Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 33
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
* „Treystu aldrei tölvu sem þú getur ekki hentút um gluggann.“ Steve Wozniak – annar stofnenda Apple.
Leikjatölvan Magnavox
Odyssey var fyrsta
heimaleikjatölvan
sem hægt var að
tengja við sjón-
varp. Ralph Ba-
er, sem þekktur
er sem faðir
leikjatölvunnar,
fann tölvuna
upp og kom
hún á mark-
að 1972
þrátt fyrir að
fyrsta útgáfan af
tölvunni hafi ver-
ið tilbúin fjórum ár-
um fyrr. Tölvan hafði ekkert hljóð
og grafíkin þykir í dag frekar
hlægileg. Þá var mjög erfitt að
stýra því sem þurfti að stýra.
Odyssey-tölvan náði aldrei nein-
um vinsældum enda voru ung-
menni þá enn úti að spila spila-
kassaleiki.
Á næstu árum fylgdu nokkrar
leikjatölvur en úrval leikjanna var
afar takmarkað og tölvurnar
náðu ekki almennri útbreiðslu
fyrr en 1980 þegar fyrirtækið At-
ari setti útgáfu af hinum vinsæla
spilakassaleik Space Invaders í
leikjatölvuna sína.
Árið 1985 kynnti Nintendo til
leiks Nintendo Entertainment
System eða NES til sögunnar í
Bandaríkjunum og þá varð ekki
aftur snúið. Leikir eins og Mario
Bros og Duck hunt hafa haldið
börnum og unglingum jafnt sem
fullorðnum fyrir framan skjáinn.
GAMLA GRÆJAN
Magnavox Odyssey náði
aldrei miklum vinsældum.
Fyrsta leikjatölvan í sjónvarp
Internetið hefur ekki alltaf verið við lýði. Árið
1982 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögn-
inni „Tölvunet kynnt hér á landi.“ Var þar sagt frá
ferðum tveggja danskra sérfræðinga sem höfðu
tengt saman þrjár tölvur. Eina í Landsvirkjun, eina í
Reiknistofu Háskóla Íslands og sú síðasta var í Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og tengdust þær í gegnum
símalínu í svokallað hringnet, eins og það er
orðað. Í fréttinni segir svo „Möguleikarnir
sem þetta gefur eru mjög fjölbreyttir. Má
þar nefna, að venjuleg heimili hafi út-
stöðvar og geti tengst inn á svona net með
öllum þeim möguleikum á upplýsingum og
vinnslu þeirra, sem það hugsanlega gefur. Gefur
þetta jafnvel möguleika á að menn geti flutt vinnu-
staðinn heim til sín.“
Var þetta í fyrsta sinn sem nokkurs konar netteng-
ing var sett upp hér á landi.
99,5% allra fyrirtækja á Íslandi nota
Internetið og 83,2% heimila hér á landi eru tengd
internetinu samkvæmt skýrslu OECD frá 2010. Þar
segir að Íslendingar hafi alltaf verið framarlega í
notkun á veraldarvefnum sem hófst árið 1982 þeg-
ar þessar þrjár tölvur voru tengdar saman.
Fluttu
vinnuna heim
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Dino Brun Petersen og
Bengt Breiner ásamt Eiríki
Þorbjörnssyni kynna net-
tenginguna 1982.
Bílaframleiðandinn Audi bjó til sérstaka stigatöflu í
nyrsta hverfi Brooklyn í Bandaríkjunum, Greenpoint,
við Austurána gegnt Manhattan fyrir heimsmeistara-
mótið í fótbolta. Stigataflan er úr 28 Audi A8-bílum.
Framljós A8-bílsins þykja mjög vel heppnuð og var
því ákveðið að tengja alla bílana saman og sýna stöðuna í
leikjunum með því að nota framljósin.
Audi bjó til stigatöfluna úr 42 gámum. Sjö láréttar
raðir voru og sex lóðréttar. 14 gámar standa tómir.
Áhuginn á fótbolta er orðinn mikill í Bandaríkjunum
og segja kunnugir að hann sé miklu meiri en þegar
keppnin var haldinn í landinu 1994. Landið er nánast
orðið fótboltabrjálað og leiðarahöfundar stórra dagblaða
vestan hafs keppast við að skrifa um keppnina. Þá birt-
ast myndir af Bandaríkjamönnum samankomnum á
torgum og leikvöllum í þúsundatali á samfélagsmiðlum
sem og alþjóðlegum fréttaveitum.
„Við völdum þennan stað því þetta sést svo vel frá
Manhattan. Fólk hefur þakkað okkur fyrir því við
slökkvum ekki strax eftir leik heldur leyfum úrslitunum
að standa,“ sagði Andrew Lipman, talsmaður Audi í
Bandaríkjunum, í samtali við CNN.
HÖNNUN OG UPPFINNINGAR
Stigataflan skín yfir Austurána í Brooklyn hverfi.
Stigatafla úr
28 bílum
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
Laugavegi 182
Virka daga 10-18 | Laugardaga 12 - 16 | Sími 512 1300
iPadWiFi
Verðfrá:49.990.-
iPad3G/4G
Verðfrá:79.990.-