá Íslandsstofu auk þess að vera styrktarþjálf-
ari bikarmeistara Hauka í körfubolta kvenna og hjá
frjálsíþróttadeild ÍR. Þá er hann einn aðalfréttaritara á
frjálsíþróttasíðunni www.silfrid.is
Gælunafn: Keli og örsjaldan Bekele eða Special-K
Íþróttagrein: 400 m og 800 m hlaup
Hversu oft æfir þú á viku? 6-10 sinnum:
Sprettir 3-4x í viku og lyftingar oftast 3x.
Restin er skokk og léttar æfingar.
Hver er lykillinn að góðum árangri? Að
mæta á æfingar er númer eitt. Að taka vel
á því þegar það á við en vera samt skyn-
samur og fara ekki of geyst í æfingum. Jafn-
framt að vera jákvæður og þolinmóður þegar
hlutirnir ganga hægt eða þegar hindranir eru
á veginum. Að sjá hlutina með rétt-
um augum og vera vakandi fyrir
litlu sigrunum og ánægður með
allar bætingar, þó að þær komi í
litlum skömmtum.
Hvernig er best að koma
sér af stað? Með því að setja
sér verðugt markmið, en
það er ekki nóg því það
þarf að vera vilji og góðar
ástæður á bak við það.
Ég myndi byrja á því að
finna það út hvers
vegna mann langar að
koma sér af stað.
Maður verður líka
að passa sig að
auka magn og
gæði æfinga
hægt og rólega.
Ekki vera í neinu heilsuátaki
heldur hugsa þetta til langs
tíma.
Hvað ráðleggurðu fólki
sem vill hreyfa sig meira?
Að tala við einhvern sem
hefur náð þeim árangri
sem þú sérð fyrir þér til að
fá góðar hugmyndir. Það
er líka frábært ef maður getur fundið sér æfingafélaga
sem deilir ábyrgðinni á því að drulla sér á æfingar og
deilir líka með manni upplifunum sem verða á leiðinni.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí?
Besta „frí“ sem ég kemst í er æfingaferð til útlanda.
Ég hef eiginlega ekki tekið frí frá æfingum síðan ég
byrjaði árið 2009 en ef ég þarf að breyta þeim, til
dæmis vegna meiðsla, þá einbeiti ég mér að veikleikum
sem mig langar að bæta.
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Bæði
og, enda brenna æfingarnar í minni grein svakalegri
orku, þannig að ég þarf ekki beinlínis að passa matar-
æðið. Markmiðið er samt að verða saddur af einhverju
hollu – síðan má restin vera drasl.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Kjúk-
lingabringur nánast alla daga, helst í morgunmat.
Reyni að muna eftir lýsi og borða eins mikið brokkolí
og ég nenni. Tek alltaf prótein strax eftir æfingar.
Hvaða óhollusta freistar þín? Ís. Helst með heitri
sósu en annars þessari sem harðnar. Svo er nauðsyn-
legt að fá sér kaffi og sódavatn þar á eftir.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið?
Prófa að bæta við eða taka út einn hlut í einu og
prófa það í fyrir fram ákveðinn tíma, til dæmis
14 daga. Ef það venst og gengur vel má
breyta einhverju öðru. Taka þetta á gleðinni
og seiglunni frekar en að svelta sig og vera
pirraður.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hún
gerir mig bara smátt og smátt að betri
manni, ekki síst andlega.
Hver eru algeng mistök hjá fólki við
æfingar? Byrjendur: Að gera of mik-
ið of snemma og vilja sjá árang-
ur áður en þeir eiga hann skil-
ið, þetta á ekkert að vera
auðvelt. Lengra komnir: Að
eyðileggja endurheimt eftir
erfiðar æfingar með því að
gera léttu recovery-æfing-
arnar sem á eftir koma af of
mikilli ákefð. Sumum finnst
þeir alltaf þurfa að vera á
fullu gasi, svo að eftir ein-
hverjar vikur eða mánuði
verða þeir þreyttir, þ.e.a.s. ef
meiðsli hafa ekki enn stoppað
þetta, og halda þá að þeir séu
orðnir lélegir og þurfi að æfa ennþá
meira. Það er gildra, því að stundum
er best að hvíla og leyfa þessu að
koma af sjálfu sér.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar?
Sem hlaupari: Kim Collins, Bern-
ard Lagat, Sigurbjörn Árni,
Björn Margeirsson, menn sem
ná að halda í hraðann á löngum
ferli. Sem þjálfari: Dan John,
Gunnar Páll Jóakimsson, Vern
Gambetta, Bret Contreras,
Kelly Starrett, Elliott Hulse.
