Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Heilsa og hreyfing Sund er ein þeirra íþrótta sem flest okkar geta stundað og er allt í senn holl hreyfing sem reynir á flesta vöðva líkamanns og byggir á mjúkum hreyfingum í vatni og dregur því úr hættunni á meiðslum sem fylgja svo mörgum íþróttum. Þá er fátt sem brennir hitaein- ingum hraðar en sund. Hjólreiðar eru líka til- valin leið til að fullnægja daglegri hreyfingu og á meðalhraða er hægt að brenna allt að 490 kcal á klukkutíma, það fer þó vissulega eftir aldrei og þyngd. Góður hálftíma göngutúr á dag ætti að vera tilvalinn fyrir þá sem vilja fara rólega af stað en mestu máli skiptir að velja sér eitthvað sem hentar heilsu okkar og áhuga. Það má vera fótbolti, fjallgöngur, líkamsræktin, crossfit, fimleikar, dans eða aðrar íþróttir. Munum bara að hreyfa okkur að lágmarki hálftíma á dag. Börn þurfa að hreyfa sig að minnstakosti klukkutíma á dag og fullorðnirað lágmarki hálftíma samkvæmt ráð-leggingum landlæknis. Þetta er til viðbótar við þær venjulegu daglegu athafnir sem við stundum. Hreyfingin þarf auk þess að vera við miðlungs- eða mikla ákefð. Þegar kemur að hreyfingu skiptir mestu máli að finna sér eitthvað sem við höfum virkilega gaman af og nennum að stunda reglulega. Góður árangur næst sjaldan ef engin ánægja er af hreyfingunni. Flest hreyfing er góð en sumir treysta sér ekki í mikil átök eða hreinlega nenna ekki of miklum átökum. Góðu fréttirnar eru þær að til er fjöldi íþrótta sem flestir ættu að geta stundað án þess að vera í of miklum átökum eða eiga á hættu að lenda í álagsmeiðslum. HREYFUM OKKUR MINNST HÁLFTÍMA Á DAG Hver er þín daglega hreyfing? Göngur eru góð leið fyrir flesta til að byrja að hreyfa sig og koma sér af stað. Fátt jafnast á við skemmtilegan hjólreiðatúr með góðum vinum á fallegum degi. Morgunblaðið/Ómar S tyrkur, snerpa og þrek virðist meðfætt hjá sumum íþróttamönnum. Þeir sem fylgst hafa með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu hafa séð leikmenn eins og Arjen Robben spretta fram úr yngri leik- mönnum og dansa í kringum knöttinn eins og ballerína. Bandaríska landsliðið hefur einnig vakið athygli fyrir ótrúlegt líkamlegt form leikmanna, sem virðast hafa endalausa orku til að hlaupa á eftir boltanum þó svo að komið sé í síðari hálfleik framlengingar. Líkamlegt form þessara kappa er þó alls ekki meðfætt og ættu flestir sem eru tilbúnir að leggja hart að sér að geta bætt sig þegar kemur að styrk, snerpu og þreki. Róbert Traustason, rekstrarstjóri og þjálf- ari hjá BootCamp, er einn margra brautryðj- enda nýrra æfingakerfa á Íslandi, en Boot- Camp hefur kynnt Íslendingum bæði Boot Camp- og Crossfit-æfingakerfin og hafa þau notið gífurlegra vinsælda á hér á landi. Boot- Camp, líkt og viðskiptavinir stöðvarinnar, er sífellt að bæta sig að sögn Róberts og finna nýjar leiðir til að koma til móts við íþrótta- og afreksfólk og alla aðra sem vilja bæta sig og styrkja. Nýlega var því tekið upp nýtt æfingakerfi sem ein- blínir á styrk og þrek. „Strength-æfingarnar, eins og þær eru jafnan kallaðar, eru tiltölulega nýjar í æfingaflóru okkar, en til- gangur þeirra er að auka styrk og snerpu þeirra sem þær sækja. Kerf- ið er hannað af okkur frá grunni og æfingarnar byggðar upp á mark- vissan hátt. Við höfum einnig þá sér- stöðu að geta nýtt okkur ákveðna þætti sem við höfum fullkomnað í Boot Camp-æfingakerfinu,“ segir Róbert, sem vill þó ekki meina að æfingakerfið sé ein- hæft þó að nafnið gefi til kynna að einblínt sé á mjög afmarkaða hluti. „Þú færð að vinna með styrk þinn á fjölbreyttan hátt og eykur ekki aðeins hámarksstyrk þinn heldur einnig vöðvaúthald og snerpu. Síðari hluti nafnsins vísar svo til þreksins sem við vinnum með, enda ætti það aldrei að vera undanskilið úr þjálfun neins og þú munt svitna og hækka púlsinn á æfingum.