Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 32
Æfingamælum fjölgar enn á markaði og fyrir stuttu kynnti Samsung slíkan mæli, Samsung Gear Fit, sem er, eins og nafnið gefur til kynna, náskylt Samsung Gear-snjallúrunum, en öllu nettara og ætlað fyrir annars konar notkun. Eðli málsins samkvæmt er skjárinn lítill, ekki nema 1,84“ og upplausnin 128x432 pixel. Skjárinn er bogalaga og mælirinn fellur því vel að úlnliðnum. Eins og getið er tekur mælirinn við boðum frá símanum ef hringt er í hann og hægt að svara með sms eða hafna símtali. Því til viðbótar er í mælinum púlsmælir, sem virk- ar merkilega vel, skrefamælir, æfingaforrit fyrir kraftgöngu eða hlaup, en líka hægt að velja stillingar fyrir hjólreiðar og fjallgöngur. Líka er hægt að nota tækið sem svefnmæli. Við prófanir virkaði tækið eins og til stóð, sáraeinfalt að taka það í notkun, aðeins þurfti að sækja viðeigandi hugbúnað í símann og fljótlegt að tengjast. Mér fannst það líka fara vel á hendi, fann lítið sem ekkert fyr- ir því, en fer kannski eftir sverleika úln- liðs. Skjárinn á Gear Fit er frábær, ótrúlega bjartur og skemmtilegur boginn AMO- LED-skjár, en skýrir rafhlöðuendinguna því samkvæmt Samsung á rafhlaða að endast í þrjá til fjóra daga og jafnvel leng- ur eftir notkun, sem er ekki mikið ef litið er til æfingamæla almennt. Það er hægt að stilla hann svo að tækið takið ekki við símtölum, sem eykur endinguna umtals- vert, þ.e. ef það er mikið símastúss á annað borð. Sjálfur mælirinn, að slepptu armbandi, er 23,4x57,4x11,95 mm og 27 grömm. Rétt er að taka það fram að Samsung Gear Fit virkar bara með Samsung-símum. Samsung Gear Fit kostar 39.990 kr. í netverslun Nova. ÆFINGAMÆLIR FRÁ SAMSUNG Mælir með bognum skjá Græjur og tækni Harley á rafmagnsmarkaðinn Los Angeles Times *Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidsson hefur kynnt raf-magnsmótorhjólið sitt LiveWire sem á að koma á götur heims-ins á næsta ári. Þetta verður í fyrsta sinn sem Harleyhljóðið mun ekki heyrast í hjólum frá fyr-irtækinu. Time tímaritið birti fyrstumyndina af hjólinu í júní tölublaðinusínu. Samkvæmt umfjöllun tímaritsins mun hjólið komast í 100 kílómetra hraða á undir fjórum sekúndum. Það er ekki mikið mál að byrja að hjóla og þarf ekki flók-inn eða dýran búnað. Hægt er að kaupa þokkaleg hjól áþokkalegu verði og er fljótt að borga sig að hjóla í vinnu eða skóla, hvort sem það er metið í minni eldsneytiskostnaði eða meira heilbrigði. Fljótlega langar flesta, ef þeir fá hjóla- bakteríuna á annað borð, að græja sig aðeins upp, fá sér betra hjól með betri búnaði, smellupedala og -skó, sérstakan hjóla- fatnað og svo er það allt hitt – ljós og mælar og myndavélar. Garmin hefur verið í fararbroddi í GPS-tækni lengur en elstu menn muna og heldur enn velli og vel það þótt komnar séu GPS-flögur í alla farsíma. Garmin selur þó ekki bara GPS-tæki fyrir göngufólk og bíla heldur eru þau fáanleg í óteljandi stærðum og útfærslum fyrir mismunandi notkun, hvort sem það er fyrir mótorhjól, flugvélar, sundæfingar, golfara eða siglingar. Í þeirri fjölbreyttu flóru er Garmin Edge 1000 hjólatölvan, sem kom á markað fyrir stuttu. Ég hef áður fjallað um Garmin- hjólatölvu á þessum stað, Garmin Edge 810, en þó að græjurnar séu áþekkar að mörgu leyti (og ég mæli hiklaust með Edge 810 sem enn er fáanleg) hefur 1000-týpan umtalsvert fram yfir forverann og ekki bara það að hún er með mun stærri skjá. Edge 1000 kostar 89.900 kr. en pakki með hjólatölvunni og ýmsum mælum kostar 98.900 kr. Skynsamlegast finnst mér að kaupa eina með öllu, enda eru í pakkanum þá hjólatölvan sjálf, púlsmælir og ól til að spenna um bringuna, hraðamælir og snúningshraðamælir (cadence-mælir). Síðastnefnda fyrir- bærið hljómar kannski ekki forvitnilegt við fyrstu sýn en er að mínu viti einn helsti kosturinn við pakkann. Málið er nefnilega það að framan af hjólaæðinu keppast menn sem mest við hraða og þá skiptir öllu að vera með hraðamæli, en átta sig svo á að fleira skiptir máli, þar á meðal snúningshraðinn, sem skiptir verulegu máli, enda gefur rétti snúningshraðinn besta orkunýtingu og því mesta úthaldið, aukinheldur sem hann minnkar líkurnar á