Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 28
G amla vegasjoppan við mót Snæfellsnes- vegar og Vatnaleiðar í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi var gædd nýju lífi þegar Sig- rún Erla Eyjólfsdóttir og eiginmaður hennar Gabríel Franch komu inn í reksturinn sem er í eigu foreldra Sigrúnar, Hrefnu Birkisdóttur og Eyj- ólfs Gísla Garðarssonar. „Eftir að við komum heim frá Barcelona í fyrra ákváðum við að koma inn í reksturinn ásamt foreldrum mínum. Breytingar urðu á rekstrinum 3. apríl 2014 en þá opnuðum við hótel og breyttum gömlu vegasjoppunni í alvöru veitinga- og kaffihús. Í dag heitir staðurinn Rjúkandi og er vel staðstettur nærri helstu stöðum á Snæfellsnesi,“ segir Sigrún, sem leggur mikið upp úr því að nota gæðahráefni úr sveitinni í kring. „Það sem við höfum upp á að bjóða er góður matur og okkar mottó er að vinna með eðalhráefni, beint frá bónda. Við erum í samstarfi við fólkið í kringum okk- ur með að fá úrvalshráefni og vinnum mikið með það sem hægt er að fá hér í héraði. Við bjóðum því upp á ferskt og gott íslenskt hráefni sem er eldað í Miðjarð- arhafsstíl enda með snilldarkokk frá Barcelona.“ Vinsælasti réttur staðarins að sögn Sigrúnar er fiskisúpa Rjúkandi; úr skarkola og þorski, tómötum, papriku, fersku chili, engifer, kókos- mjólk og rjóma. Síðan er hún borin fram með nætursöltuðum þorski, hver getur staðist slíka freistingu? „Einnig erum við með grillað lamba- kjöt; þorsk úr Breiðafirðinum borinn fram með sætum kartöflum og Miðjarðarhafsdressingu; vistvænt ræktað salat frá ræktunarstöðinni Lága- felli og fleira.“ Á kaffihúsinu má svo finna eitt besta kaffi landsins og mætti halda að það kæmi beint úr kaffivélunum í Barcelona. Kaffið í bland við kök- urnar gerir það vel þess virði að líta inn á Rjúk- anda. „Við bjóðum upp á heimabakaðar kökur sem mamma bakar og amma, þannig að allar kökur eru bakaðar af ástríðu. Á kaffihúsinu er- um við einnig með smurt brauð og leggjum mikla áherslu á að hafa allt ferskt og gott. Við erum með alvöru espresso-kaffivél þannig að við bjóðum upp á eðalkaffi sem viðskiptavinurinn er mjög ánægður með.“ HEIMABAKAÐAR KÖKUR, KAFFI OG SUÐUREVRÓPSKIR RÉTTIR Miðjarðar- hafsstemning á Snæfellsnesi Í GAMALLI VEGASJOPPU Á SNÆFELLSNESI ER NÚ RISIÐ HÓTELIÐ, VEITINGASTAÐURINN OG KAFFIHÚSIÐ RJÚKANDI. ÞAR ER BOÐIÐ UPP Á EÐALKAFFI, MIÐJARÐARHAFSRÉTTI ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI OG HEIMABAKAÐAR KÖKUR ÚR SVEITINNI. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is KAKAN 4 egg 2 dl sykur 200 g suðusúkkulaði 200 g smjör 1 dl hveiti SÚKKULAÐIBRÁÐ 150 g 70% suðusúkkulaði 70 g smjör 2 msk agavesíróp Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Þeytið saman egg og sykur. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og bætið hveitinu varlega saman við. 26 cm hringlaga form er smurt og klætt með bökunarpappír og deigið sett í. Bakað við 170°C í 27 mín. Kakan er tekin úr forminu og sett á disk og kæld í 1 klst. Þá er súkku- laðibráðinni smurt á. Gott er að bera fram ís eða rjóma með kökunni. Frönsk Jules Verne-súkku- laðikaka Girnilegir réttir af mat- seðli Rjúkandi en þar er að finna kökur, kaffi og Miðjarðarhafsrétti úr íslensku hráefni. Matur og drykkir Kaffi og te fyrir hjartað Morgunblaðið/Styrmir Kári *Árið 2010 var birt rannsókn í Journal of the Am-erican Heart Association um neyslu tes og kaffis.Þar kom fram að nokkrir bollar af te á dag drægjuúr líkum á hjartasjúkdómum. Rannsóknin, sem erhollensk, komst einnig að þeirri niðurstöðu aðtveir kaffibollar á dag gætu dregið úr líkum áhjartasjúkdómum um tuttugu prósent. Reykingar og hreyfingarleysi ásamt kaffi- og tedrykkju geta þó eytt öllum ávinningi af drykkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.