Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014
Narendra Modi fæddist 17.
september árið 1950 í Vad-
nagar í Mehsana-héraði í
Bombay-fylki. Hann var
fjórða barn foreldra sinna og
sýndi snemma hæfileika við
sölumennsku og í rökræðum.
Hann varð leiðtogi Gujarat
árið 2001 og stýrði því þar til
hann tók við sem forsætis-
ráðherra Indlands í vor. Hann
hefur verið sakaður um að-
gerðaleysi í Gujarat-
óeirðunum árið 2002 en
einnig verið hrósað fyrir
að byggja upp innviði Guj-
arat, koma rafmagni í öll
hús og efla vöxt svæð-
isins. Hann er
umdeildur en
samt sem áður
mjög vinsæll á
Indlandi.
F
yrstu fjárlög nýrrar rík-
isstjórnar Indlands voru
kynnt í vikunni en
væntingar til fjárlag-
anna hafa verið miklar
þar sem Narendra Modi, forsætis-
ráðherra landsins, lofaði að um-
bylta indverskum efnahag í kosn-
ingabaráttu sinni í vor. Hinn 63
ára Modi vann stórsigur með flokk
sinn Janataflokkinn í kosning-
unum, m.a. á því loforði að breyta
og bæta efnahag landsins. Hægst
hefur verulega á hjólum efnahags-
lífsins á Indlandi og hefur vöxtur
ekki verið minni í tuttugu ár á
sama tíma og hátt í 12 milljónir
manna koma nýir inn á vinnu-
markaðinn á hverju ári. Modi á
því stórt verkefni fyrir höndum en
flokkur hans er sá fyrsti í 30 ár til
að ná hreinum meirihluta í kosn-
ingum; fékk 282 sæti af 543 á ind-
verska þinginu. Umboð hans til
breytinga er því sterkt en um leið
eru væntingar til hans miklar.
Fjárlagahallinn tæklaður
Fjárlögin í ár eru fyrst og fremst
tilraun til að koma böndum á fjár-
lagahallann og um leið að draga
úr verðbólgu. Arun Jaitley, fjár-
málaráðherra Indlands, sagði í
ræðu sinni um fjárlögin að fjár-
lagahallinn yrði takmarkaður við
4,1 prósent af vergri landsfram-
leiðslu árið 2014-2015 en einnig að
útgjöldum yrði haldið óbreyttum,
með tilliti til verðbólgu. Í raun er
því ekki verið að draga úr eyðslu
ríkisins heldur að frysta hana.
Með auknum vexti næstu ára von-
ast hann til þess að tekjur ind-
verska ríkisins muni aukast og
þannig takist að vinna bug á fjár-
lagahallanum og draga úr lánaþörf
indveska ríkisins. Fjárlagahallinn
var um 88 milljarðar dollara á síð-
asta fjárlagaári eða rétt rúmlega
4,7 prósent af vergri landsfram-
leiðslu. Narendra Modi hefur sjálf-
ur lýst því yfir að hallinn verði
kominn niður fyrir þrjú prósent
árið 2016.
Skattar og fjárfestingar
Indverska skattkerfið hefur þótt
óvenjuflókið og erfitt fyrir smærri
fyrirtæki að fóta sig innan þess.
Þá er landinu skipt upp í 29 fylki
sem skattleggja vörur og þjónustu
á mismunandi hátt. Arun Jaitley
tók það sérstaklega fram að
fjárlög ríkisstjórnarinnar
gerðu ráð fyrir því að skatt-
kerfið yrði einfaldað með það
í huga að sameina markaði og
þannig skapa einn stóran
innri markað fylkjanna
29. Hagfræðingar gera
ráð fyrir að það muni
ýta undir vöxt og
auka tekjur ríkisins um leið. Jait-
ley segir að öllum steinum verði
velt við í viðleitni ríkisstjórnar-
innar til að einfalda og laga skatt-
kerfið og auka vöxt hagkerfisins
en hann lofar því að innan fárra
ára verði hagvöxturinn sjö til átta
prósent.
Þá verður relgum um erlendar
fjárfestingar breytt og fjárfestum
gert auðveldara fyrir að fjárfesta í
indversku efnahagslífi.
Útgjöld til hersins aukin
Hernaðarútgjöld Indlands verða
aukin um 12 prósent í nýjum fjár-
lögum og gengur það gegn þeirri
stefnu að draga úr útgjöldum og
koma böndum á fjárlagahallann.
Jaitley segir þetta lið í því að nú-
tímavæða indverska herinn svo
hann verði betur í stakk búinn til
að takast á við verkefni framtíðar-
innar og tryggja hagsmuni Ind-
lands. „Við þufum að tryggja
hagsmuni okkar gegn mögulegri
ógn frá Pakistan og Kína,“ sagði
Jaitley við fjölmiðla á Indlandi
þegar hann var spurður um út-
gjaldaaukninguna. Samkvæmt
BBC world service óttast stjórn-
völd í Nýju-Delhí hernaðar-
uppbyggingu í Kína og aukna við-
veru kínverska flotans við
Indlandshaf.
Fórnarlamb
eigin velgengni
Væntingar til Narendra Modi eru
miklar á Indlandi en sem leiðtogi
Gujarat-fylkis byggði hann upp
innviði fylkisins og kom rafmagni í
allar byggðir þess. Vöxtur var
mikill og hann var óhræddur að
við leita til erlendra fjárfesta. Ind-
verjar hafa því miklar væntingar
til hans og hafa margir lýst von-
brigðum með nýju fjárlögin sem
menn telja ekki nægilega róttæk
til að efla hagvöxt í landinu.
Fyrstu
fjárlög Nar-
endra Modi
NÝ RÍKISSTJÓRN INDLANDS KYNNTI SÍN FYRSTU
FJÁRLÖG Í VIKUNNI OG HAFA ÞAU VALDIÐ
NOKKRUM VONBRIGÐUM ÞRÁTT FYRIR AÐ
SÉRFRÆÐINGAR TELJI ÞAU SKREF Í RÉTTA ÁTT.
Narendra Modi
UMDEILDUR
Fjármálaráðherra Indlands, Arun Jaitley, að koma með fjárlögin til kynningar fyrir indverska þingið í Nýju-Delhí í liðinni
viku. Fjárlögin þykja ekki jafnróttæk og margir áttu von á en boða samt sem áður þó nokkrar breytingar.
AFP
* Það er erfitt að tala við fólk sem hvíslar hvað að öðru íótta við það að Bandaríkin séu að hlera samtalið. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, aðspurður um samtöl sín við leiðtoga Vesturlanda. AlþjóðamálVILHJÁLMUR A. KJARTANSSON
vilhjalmur@mbl.is
HEIMURINN
BRASILÍ
CAXIAS
Hátt í 200
hafa óskað
í Brasilíu, e
komu til la
til að fylgja
heimsmeis
í knattspyr
og vera að tr
er við að fl
flóttamenn
ÞÝSKALAND
nd leikur
heimsmeistaramótiúrslita við Argentínu á
m verður varpað áí knattspyrnu. Leiknu
orgarhliðið og er búistrisaskjá við Brandenb
við að þúsundir verjaÞjóð muni horfa á
lega fagna sigri.leikinn þar og mögu
SRAE AS NEÍ L/PAL TÍ
G ZA æmdastjóri
Sam
moo h
Pale tínu n á
m á G hefur
h til
hafi
as ha og