KEMPA VIKUNNAR ÞORKELL STEFÁNSSON
Aldrei of seint að byrja
Morgunblaðið/Eggert
Feitur fiskur er auðugur af D-vítamíni og ómega-3 fitusýrum og því
hollur og góður. Landlæknisembættið mælir með því að fólk borði
fisk að minnsta kosti tvisvar í viku. Með allan þennan fisk í sjónum í
kringum landið er engin afsökun fyrir því að fara ekki að því ráði.
Fiskur tvisvar í viku* „Á endanum var það vilja-styrkurinn sem tryggði sigurinn.“Joachim Löw, þjálfari þýska fótboltalandsliðsins,
eftir sigurinn á Brasilíumönnum.
Garðyrkja er hvort í senn ró-
andi og gefandi vinna sem hefur
sýnt sig að hafa jákvæð áhrif á
geðheilsu fólks. Nú hafa vísindin
staðfest góð áhrif garðyrkjunnar,
en það vill svo vel til að í jarð-
vegi er baktería sem nefnist
Mycobacterium vaccae. Hún
kemur af stað keðjuverkun í
líkamanum sem gerir það að
verkum að meira serótónín
berst til heilans, en það hefur
áhrif á skapgerð okkar og hæfi-
leikann til að læra og muna.
Niðurstöður rannsókna á þess-
um bakteríum birtust í tímarit-
inu Neuroscience og eru sönn-
un þeirrar fornu vitneskju að
garðyrkja auki hamingju og bæti
líðan okkar almennt.
Einnig hafa rannsóknir sýnt
fram á að þegar við tínum
ávexti af trjám og plöntum eða
tökum upp grænmeti úr jörðu
eykst flæði dópamíns til heilans.
Við höfum því enga afsökun
lengur fyrir því að sinna ekki
garðinum.
BÆTUM GEÐHEILSUNA
Hamingjan í garðinum
Nýlega birtist umfjöllun í The In-
dependent um ítarlega rannsókn
sænsku Karolinska-stofnunarinnar
um áhrif sólbaðs á heilsu kvenna. Í
rannsókninni var 30 þúsund konum
fylgt eftir í 20 ár og heilsufar þeirra
mælt og metið. Það kemur eflaust
einhverjum á óvart að þær konur
sem forðuðst sólina eða báru á sig
mikla sólarvörn voru í meiri hættu
á að fá alls konar sjúkdóma og
kvilla. Sólbaðsunnendur voru hins
vegar almennt við betri heilsu og þar með voru lífslíkur þeirra hærri.
Eflaust eru margar ástæður fyrir þessu en sennileg ástæða, að mati
þeirra sem komu að rannsóknni, er sú að þeir sem forðast sólina eru
um leið að forðast upptöku á D-vítamíni sem er nauðsynlegt vítamín
fyrir líkamann. Vítamínið ver líkamann fyrir ýmsum sjúkdómum og ein
besta leiðin til að taka það upp er með sólarljósi í gegnum húðina. Við
á norðurhveli þurfum líka að vera dugleg að taka inn lýsi á veturna,
þegar sólin er stutt á lofti.
SÓLBAÐ ER EKKI SVO SLÆMT
Nauthólsvíkin tilvalinn til að sóla sig.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ekki forðast D-vítamínið
Íslenskt skyr virðist
fara sigurför um
heiminn, enda bæði
gott og hollt. Í bland
við góða ávexti er það
enn betra og því tilvalið
að byrja fallegan sumar-
dag á góðum ávaxta-
og skyrdrykk. Hér eru
tvær góðar uppskriftir
að skyrdrykk í sum-
arbústaðinn eða fríið sem
eru ríkar af próteini og kol-
vetnum og hjálpa okkur að
byrja daginn með krafti. Upp-
skriftirnar eru einfaldar og allir
ættu að geta skellt í einn skyr-
drykk.
SUÐRÆNN SKYRDRYKKUR
½ lítil dós ferskju og hind-
berjaskyr
½ lítil dós jarðarberjaskyr
½ banani og sneið af an-
anas
1–2 matskeiðar kókos
SKYRDRYKKUR
MEÐ
JARÐARBERJUM
½ lítil dós vanilluskyr
½ lítil dós jarðar-
berjaskyr
½ banani
½ pera
og jarðarber eftir eigin
smekk.
GÓÐAR OG EINFALDAR UPPSKRIFTIR
Einföld og góð leið til að
byrja daginn
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum