Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 47
Stórstjarna Argentínu Lionel Messi fær nú
tækifæri að hefna ófara Diego Maradona
fyrir 24 árum þegar Þýskaland vann
Argentínu 1:0 í úrslitaleik 1990 á Ítalíu.
Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark frá Sead Kolasinac en
þetta var fljótasta sjálfsmark í sögu HM. Messi bætti öðru
marki við áður en Vedad Ibisevic klóraði í bakkann. Sann-
gjarn sigur og Messi var kominn á blað.
Kolasinac 3. Messi 65. Ibisevic 85.
Luis Suarez fann skiljanlega til í tanngarði eftir að hafa
glefsað í þéttan og fallegan axlarvöðva Giorgio Chiellini.
Lítill Mexíkani, söng Ruth
Reginalds forðum daga.
Ofurmenninu var skipt af leikvelli í
leik Belga og Bandaríkjanna.
Stuðningsmaður sýnir sitt
rétta andlit í leik gegn Íran.
Vatnsmelóna er skilvirk leið til þess
að kæla sig á heitum fótboltavelli.
Lítið gerðist í leiknum sjálfum en framlengingin verður
lengi í minnum höfð. Messi bjó til mark fyrir Angel Di
Maria skömmu fyrir leikslok. Svisslendingar skölluðu í stöng
nánast í næstu sókn og grétu þegar flautað var til leiksloka. Argent-
ínumenn fögnuðu hins vegar.
Di María 118.
Áfram hélt Messi að skora og heimsbyggðinni var að verða ljóst að
hann ætlaði sér stóra hluti á þessu móti. Íran varðist vel í 90 mínútur
þangað til Messi dúkkaði upp og skoraði stórglæsilegt mark. Messi
náði loks að sleppa úr heljargreipum varnarmanna Íran sem höfðu
haft góðar gætur á kappanum en skot hans var óverjandi.
21. JÚNÍ
Argentína 1 : 0 Íran
Messi 90.
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Bæði lið voru taplaus fyrir þennan leik og Thibaut Courtois, mark-
vörður Belgíu, hafði aldrei tapað landsleik. En mark Gonzalos
Higuaíns snemma leiks tryggði Argentínu inn í undanúrslitin. Það
skyggði á sigur þeirra að Angel Di Maria meiddist og hefur ekki leikið
meir í mótinu.
Higuaín 8.
Sparkspekingar eru sammála um að leikurinn sé einn leiðinlegasti
leikur undanúrslita í sögu HM. Lítið gerðist en í vítaspyrnukeppninni
skoruðu Argentínumenn úr öllum sínum spyrnum og Sergio Romero
varði tvær spyrnur Hollendinga og tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum.
9. JÚLÍ
Argentína 0 : 0 Holland
4:2 e. vítaspyrnukeppni. Messi, Garay, Agüero
og Rodríguez skoruðu úr spyrnum Argentínu.
Messi sýndi snilli sína tvisvar í þessum leik. Fyrst með mögnuðu skoti
upp í þaknetið, svo úr aukaspyrnu sem Enyeama í marki Nígeríu réð
ekki við. Varnarmaðurinn Rojo bætti þriðja markinu við og Argent-
ínumenn fóru upp úr riðlinum með níu stig eða fullt hús stiga.
25. JÚNÍ
Messi 3., 45., Rojo 50. Musa 4., 47.
Argentína 3 : 2 Nígería
allt of góða sendingamenn á miðsvæðinu.
Hins vegar myndi það koma niður á sóknar-
leik Þjóðverja því bæði Schweinsteiger og
Khedira verða upptekinr að passa upp á
Messi frá miðjunni.“
Sterkur varnarleikur og hraðar skyndi-
sóknir verða það sem Argentínumenn
bjóða upp á ef þeir ætla sér að vinna Þýska-
land að mati Kristjáns.
„Argentína verður meira til baka í leikn-
um og það verður þeirra leið til að verjast
Kristján Guðmundsson, þjálfari karlaliðs
Keflavíkur, segir að ekki megi horfa of mikið
í síðasta leik Þjóðverja gegn Brasilíu. „Ef
horft er á aðra leiki Þjóðverja þá unnu þeir
Frakka 1-0 og áttu í erfiðleikum með Alsír.
Ég ætla því að spá því að Argentína vinni
leikinn,“ segir Kristján, sem telur að Þjóð-
verjar verði að loka á svæðin í kringum
Messi og loka á að hann fái sendingar. „Það
er hægt að loka á Messi og sérstaklega send-
ingar á hann því Argentínumenn hafa ekki
Þjóðverjum. Ég býst því við því að við eigum
eftir að sjá Þjóðverja vera meira með bolt-
ann og að Argentína spili þéttan varnarleik
eins og þeir hafa sýnt að þeir geta gert vel,“
segir Kristján og er ekki í vafa um að í úr-
slitaleiknum séu komin tvö bestu lið keppn-
innar. „Þessi lið hafa bæði verið að bæta
sinn leik og vaxa alla
keppnina og það eru lið-
in sem vinna svona mót,
ég spái 2-1 fyrir Argentínu.“
ÞJÓÐVERJAR MUNU LOKA Á SENDINGAR TIL MESSIS
Argentína
ARGENTÍNA HEFUR KOMIST Í ÚRSLIT HEIMSMEISTARAKEPPNINNAR FJÓRUM SINNUM OG
UNNIÐ TVISVAR, 1978 OG 1986, ÞAR SEM DIEGO MARADONA STIMPLAÐI SIG INN SEM
BESTI KNATTSPYRNUMAÐUR SÖGUNNAR. LEIÐ ÞEIRRA Í ÚRSLITIN MÁ SJÁ HÉR AÐ NEÐAN.
AFP
15. JÚNÍ
Argentína 2 : 1 Bosnía
1. JÚLÍ
Argentína 1 : 0 Sviss
5. JÚLÍ
Argentína 1 : 0 Belgía