Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 25
Teiknarinn og fatahönnuðurinn Linda Jóhannsdóttir hannar og teiknar undir merkinu Pastelpaper. Linda gaf nýverið út skemmtilega línu af póstkortum, sem eru skreytt teikningum af íslenskum fuglum, svo sem lunda, kríu, lóu, æðakóngi og mávi. Kortin eru tilvalin utan á gjaf- ir en koma einnig vel út í mynda- ramma uppi á vegg. Póst- kortin fallegu eru eftir- prent af portrett- myndum af fuglum sem Linda seldi í tak- mörkuðu upplagi. Áhugi fólks á myndunum leyndi sér ekki og því geta eflaust margir glaðst nú þegar myndirnar eru fáanlegar á póst- kortum. Kortin fást meðal annars á Facebook-síðu Pastelpaper, í Hrím Hönnunarhúsi, á www.snuran.is, á Árbæjarsafni og í Hafnarhúsi. Linda útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013, en listsköpun hennar er hægt að skoða og fylgjast með á slóðinni www.facebook.com/ pastelpaper. Fuglar á póstkort 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Eflaust kannast margir við Kubus-kertastjak- ann, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal fagurkera undanfarið. Það var danskur maður að nafni Mogens Lassen sem hannaði kertastjak- ann, sem heldur fjórum kertum. Lassen vann lengi að kertastjakanum áður en hann afhjúpaði hann og setti á markað árið 1962. Lassen var lesblindur en skilningur hans á hlutföllum og stærðfræði var óaðfinnanlegur og þessi hæfileiki hans er auðsjáanlegur í hönnun hans. Kubus- kertastjakinn fæst í nokkrum litum og þá er einnig hægt að fá Kubus-skál. Skálin er, líkt og kertastjakinn, mínimalísk og einstök í útliti og er byggð á upprunalegum skissum Lassen, en hún kom mun seinna á markað en kertastjakinn. Skálina er hægt að nýta undir hvað sem er, svo sem blóm, sælgæti og ávexti. Skálin fæst í nokkrum litum líkt og Kubus-kertastjakinn, en nýverið varð hún fáanleg í verslunum Epal í koparlit. Þessi skál er fáanleg í verslunum Epal. Hönnun Lassen er vinsæl KLASSÍK FRÁ DANMÖRKU Kubus kertastjakinn kom á markað árið 1962. Það eru eflaust margir sem glíma við það vandamál að hafa ekki nægi- legt pláss heima hjá sér. Slíkt pláss- leysi getur skapað óreiðu og ónota- legt andrúmsloft. Ef þú vilt nýta plássið á heimilinu betur er tilvalið að mála alla veggi í björtum lit, skreyta þá með stórum speglum og skipuleggja allt smádót í fallega geymslukassa sem gleðja augað. Lýsing rýmisins hefur einnig mikið að segja og því er sniðugt að fjar- lægja gluggatjöld og leyfa þannig ljósinu að flæða um rýmið. Ljósið gerir það að verkum að rýmið virðist opnara og þar af leiðandi stærra. Rýmið stækkað Þetta flotta geymslubox er hentugt undir smádót, það fæst í Ilvu. Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is HEIMILISTÆKJADAGAR Í 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.