Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 16
S tundum fær maður nóg af hinu við- tekna og hefðbundna og þráir að komast í snertingu við óvænta og sérkennilega þætti tilverunnar. Þeir sem þrá að komast í öðruvísi ferðalag í sumar þurfa ekki að örvænta, valkostirnir eru nánast óendanlegir. Hér á eftir fylgja nokkur uppástungur að áfangastöðum sem tilvalið er að heimsækja og athæfi sem vafalaust felur í sér ánægjulega tilbreyt- ingu frá hversdagslegum vana. Stolt siglir fleyið mitt, sorpsjónum á Ferðalangar sem hafa ræktað með sér efasemdir um að skella sér í siglingu um Karíbahaf hafa alltaf þann möguleika til vara að borga 10.000 bandaríkjadollara fyrir að fá að sigla um Sorpreitinn mikla í Kyrrahafi (e. The Great Pacific Garbage Patch). Svæðið er á stærð við við Texas-ríki og vegna kröftugra hafstrauma í Kyrrahafi hefur safnast þar saman gríðarlegt magn af plastrusli, efnaúrgangi og braki. Dásamlegt frí á yfirgefnu geð- sjúkrahúsi Beechworth-geðsjúkrahúsið í Ástralíu er í dag vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hafa áhuga á reimleikum og návist við framliðna. Á heimasíðunni Salon.com kemur fram að um 9.000 vistmenn hafi dáið þar milli 1865-1995. Hægt er að panta sér her- bergi á sjúkrahúsinu og fara í spennandi draugatúra. Einvera á Kýpur Sumir vilja nota fríin sín til að vera með sjálfum sér, núllstilla hugann og safna orku eftir erfiða vinnutörn. Fyrir þá sem vilja njóta einveru í kraftmeiri skilningi en að vera einn á hótelherbergi ættu að íhuga að heimsækja þorpið Varosha á Kýpur. Þorpið var yfirgefin árið 1974 og þar hefur enginn verið síðan. Geimveruhöfuðborgin Roswell Bærinn Roswell í Nýju-Mexíkó er að sögn „geimveruhöfuðborg heimsins.“ Gestir geta skellt sér á margvíslegar sýningar og skemmtanir helgaðar lífi á öðrum hnöttum. Area 51-safnið nýtur jafnframt mikilla vin- sælda. Þá er haldin virt Sci-Fi-kvik- myndahátíð þar í júlí. Bjóddu gíraffa upp á drykk Tilvalið er fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á að verja fríinu sínu í návist gír- affa að panta sér herbergi á Giraffe Ma- nor-hótelinu í Nairobi. Í grennd við hótelið býr gíraffahjörð sem heimsækir gesti kvölds og morgna. Gíraffarnir stinga höfð- inu inn um opna glugga og óska eftir góð- gæti. Hauslausar dúkkur í trjám „La isla de las Munecas“ eða „Dúkku- eyjan“ suður af Mexíkó er milli tveggja skurða og fram kemur á vefsíðu hennar að eyjan sé tilteinkuð „minningu fátækrar stúlku sem mætti örlögum sínum alltof fljótt“. Á eyjunni hanga mörg hundruð skelfilegar dúkkur, sem hafa verið af- höfðaðar og limlestar, niður úr trjám. Óður maður er sagður hafa komið þeim fyrir þar. AFP VILJI FÓLK FARA Í ÓVENJULEG FRÍ ER HAFSJÓR AF MÖGULEIKUM Í BOÐI Gerðu eitt- hvað öðruvísi í sumarfríinu NÆTUR Á GEÐSJÚKRAHÚSI, GÍRAFFAHÓTEL OG SIGLING UM SORPHAF ERU MEÐAL SÉRKENNILEGRA MÖGULEIKA SEM HÆGT ER AÐ NÝTA FRÍTÍMANN Í. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Ferðalög og flakk AFP *Nýjum einkennisfatnaði flugfreyja- og þjónaVirgin Atlantic var fagnað með veglegri veisluí austurhluta Lundúna í vikunni. Hönnuðurfatnaðarins er engin önnur en VivienneWestwood. Eigandi Virgin, Richard Branson,lét hafa eftir sér að fatnaðurinn, sem er rauður í stíl við vörumerki Virgin, væri „af- skaplega heillandi“. Hæ allir heima! Hér á Möltu er sól og blíða alla daga, gylltar strandir og tær sjór. Fólkið er afslappað og vingjarnlegt og alltaf til í spjall á götum úti sem end- urspeglast í afar hægu og óáreiðanlegu strætókerfi. Á sumrin er hér mikið um að vera, því eyjarskeggjar halda bæjarhátíðir víðs vegar um eyjuna hverja helgi. Hátíðunum fylgja mikil læti og flugeldasýningar, sem margar hverjar byrja eigi síðar en kl. 6 á morgnana, því að sögn heimamanna er „ómögulegt að halda partí án flugelda“. Enn sem komið er líkar mér dvölin á Möltu vel en hef þó rekið mig á eitt vandamál: Ég veit aldrei hvort fólk er að tala saman eða rífast. Það er áhugavert að fylgjast með Maltverjum og giska á hvort um samtal eða rifrildi sé að ræða. Þegar ég er orðin sannfærð um að allt sé á suðupunkti með tilheyrandi öskrum og handahreyfingum brýst allt út í hlátrasköllum og faðmlögum … Sendi kveðjur heim í rigninguna! Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen Flugeldar kl. 6 að morgni PÓSTKORT F RÁ MÖLTU Ströndin „Golden Beach“ á Möltu svíkur engan! St. Peter’s Pool er mjög falleg. Valletta, höfuðborg Möltu. Westwood hannar fyrir Virgin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.