Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014
BÓK VIKUNNAR Stúlkan frá Púertó Ríkó eftir Esmeröldu
Santiago er áhugaverð örlagasaga sem er á metsölulista Ey-
mundsson.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
U
ggur – brot úr ævi er ný bók
eftir Úlfar Þormóðsson en
þar segir hann meðal annars
frá mótlæti sem hann upplifði
þegar handriti hans var hafn-
að af útgáfuforlagi, rifjar upp ýmiss konar
minningar og fjallar um þjóðfélagsmál og
pólitík.
Bókin er skrifuð í fyrstu persónu, nánast
eins og dagbók, og þar ertu meðal annars að
fjalla um gríðarlega sár vonbrigði þegar
handriti eftir þig var hafnað. Hvernig
vannstu þessa bók?
„Ég hélt dagbók, það var mín aðferð við
að halda áfram að skrifa, því ég vildi skrifa
þótt ég gæti það ekki. Ég skrifaði eitthvað á
hverjum degi og þegar þessir 69 dagar sem
ég hélt dagbókina voru næstum því liðnir
ákvað ég að líta yfir skrifin og athuga hvort
ekki væri hægt að gera úr þeim bók.“
Var þetta fyrsta handritið eftir þig sem
hefur verið hafnað?
„Nei, en þegar ég fékk höfnun áður þá
skynjaði ég að það var ekki vegna innihalds-
ins heldur lágu þar að baki aðrar ástæður
sem gerðu að verkum að viðkomandi ein-
staklingur sagði nei. Í þessu tilviki var það
ekki þannig því handritið þótti einfaldlega
ekki nógu gott. Það varð til þess að ég fyllt-
ist talsverðri örvinglan.“
Um hvað fjallaði handritið sem bóka-
forlagið hafnaði?
„Það litla sem ég vil segja er að ég var
þar að fjalla um siðleysi. Ástæðan fyrir því
að ég áttaði mig á því að dómarinn sem gaf
verkinu falleinkunn hafði rétt fyrir sér var
þegar ég var kominn frá verkinu, horfði á
það utan frá og sá að um var að ræða alltof
langa blaðagrein. Löng blaðagrein er vond
en of löng blaðagrein í bók er afar vond.
Þú kemur víða við í bókinni. Þú segir til
dæmis frá því að þú heimsóttir Bobby Fisc-
her og óneitanlega langar mann til að vita
hvað gerðist þar. Ætlarðu að skrifa um
kynni ykkar Fischers?
„Ég býst við að skrifa um þá heimsókn.
Við Fischer vorum kynntir að hans frum-
kvæði og hann hafði síðan samband nokkrum
sinnum í gengum síma og bað mig loks að
koma heim til sín. Það var merkilegt að
koma til hans þar sem hann bjó á Klapp-
arstígnum í rökkvaðri íbúð.“
Þú ræðir nokkuð um alzheimer í bókinni.
„Kveikjan er að móðir mín varð fyrir þess-
um hörmungum og ég hef tekið eftir því að
þegar fólk talar við mig í einlægni kemur oft
í ljós hræðsla þess við þennan skelfilega
sjúkdóm.“
Þú fjallar líka um þjóðfélagsmál og pólitík
og ert ómyrkur í máli.
„Já, hef ég ekki verið það lengst af?“
Jú. En þér líst alls ekkert á ástandið?
„Ég er að vona að ég hafi rangt fyrir mér
en ég held að ástandið sé djöfullegt. Mér
finnst stjórnmálamenn að stærstum hluta
ekki hafa þá yfirsýn yfir samfélagið sem
nauðsynleg er fyrir þá sem taka ákvarðanir
fyrir hönd þjóðarinnar. Of marga þeirra
skortir þekkingu á samfélaginu og sögunni
og því hvað það er sem skiptir máli til að
fólki geti liðið vel í samfélagi. Ef það á að
eyðileggja samfélagið með undarlegum at-
höfnum stjórnmálamanna þá erum við í stór-
kostlegum vandræðum.“
Fyrir utan þankann um Fischer, eru fleiri
hugmyndir á borðinu?