álagsmeiðslum. Skjárinn á Edge 1000 er ekki bara stærri en á fyrri gerð- um, það er líka önnur tækni á bak við hann sem gerir hann nákvæmari en líka ónákvæmari, ef svo má segja. Skjárinn á Edge 810 var áþekkur því sem tíðkaðist á fyrstu gerðum snertiskjáa, þ.e. þunnt lag ofan á skjánum en skjárinn sjálfur gaf eftir, en skjárinn á Edge 1000 byggir á raf- þéttum sem skynja yfirborðsspennu. Slíkir skjáir, sem eru almennt notaðir á farsíma og spjaldtölvur í dag, eru nákvæmari og betri, en eðli málsins samkvæmt er erfiðara að nota þá í vot- viðri eða með hanska. Að því sögðu virkaði Edge 1000-skjárinn mjög vel fannst mér, nóg af rigningu til að prófa hann (varla þarf að taka fram að græjan er vatnsþétt og höggvarin), og þó að ég væri með hanska var auðvelt að velja allar helstu stillingar og fletta á milli síðna. Birtustilling er líka sjálfvirk þannig að skjárinn varð bjartari þegar hjólað var í gegnum undirgöng og dofnaði svo sjálfkrafa. Í græjunni eru innbyggð kort úr OpenStreetMap- kortagrunninum, sem er býsna góður, en hingað til hefur Garmin alla jafna stuðst við kort frá Navteq (sem Nokia keypti fyrir nokkrum árum). Kortin eru alla jafna mjög góð, væntanlega ekki eins góð á fáförnum slóðum, en með götum og hjólastígum og geymd er í tækinu svo að ekki þarf net- eða símasamband til að átta sig á því hvar maður er staddur eða hvert á að halda. Maður getur líka sótt sér leiðir á tcx-sniði og sett inn, til að mynda á vefsíður eins og Ride with GPS eða Map My Ride, en þar má finna aragrúa af hjólaferðum um allan heim. Skemmtileg viðbót er að geta slegið inn hversu langur túr- inn á að vera og tækið leggur til þrjá mismunandi hjólahringi eftir því hvar maður er staddur og gefur að auki ýmsar upp- lýsingar um leiðirnar eins og hækkun og viðlíka. Einnig er hægt að setja inn ferð með viðkomustöðum, þ.e. ekki bara með upphafs- og endapunkti. Hægt er að senda upplýsingar úr tæk- inu í gegnum þráðlaust net eða USB- snúru og svo getur hún líka talað við far- síma með Bluetooth og þannig til að mynda leyft áhugasömum að fylgjast með hvar maður er staddur hverju sinni. Eins og Garmin er siður er sáraein- falt að setja mælana á, það þurfti reyndar smá lagni við að spenna hraða- mælinn á nöfina á afturhjólinu, enda erfitt að athafna sig inni á milli tein- anna á afturhjólinu (hægt er að hafa mælinn á framhjólinu en nákvæmara að hafa hann að aftan), en mjög fljótlegt að festa snúnings- hraðamælinn á sveifina (pedalann) – þurfti bara að velja rétta stærð af teygju. Það er líka auðvelt að festa mælinn á stýrið með teygjukerfinu sem Garmin hefur stuðst við um hríð, en líka fylgir með armur sem hægt er að festa tækið á ef þörf krefur. Þó að lykilatriði við Edge 1000 sé auðvitað GPS-tæknin er líka hægt að nota það innan dyra, til að mynda á æfingahjól- inu heima. Þá er auðvitað slökkt á GPS en allt annað í gangi, púls-, hraða- og snúningsmælir eftir því sem við á. EIN MEÐ ÖLLU FYRST KEMUR HJÓLIÐ, SVO HJÓLAFÖTIN OG SVO ALLT HITT, ÞAR Á MEÐAL HJÓLA- TÖLVA EINS OG GARMIN EDGE 1000 SEM GERIR KLEIFT AÐ SKRÁ HJÓLATÚRINN; LEIÐINA, HRAÐANN, HÆKKUNINA, AFLIÐ, PÚLSINN, SNÚINGSHRAÐANN, HITANN OG REYNDAR NÁNAST HVAÐ SEM ER. * Ekki er langt síðan Shimano kynnti rafeindaskiptinu fyrirreiðhjól, Di2, og þó Edge 1000 geti aðeins lesið upplýsingar frá skiptingunni má gera ráð fyrir að hún, og fleiri reið- hjólatölvur, muni geta stýrt henni í fyllingu tímans og þá er maður kominn með sjálfskiptingu á hjólið sem getur til að mynda haldið tilteknum snúningshraða eða átaki. . * Skjárinn er 3" og græjan öll 5,8x11,2x2,0 sm að stærðog 144 g að þyngd. Hægt er að hafa skjáinn ýmist lóðréttan eða láréttan. Rafhlaðan endist að sögn allt að fimmtán tíma, en fer væntanlega eftir stillingum og notkun.. Hægt er að stilla birtu á skjánum eða hafa sjálfvirka birtustillingu. * Ekki er bara hægt að senda gögn úr tæki í síma í gegn-um Bluetooth heldur getur tækið líka látið vita ef það er hringt í símann og eins birt SMS, það er að segja ef síminn er iPhone. Þessi viðbót er víst væntanleg fyrir Android-síma og því gat ég ekki prófað hana, en notagildið er augljóst. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.