Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 38
Fjármál
heimilanna
Miklir flutningamánuðir
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Eyþór
Margir
flytja í lok
sumars. *Leigjendur sem hyggja á flutninga ættu að verasérstaklega vakandi fyrir húsnæðismöguleikum íágúst og september, en þessa tvo mánuði ársinsvirðist fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúð-arhúsnæði ná hámarki. Ætti því að eiga von ábæði fleiri lausum íbúðum á þessum tíma, þegarleigjendur færa sig milli staða, en líka meiri sam-
keppni um íbúðirnar enda margir að leita. Þriðji
umfangsmesti mánuðirinn er svo janúar.
Sumarið er annatími hjá GuðbrandiBenediktssyni, sagnfræðingi ogsafnafræðingi, en hann er nýskip-aður safnstjóri Borgarsögusafns
Reykjavíkur, sem sameinar Árbæjarsafn,
Landnámssýninguna í Aðalstræti, Ljós-
myndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið og
Viðeyjarsafn.
Hvað eruð þið mörg í heimili?
Við erum fimm í fjölskyldunni og búum í
hinu frábæra hverfi Ártúnsholti. Rakel
Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur er eigin-
kona mín, svo eru það börnin Arnheiður
Erla, verðandi menntskælingur, Benedikt
sem er í Árbæjarskóla og Brynja Kristín í
Ártúnsskóla.
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
Það er að sjálfsögðu alltaf til lýsi, mjólk,
ostur og ávaxtasafi. Já, og haframjöl.
Hvað fer fjölskyldan með í
mat og hreinlætisvörur á viku?
Ætlir það séu ekki um 40-50 þúsund að
jafnaði.
Hvar kaupirðu helst inn?
Helst fer ég í Krónuna. Það er svo langt að
fara suður í Fjarðarkaup, þó að ég haldi
mikið upp á þá búð frá því að ég bjó í
Garðabæ í fyrndinni.
Hvað freistar helst
í matvörubúðinni?
Maxi popp, sælkeraólífur og svo sushi, en
maður getur fengið alveg prýðilegt sushi í
Krónunni.
Hvernig sparar þú
í heimilishaldinu?
Fjölskylda mín er mjög samheldin og íhalds-
söm á hefðir. Við förum alltaf til foreldra
minna í sunnudagssteik. Fyrir utan gleði og
ánægju sem það veitir hefur það reynst afar
ekónómískt.
Hvað vantar helst á heimilið?
Það er fátt sem mér dettur í hug. Vissulega
mætti vera meiri sól í garðinum svona al-
mennt þetta sumarið en við því er fátt að
gera.
Eyðir þú í sparnað?
Já, ég reyni að leggja eitthvað fyrir og svo
að eyða sem mestu í eitthvað uppbyggilegt
og skemmtilegt, sem sparar áhyggjur, svekk-
elsi og leiðindi.
Skothelt sparnaðarráð?
Það er auðvitað afar gagnlegt og hverjum
manni hollt að koma í heimsókn á Árbæj-
arsafn og kynnast lífi og kjörum fólks á ár-
um áður, m.a. neyslu og húsakosti. Þannig
geta menn sett eigin tilveru í ákveðið sam-
hengi.
Fyrir utan gagnsemina er heimsókn á
safnið ákaflega skemmtileg. Og svo má auð-
vitað spara sér stórfé með því að kaupa
Menningarkort og vera fastagestur á söfn-
um borgarinnnar.
GUÐBRANDUR BENEDIKTSSON SAFNSTJÓRI
Steik hjá foreldrunum alla sunnudaga
Úti í verslun er það Maxi-poppið sem
Guðbrandur þarf að varast.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Að mati Aurapúkans eru Íslend-
ingar of feimnir við að prútta og
semja um sín reglulegu útgjöld. Eitt
besta sparnaðarráðið sem Púkinn
getur veitt er einmitt að taka upp
símann og hringja í bankann,
greiðslukortafyrirtækið, trygginga-
félagið eða símafyrirtækið og biðja
um betri kjör, tilboð eða afslætti.
Aurapúkinn skoðaði t.d. trygg-
ingamálin sín nýverið og sá að ann-
að félag var að bjóða betri kjör.
Púkinn tók upp símann og næsta
dag var gamla tryggingafélagið hans
búið að jafna kjörin og gott betur.
