Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 20
H versu oft á dag stendur þú sjálfa/n þig að því að týnast í völundarhúsi eigin hugs- ana? Eina stundina erum við hér, einbeitt í líðandi stund, þá næstu erum við horfin inn í þoku æskuminninga, eða hugsanir um það hvort við gleymdum að læsa útidyrunum í morgun, eða tilfinningar á borð við hræðslu eða tilhlökkun, eða framtíðaráform og óræðar væntingar, eða sígild- ar hugleiðingar um skoðanir annarra á okkur. Fyrir 2.500 árum lýsti Búdda þeirri hneigð mannsandans að ráfa stefnulaust um í eirðarleysi sínu sem „öpum andans“ (e. monkey mind). Með því átti hann við að mannshugurinn væri eins og apahjörð sem sveiflaði sér stöðugt áfram milli trjágreina og staldraði aðeins stutt við í einu til þess að klóra sér. Aparnir þvaðra daginn út og kalla á athygli okkar – Ótti er sá api sem hefur hvað hæst og berst við að sannfæra okkur um allt það sem gæti mögulega farið úrskeiðis. Mannshugurinn getur að sögn farið í gegnum mörg þúsund hugsanir á einum sólarhring. Á sama tíma fram- kallar samtíminn sífellt meira ónæði og truflanir – öll afþreying er í dag tafarlaus – og því kannski ekki að undra að mörgum reynist erfitt að finna sálarfrið. Talið er að heilastarfsemi okkar verði fyrir allt að sjöfalt meira utanaðkomandi áreiti en forfeðra okkar. Hver maður finnur hamingjuna innra Búddistar trúa því hins vegar að hver maður geti fundið hamingju og frið innra með sér. Leitin að henni felist ekki í því að öðlast eitthvað nýtt – til dæmis skó eða nýjan snjallsíma – heldur sé hamingjuleitin af- hjúpunarferli þar sem flett sé ofan af því sem stendur hamingjunni í vegi. Það séu hegðunarmynstur og við- brögð, sem eiga rætur að rekja til óöryggis og ótta, sem hylji okkar sanna eðli. Þú ert leiðin, sagði Búdda, og átti þar við að hamingju og sann- leika væri ekki að finna að utanverðu. Búdda virðist hafa verið afar vitur kennari og áttað sig vel á þeim sálrænu vandamálum sem fylgja mannlegri tilveru. Hann benti nem- endum sínum á að gagnslaust væri að reyna að berjast við apana eða flæma þá á brott, þess í stað væri lykillinn að árangri að þjálfa hug- ann með skipulagðri hugleiðslu, einbeita sér að djúpri öndun og róa hann þannig smám sam- an. Þannig væri hægt að sefa apana friðsamlega og temja þá til undirgefni. Að ná tökum á öpum andans getur reynst stórkostlega öflugt úr- ræði til þess að horf- ast í augu við ótta og kvíða. Til að byrja með er gott að reyna að fylgjast með hegð- un apanna, átta sig á því hvað þeir segja og hvað þeir vilja – ekki síst hræðsluapinn. Að tileinka sér reglulega hug- leiðslu og æðruleysi gagnvart eigin hlutskipti, að tala á upp- byggilegan hátt við sjálfan sig og reyna að breyta lærðum viðbrögðum sínum getur gert kraftaverk í baráttunni við óttann. Að ná tökum á öpum andans getur reynst öflugt úrræði til þess að horfast í augu við ótta og kvíða. HNEIGÐIR MANNSHUGANS GETA REYNST ILLVIÐRÁÐANLEGAR Temdu apa hugans BÚDDA LÍKTI STJÓRNLAUSUM HUGSUNUM UM KVÍÐA OG ÓTTA VIÐ APAHJÖRÐ SEM SVEIFLAR SÉR MILLI TRJÁGREINA. HÆGT ER AÐ KYRRA HUGANN MEÐ ÞJÁLFUN. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Heilsa og hreyfing Morgunblaðið/Eva Björk *Laugavegshlaupið fer fram í 18. sinn laugar-daginn 12. júlí. Hlaupið er 55 km utanvega-hlaup. Laugavegurinn tengir saman Land-mannalaugar og Þórsmörk á sunnanverðuhálendi Íslands, tvær sannkallaðar náttúru-perlur. Göngugarpar eru venjulega 4 daga áleið sinni um Laugaveginn en hlaupararnir sem fara hraðast fara leiðina á 4-5 klukku- stundum. Fylgstu með Laugavegshlaupinu Morgunblaðið/Eva Björk AFP Ráð til að kyrra hugsanir Hægt er að tileinka sér ýmis ráð til þess að binda múl á apana. 1. Iðkum núvitund og hugleiðslu. Reynum að lifa í augnablikinu, staðsetja hugann á sama stað og líkamann. Sleppum fortíðinni og reynum ekki að stjórna framtíðinni. Öndum að okkur ferskleika íslenska sumarsins, tökum okkur tíma í að finna bragð af matnum sem við neytum í dag. Leitum að fegurð í umhverfi okkar – meira að segja verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru fallegar ef við nálgumst þær með réttu hugarfari. 2. Við stjórnum viðbrögðum okkar. Við höfum takmörkuð áhrif á það hvað gerist í lífi okkar en hins vegar höfum við ákveðið vald yfir viðbrögðum okk- ar. Orsök kvíða felst oftar en ekki í skynjun okkar á vanda- máli en ekki í vandamálinu sjálfu. Hvað er það versta sem gæti gerst? Er það virkilega svo hræðilegt þegar allt kemur til alls? 3. Allir þarfnast hvíldar, andlegrar sem líkamlegrar. Hugurinn þarf hvíld eins og líkaminn. Einfaldar og litlar at- hafnir eins og göngutúr geta haft hreinsandi áhrif á andlega líðan. 4.Hugleiðsla. Búdda hélt því fram að hugleiðsla væri lykillinn að því að losna undan kvíða og ótta. Einföld hugleiðsla getur til dæm- is falist í því að vera einn í kyrrð með sjálfum sér og einfald- lega fylgjast með hugsunum sínum án þess að dæma þær sem fljóta upp á yfirborðið. Morgunblaðið/Ómar ÆÐRULEYSI OG YFIRVEGUN Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.