“ Skemmtilegir hóptímar Ólíkt tækjasölum margra líkamsræktarstöðva er æft í hópi hjá BootCamp, en það gerir æf- ingarnar skemmtilegri og markvissari að sögn Róberts. „Strength-æfingarnar eru leið til að auka vöðvastyrk og úthald á skemmtilegan hátt því að hópastemmningin sem er okkar sérstaða tryggir það að þú færð aðhald, fé- lagsskap og nærð hraðar árangri heldur en ef þú myndir æfa á eigin spýtur. Hóparnir eru ekki mjög fjölmennir því við viljum að þjálfarar hafi góða yfirsýn yfir allt það sem fer fram á æfingunni og nái að fylgjast persónulega með hverjum og ein- um.“ Hámarksstyrkur er ekki eiginlegt markmið æf- ingakerfisins heldur segir Róbert fyrst og fremst vera horft til þess að bæta allt í senn, styrk, snerpu, hraða og úthald. Þannig fái hver og einn meira út úr kerfinu þegar eingöngu er horft á einn einstakan þátt. „Við byggjum æfingarnar upp á markvissan hátt svo að þú munt bæta þig á allan hátt. Í grunninn erum við að tala um markvissa styrktarþjálfun en ekki eingöngu með áherslu á hámarksstyrk heldur einnig snerpu, hraða og úthald. Þetta hentar því sér- staklega vel íþróttamönnum sem þurfa að auka snerpuna, stökkkraftinn og styrk sinn en einnig öllum þeim sem vilja bæta þessa hluti og vilja gera það í skemmtilegu um- hverfi. Við heyrum iðulega frá okkar fólki að það hafi þurft að vinna í þessum þáttum en leiðst að fara í lyftingasal. Þarna finnur það þetta skemmtilega element sem þú færð ekki þegar þú ert einn að æfa. Hópþjálfunin hefur upp á svo margt að bjóða sem kemur til góðs, s.s. samvinnuna, hvatninguna, heilbrigða sam- keppni o.fl.“ Gott að hafa einhvern grunn fyrir „Flestir meðlima okkar eru með grunn úr Boot Camp eða Crossfit, sem er mjög góður grunnur fyrir þessar æfingar,“ segir Róbert og bendir á að auðvitað sé best að þátttak- endur hafi náð þokkalegum tökum á hreyf- ingum með eigin líkama, s.s. í hné- beygjum og armbeygjum, áður en farið er að gera sambærilegar hreyfingar með aukaþyngd, t.d. stöng og lóðum. „Hjá okkur er hver og einn að vinna út frá sinni eigin getu og því fá allir að taka þyngdir og hreyfingar við sitt hæfi. Sá sem er sterkur tekur því meiri þyngd í styrktaræfingunum en sá sem hefur ekki náð eins langt enn. Við vinnum síðan mikið með hlutfall af styrk hvers og eins og því fá allir jafnt út úr æfingunum.“ Róbert segir námskeiðið hafa gengið framar björtustu vonum og viðtökurnar verið miklu meiri en þá óraði fyrir fyrir í byrjun. „Margir eru búnir að vera hjá okkur núna frá upphafi æfingakerfisins, í rúma níu mánuði, og eru enn að bæta sig á mörgum sviðum. Í upphafi voru þetta mestmegnis strákar en núna er kynjahlutfallið nokkurn veginn jafnt.“ GÆÐI KOMA FYRST, MAGNIÐ SÍÐAR ÞVÍ GÆÐI LEIÐA TIL ÁRANGURS Auka snerpu, styrk og þol þátttakenda HJÁ BOOTCAMP HEFUR ÁVALLT VERIÐ LEITAST VIÐ AÐ BÆTA ÁRANGUR ÍÞRÓTTAFÓLKS OG FINNA NÝJAR OG BETRI LEIÐIR TIL AÐ NÁ ÁRANGRI. NÝTT ÆFINGAKERFI SEM BOOTCAMP ÞRÓAÐI SJÁLFT HJÁLPAR FÓLKI AÐ AUKA BÆÐI STYRK OG ÞREK Á SKÖMMUM TÍMA. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Formið skiptir engu máli, það eru allir flottir í BootCamp. Núna þegar heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er að ljúka er tilvalið að koma sér úr sóf- anum, slökkva á sjónvarpinu og fara út að hreyfa sig. Víða um land hafa verið settir upp batta- vellir og því er engin afsökun fyrir því að fara ekki út með börnin eða heyra í vinunum og spila fótbolta í sumarblíðunni. Gott er að hafa í huga að fótbolti er leikur sem á að hafa gaman af. Fótbolti í fallegu sumarveðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.