„Ýmis söguefni hafa sótt að mér með mis-
hörðum atgangi en ég ákvað að leyfa mér
nánast heiladauða meðan heimsmeistara-
keppnin stendur yfir og horfi á kappklædda
menn sparka bolta.“
GERIR RÁÐ FYRIR AÐ SKRIFA UM KYNNI SÍN AF BOBBY FISCHER
Dagbók varð að bók
„Handritið þótti einfaldlega ekki nógu gott. Það varð til þess að ég fylltist talsverðri örvinglan,“ seg-
ir Úlfar Þormóðsson sem hélt áfram að skrifa og til varð bók sem nú er komin út.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í NÝRRI BÓK KEMUR ÚLFAR
ÞORMÓÐSSON VÍÐA VIÐ. HANN
FJALLAR MEÐAL ANNARS UM
MÓTLÆTI SEM HANN UPPLIFÐI
ÞEGAR HANDRITI EFTIR HANN VAR
HAFNAÐ, ÞJÓÐFÉLAGSMÁL OG
PÓLITÍK FÁ EINNIG RÝMI.
Eftirlætisbækur mínar les ég iðulega aftur og aftur. Þær eru oftfyrir mér eins og ný bók í hvert skipti, eftir því á hvaða ævi-skeiði ég les þær. Einn höfundur hefur verið minn helsti klett-ur. Það er Þórbergur Þórðarson, sérstaklega ef eitthvað
bjátar á og ég þarf lit í tilveruna. Hann hefur fylgt mér síðan mamma
lét mig lesa fyrir sig Sálminn um blómið þegar ég
var sjö ára. Ég bjó eitt sinn í íbúð á Amtmannsstíg 5
en Þórbergur lýsir því í síðasta kafla Ofvitans þegar
hann var að mála eldhúsgluggann þar. Ég sat stundum
í þessum glugga og las Ofvitann.
Ég var að enda við að lesa Ameríku eftir Kafka
og er forviða að ég hafi ekki lesið hana fyrr. Hún er
strax ein af mínum uppáhaldsbókum, það gerir gjós-
andi krafturinn, ritsnilldin og margræðnin.
Það er útilokað að ég þræli mér í gegnum bók sem
mér finnst leiðinleg. Það átti ekki við um Meistarann og Marga-
rítu eftir Bulgakov sem ég á í afar snjáðri kilju því ég hef lesið hana
svo oft.
Sjálfstætt fólk er nánast eins og ný bók við hvern lestur. Síðast
las ég hana skömmu eftir hrun og fannst hún hreinlega fjalla um hrun-
ið; hvernig dilkarnir bólgnuðu í verði og Bjartur tók lán út á þá og
byggði sér steinsteypt hús sem ekki var búandi í vegna kulda. Svo
sprakk bólan og Bjartur missti allt sem hann hafði stritað fyrir, og
flutti inn á gömlu konuna Hallberu. Í raun er þetta nákvæm lýsing á
hruninu. Svona er þetta með góðan klassískan skáldskap. Hann
geymir æðri sannleik sem á sífellt við.
Í UPPÁHALDI
BRYNJA ÞORGEIRSDÓTTIR
DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR
Brynja Þorgeirsdóttir les uppáhaldsbækur sínar aftur og aftur og
Þórbergur Þórðarson er eins og klettur þegar eitthvað bjátar á.
Morgunblaðið/RAX
Þórbergur
Þórðarson
BÓKSALA 1.-30. JÚNÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Amma biður að heilsaFredrik Backman
2 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran
3 Frosinn : þrautabókWalt Disney
4 Bragð af ástDorothy Koomson
5 Gestgjafinn : grillbókÝmsir
6 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen
7 Stjörnurnar á HM 2014Illugi Jökulsson
8 Umhverfis Ísland í 30 tilraunumÆvar Þór Benediktsson
9 SveitastjórnarrétturTrausti FannarValsson
10 Eldað með EbbuEbba Guðný Guðmundsdóttir
Kiljur
1 Amma biður að heilsaFredrik Backman
2 Bragð af ástDorothy Koomson
3 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen
4 Þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
5 Húsið við hafiðNora Roberts
6 ParadísarfórnKristina Ohlsson
7 Eða deyja ellaLee Child
8 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini
9 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes
10 20 tilefni til dagdrykkjuÞorbjörg Alda Marinósdóttir