Einnig átti Púkinn í vandræðum
með að borga inn á greiðslukort
fyrr á árinu. Hann hringdi inn,
mætti þar miklum skilningi og fékk
að sleppa við sektir og gjöld sem
ella hefðu bæst við skuldina.
Það sakar ekki að reyna og tíma-
kaupið getur verið heldur betur
gott fyrir stutt símtalið.
púkinn
Aura-
Sparað með
einu símtali
H
vað gæti verið meira
virði en peningar?
Samkvæmt nýlegri
breskri könnun eru það
góð samskipti við vinnufélaga og
yfirmann og viðráðanlegt ferðalag
milli heimilis og vinnustaðar.
Bresku endurskoðendasamtökin
AAT framkvæmdu rannsókn þar
sem rýnt var í þá þætti sem helst
eru taldir líklegir til að hafa áhrif
á starfsánægju fólks og ákvarðanir
þeirra á framabrautinni. Spyrj-
endur ræddu við tvö þúsund
manna úrtak og komust m.a. að
því að upphæðin á launaseðlinum
ræður ekki öllu um hversu ham-
ingjusamt fólk er í starfi.
Leiddi könnunin í ljós að átta af
hverjum tíu svarendum sögðust
myndu segja nei við ríflegri launa-
hækkun ef betri launum fylgdi að
þurfa að vinna með óviðkunnan-
legu fólki eða í óskemmtilegu um-
hverfi. Reyndist samstarfsfólkið
mikilvægasti áhrifaþátturinn fyrir
starfsánægju. Settu svarendur líka
eðli starfsins og jákvætt samband
við yfirmanninn ofar launum.
Sömuleiðis var svarendum mikil-
vægt að þurfa ekki að eyða of
miklum tíma í að komast til og
frá vinnu.
Álag og umbun
Fjallar Daily Mail um niðurstöður
rannsóknarinnar og bendir m.a. á
að í ljós kom að margir svarenda
höfðu hafnað betur launuðu starfi
sem skert hefði frítíma og sam-
verustundir með fjölskyldu-
meðlimum. Þriðjungur svarenda
sagðist hafa sagt vel borguðu
starfi lausu, ýmist því þeim þótti
kjörin ekki bæta upp fyrir aukið
álag, yfirmenn sýndu ekki að störf
þeirra væru vel metin, eða vinnan
hætti að verða skemmtilega krefj-
andi.
Þá sögðust aðeins 15% svarenda
óánægð í starfi, aðallega vegna
eðlis vinnunnar eða vegna þess að
þeim þætti yfirmaðurinn ekki
meta þá að verðleikum.
Aðrar áherslur vestanhafs
Áhugavert er að bera þessa nið-
urstöðu könnunarinnar saman við
rannsókn sem gerð var í Banda-
ríkjunum fyrr á þessu ári, af
rannsóknafyrirtækinu Vision Criti-
cal. Þar kom í ljós að fimmtungur
svarenda var óhamingjusamur í
starfi. Svarendur vestanhafs sögðu
starfsumhverfið og jafnvægi einka-
lífs og vinnu skipta mestu fyrir
starfsánægjuna en launin komu í
þriðja sæti. Þar á eftir fylgdi að
fá að vinna við það sem maður
hefur yndi af, starfsöryggi og
staðsetning vinnustaðarins.
Spurðir hvers vegna þeir myndu
íhuga að skipta um starf sagðist
51% bandarískra svarenda ekki fá
nógu vel greitt en ríflega 30%
sögðust tilbúin að hugsa sér til
hreyfings því starfið byði ekki upp
á að færast upp og áfram.
ÁHUGAVERÐAR NIÐURSTÖÐUR BRESKRAR KÖNNUNAR
Taka starfsánægju
fram yfir hærri laun
BRETAR VILJA GÓÐA VINNUFÉLAGA OG ÞÆGILEGAR SAMGÖNGUR TIL VINNU. Á MEÐAN VIRÐAST BANDARÍSKIR
LAUNAMENN LEGGJA MEIRI ÁHERSLU Á LAUNIN OG VERA ÓHAMINGJUSAMARI Í STARFI.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Að finna rétta starfið snýst ekki bara um launin. Mynd úr safni frá bifvélaverkstæði.
Morgunblaðið/Kristinn