Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Ferðalög og flakk Jónas og Guðrún á Kastalahæðinni í Buda í síðasta mánuði. Að baki þeim sést Dóná svo blá og handan hennar, á bökkum Pest, er þinghúsið mikla. Jónas Helgason, kennari við Menntaskólann á Akureyri, hefur sent nemendur í ferðamálafræði við skólann í óvissuferðir til útlanda undanfarinn áratug. Krakkarnir opna umslag við brottför í Keflavík og komast þá fyrst að því hvert ferðinni er heitið. Hefur þetta mælst afar vel fyrir. Jónas lét loks verða af því í fyrra að skipuleggja slíka óvissuferð fyrir almenn- ing, eftir að það hafði blundað í honum lengi. Ferðin heppnaðist vel nema hvað skipuleggj- andinn komst ekki með sjálfur; var kyrr- settur á sjúkrahúsi nokkrum dögum fyrir brottför vegna alvar- legra veikinda. Jónas er landfræð- ingur að mennt og viðurkennir að hafa líklega valið þá grein vegna áhuga á ferðalög- um, sem hann smitaðist snemma af. Skipulagði til dæmis útskriftarferð eigin stúdentahóps úr MA til Júgó- slavíu fyrir fjörutíu árum. Hann kveðst alla tíð hafa heillast af sögu landa sem tengjast Íslandi á ein- hvern hátt og þó sérstaklega eyjum í norðurhöfum. Nefnir Færeyjar, Orkneyjar og Suðureyjar. Jónas hefur farið með hópa á alla þessa staði og ferðirnar til Færeyja eru orðnar á þriðja tuginn. Jónas segist skynja að margir treysti sér ekki til að ferðast á óhefðbundnar slóðir af einhverjum ástæðum, þótt þá langi til þess, jafnvel vegna ónógrar landafræði- þekkingar og hvað sé hægt að gera á hverjum stað. Til dæmis þess vegna sé mikilvægt að geta boðið upp á túra eins og hann hefur gert. „Mér finnst einfalt að skipuleggja ferðir með því að nota netið og ekki erfiðara að hringja í rútufyrirtæki í Póllandi en hérna niðri á Eyri.“ Jónas hefur unnið töluvert með ferðaskrifstof- unni Nonna á Akureyri, sem hefur boðið upp á beint flug frá höfuðstað Norðurlands til Ljubljana í Slóveníu fjögur ár í röð. „Ég hef lagt ákveðnar hugmyndir upp í hendurnar á starfs- fólki Nonna og í sumar ákvað ég, í stað þess að fara frá Ljubljana til Króatíu eins og undanfarin ár, að keyra í hina áttina – til Ungverja- lands. Ég bað um gistingu við Bala- tonvatn, í Búdapest og aftur á leið- inni til baka. Þau hjá Nonna sjá um bókanir og peningamál fyrir mig en ég fæ að vera í því skemmtilega; að leita að skrýtnum stöðum og ákveða hvað ég læt hópinn skoða.“ Fólk sem verður samferða þeim Jónasi veit að um nokkurs konar könnunarleiðangra er að ræða. „Það veit að ekki er allt fastmót- að áður en lagt er af stað og við höfum lent í alls kyns uppákomum. En allir eru ánægðir og sama fólkið hefur komið með mér aftur og aftur þótt alltaf séu einhver ný andlit í hverri ferð.“ Jónas hættir að kenna á næsta ári þegar hann kemst á hina svo- kölluðu 95 ára reglu og segist ætla að halda áfram að ferðast og skipu- leggja slíka túra eins og möguleiki gefst til. Þá aftur að ferðinni eftirminni- legu í fyrrasumar, sem nefnd var í upphafi. „Ég hafði gengið lengi með það í maganum að skipuleggja óvissuferð, í svipuðum dúr og krakkarnir í ferðamálafræðinni höfðu farið í. Við gerðum alvöru úr þessu fyrir sumarið 2013; skipulögð- um níu daga ferð þar sem fólkið fékk ekkert að vita annað en áfangastaðirnir væru innan ákveð- ins hrings á Evrópukortinu. Hver og einn borgaði 210 þúsund krónur og mætti síðan í Keflavík á ákveðnum degi með vegabréfið sitt.“ Innifalið var allur flutningur; flug, rútuferðir og slíkt, skoðunar- ferðir, gisting og morgunverður. „Við lofuðum engu með gistingu nema að jafnaði yrði dvalið á góðum hótelum en fólk yrði til dæmis að vera búið undir að gista í skíða- skála, einnig að sigla með ferjum, fara upp með kláfum og niður í námur.“ Strax og þau Jónas tilkynntu ferðina seldist hún upp. „Áætlað var að fara með 25-30 manns en þeir urðu 35 og margir voru á bið- lista.“ Allt var tilbúið með góðum fyrir- vara. „Ég hafði verið helvíti vesæll og ákvað að láta athuga, vegna ætt- MEÐ FERÐASKIPULAGSBAKTERÍU Óvissuferð sem varð að ratleik HJÓNIN JÓNAS HELGASON OG GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Á AKUREYRI FERÐAST MIKIÐ OG SKIPULEGGJA GJARNAN TÚRA FYRIR AÐRA. EFTIRMINNILEGUST ER ÓVISSUFERÐIN Á SÍÐASTA ÁRI SEM ÞAU KOMUST ÞÓ EKKI Í SJÁLF! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gönguferð í Færeyjum. Þangað hefur Jónas marg- oft farið með hópa. Í óvissuferðinni sem varð að ratleik í fyrra. Fremst eru Sverrir Páll Erlendsson, Inga Árnadóttir og Stefán Tryggvason. Fyrir aftan eru, frá vinstri: Konráð Erlendsson, Gréta Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir og Hinrik Árni Bóasson. Það eina sem óvissuferðalangarnir í fyrra fengu að vita var að þeir yrðu einhvers staðar innan hringsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.