Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Fjölskyldan Vissir þú að engin tvö tígrisdýr hafa nákvæmlegaeins rendur í feldinum? NÚ HYGGJA MARGIR Á FERÐALÖG OG ÓFÁAR FJÖLSKYLDUR KJÓSA AÐ FERÐAST INNANLANDS. BÖRNINVERÐA ÞÁ AÐ FÁ EITTHVAÐ FYRIR SINN SNÚÐ EN LÍTILLVANDI ÆTTI AÐVERA AÐ FINNA AFÞREYINGUVIÐ HÆFI HVERS OG EINS, ENDA AF NÓGU AÐTAKA. Á KORTINU HÉR AÐ NEÐAN GEFUR AÐ LÍTA NOKKUR SÖFNVÍÐSVEGAR UM LANDIÐ SEM BÖRN OG FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA GETA HAFT GAMAN AF. SÖFN LANDSINS ERU ÞÓVITASKULD MUN FLEIRI OG ER ÁHUGASÖMUM BENT Á SAFNABÓKINA 2014. Söfn fyrir börnin – eitthvað fyrir alla Heimild: Safnabókin 2014 Keflavík – Skessan í hellinum Risastór en vingjarnleg skessa tekur vel á móti öllum gestum. Opnunartímar: Kl. 10-17 alla daga. Frítt er inn til skessunnar. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Sandgerði – Þekkingarsetur Suðurnesja Hægt er að skoða og snerta yfir 70 uppstoppuð dýr, þar af eina uppstoppaða rostung landsins. Lifandi sjávardýr eru í sjóbúrum. Auk þessa stendur yfir sýning um ævi og störf heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Opnunartímar:Tímabilið 1. maí til 30. sept:. Kl. 10-16 mánudaga til föstudaga, kl. 13-17 um helgar. Annars mánudaga til föstudaga kl. 10-14. Aðgangseyrir: 600 kr. fyrir fullorðna, 300 kr. fyrir 6-15 ára. 400 kr. fyrir eldri borgara. Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík Sérstaklega gaman er að skoða varðskipið Óðin, sem tók þátt í öllum þremur þorskastríðum þjóðarinnar og liggur við bryggju safnsins. Leiðsögn er um skipið daglega. Opnunartímar: Kl. 10-17 alla daga tímabilið 1. júní til 15. sept. Annars kl. 11-17. Aðgangseyrir: 1.300 kr. í safn, 1.100 kr. út í Óðin. Skip og safn saman: 1.900 kr. Frítt er inn á safnið fyrir börn undir 18 ára, öryrkja og eldri borgara yfir sjötugu. Stöðvarfjörður – Steinasafn Petru Allir hafa gaman af fallegum steinum, en Petra Sveinsdóttir safnaði þeim meirihluta ævi sinnar og var safn hennar því orðið veglegt. Safnið er á heimili Petru, en steinarnir eru flestir af Austurlandi. Opnunartímar: Kl. 9-18 tímabilið 1. maí til 30. sept. Aðgangseyrir: 1.000 kr. fyrir 14 ára og eldri. Byggðasafn Hafnarfjarðar Öll börn ættu að geta hleypt ímyndunaraflinu á skeið í safninu, sem samanstendur af sex gömlum húsum sem hýsa sýningar, sem foreldrarnir geta einnig notið. Opnunartímar: Kl. 11 til 17 alla daga í sumar, en einungis um helgar að vetri til. Frítt er inn á Byggðasafnið. Stokkseyri – Draugasetrið Gestir heyra sögur af frægustu draugum Íslands- sögunnar í 1.000 fm völundarhúsi. Í horni Drauga- barsins situr Brennivínsdraugurinn og fylgist grannt með því sem fram fer. Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið er í sama húsi. Opnunartímar: Kl. 13-18 tímabilið 1. júní til 31. ágúst. Eftir samkomulagi 1. sept. til 31. maí. Aðgangseyrir: 2.000 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir 10-16 ára, 500 kr. fyrir 6-9 ára. Akureyri – Leikfangasýningin Friðbjarnarhúsi Á sýningunni er að finna leikföngin sem pabbi og mamma, afi og amma léku sér að þegar þau voru lítil. Leikherbergi er fyrir börnin. Opnunartímar: kl. 13-17 tímabilið 1. júní til 31. ágúst. Vetraropnanir eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 800 kr. fyrir fullorðna, 400 kr. fyrir aldraða, frítt fyrir öryrkja og börn yngri en 15 ára. Hvalasafnið á Húsavík Fróðleiksfúsir gestir fræðast um hvalategundir, vistkerfi sjávar og líffræði hvala. Úr lofti safnsins hanga 10 hvalabeinagrindur, sú stærsta af búrhval og er tæpir 14 metrar á lengd! Opnunartímar: Júní, júlí, ágúst daglega kl. 8.30-18.30.Apríl, maí, sept. daglega kl. 9-16. Október til mars kl. 10-15.30, mánudaga til föstudaga.Aðrir tímar eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 1.400 kr. fyrir fullorðna, 1.000 kr. fyrir nema, 500 kr. fyrir 10-18 ára. Fjölskylduverð (2 fullorðnir og 1 til 5 börn) er 3.100 kr. Flateyri – Dellusafnið Í safninu sameinast ýmis einkasöfn einstaklinga, en meðal safna má nefna safn lögregluhúfa, skipamódelasafn, gríðarstórt sykurmolasafn og alþjóðlegt teskeiðasafn. Opnunartímar: Yfir sumartímann mán.-fös. kl. 12.30-17.30, um helgar kl. 13-16. Vetraropnanir eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 700 kr. fyrir 13 ára og eldri, börn og ellilífeyrisþegar fá frítt inn. Hvítársíða – Geitfjársetur Íslands Geitur og kiðlingar taka á móti gestum, sem fá fræðslu um dýrin og afurðir þeirra.Auk geitanna eru á staðnum fleiri dýr, til dæmis hænur, hundar og kettir. Í rósagarði staðarins eru 180 tegundir rósa. Opnunartímar: Tímabilið 1. júní til 31. ágúst kl. 13-18. Annars eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 1.000 kr. fyrir fullorðna, 500 kr. fyrir 7-17 ára. 800 kr. fyrir eldri borgara. Skagaströnd – Spákonuhof Sýningin fjallar um spákonuna Þórdísi, sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur og börnin fá að skoða í gullkistur Þórdísar. Opnunartímar: Í sumar kl. 13-18, lokað á mánudögum. Vetraropnanir eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 900 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn yngri en 12 ára. 600 kr. fyrir eldri borgara. Spá kostar 4.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.