Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 19
Ljósmynd/Jónas Helgason * Lofuðum engu með gistingu nema aðjafnaði yrði dvalið á góðum hótelumen fólk yrði að vera búið undir að gista í skíðaskála, einnig að sigla með ferjum, fara upp með kláfum og niður í námur. arsögunnar, hvort ekki væri allt í lagi með hjartað í mér. Það er ekk- ert með það að ég var kyrrsettur á Landspítalanum tveimur vikum fyr- ir brottför, mátti ekki hreyfa mig og lenti svo í stærstu gerð af hjartaskurði. Þá voru góð ráð dýr því ekki komst ég í ferðina. Við hjónin röðuðum því öllum gögnum í nokkur umslög og sendum fólkið af stað með þetta, þannig að óvissu- ferðin breyttist í ratleik.“ Fyrsta umslagið var opnað í Keflavík þar sem afhentir voru far- seðlar til Amsterdam og þaðan til Vínarborgar. „Mörgum fannst til- hlökkunarefni að fara til Vínar, en þegar þangað kom var farið í rútu sem ók til Bratislava í Slóvakíu.“ Ferðast var vítt og breitt um austurhluta álfunnar. Farið var í eitt stærsta fjós Evrópu, þar sem eru nokkur þúsund kýr, saltnámur skoðaðar í Póllandi, siglt á prömm- um skógarhöggsmanna en tekið upp á ýmsu hefðbundara líka. Starfsbróðir Jónasar úr MA og einn ferðalanganna, Sverrir Páll Erlendsson, fékk það ábyrgðar- hlutverk að opna umslag á ákveðnum tímum og þar með lá fyr- ir hvert halda skyldi næst. Hann tekur dæmi: „Við skoðuðum skíða- löndin í Strbske Pleso í Slóvakíu og þaðan ók bílstjórinn okkur um fjöll og dali uns hann stoppaði við göngubrú yfir á. Þar gengum við yfir með töskurnar okkar og vorum þá komin til Póllands. Þar vorum við í þorpinu Sromowce Nizne í Dunajec-dalnum í Pienini- þjóðgarðinum og sigldum meðal annars á prömmum á Dunajec-ánni um hið gullfallega Þriggjakórónu- gljúfur.“ Einn daginn komu þær uplýs- ingar upp úr umslaginu að haldið skyldi í skíðaskála þar sem yrði gist. „Menn voru undir það búnir að liggja á svampdýnum, en svo kom í ljós að skálinn var fimm stjarna hótel í Tatra-fjöllunum þar sem hvert „herbergi“ var 50 fermetra íbúð og útsýnið stórkostlegt,“ segir Jónas og glottir. Hann var fjarri góðu gamni eins og áður kom fram. „Ég var að ranka við mér þegar þau fóru út og gat bara fylgst með á Facebook. Ég sá að menn skemmtu sér konung- lega en var þó ekki rólegur því allt- af getur eitthvað komi upp á.“ Þessi ferð er sú eftirminnilegasta sem hjónin hafa komið að, segir Jónas. Og úr því að svona fór er önnur óvissuferð í bígerð en óvíst hvenær. „Svona nokkuð krefst mik- ils undirbúnings: við viljum vera bú- in að fara sjálf og skoða aðstæður á stöðunum áður en við komum með hópinn. Við eigum því eftir að laum- ast burt og skoða okkur um. En önnur óvissuferð verður farin og ég veit að margir hlakka til.“ 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Ef fólk hefur einhvern minnsta áhuga á sögu eru Orkneyjar draumastaður,“ segir Jónas Helgason, sem farið hefur þangað með hópa. Orkneyjar eru norður af Skotlandi og Suðureyjar, vestur af Skot- landsströndum, hafa einnig orðið fyrir valinu. „Ísland tengist Orkneyjum enda vorum við í sama konungsríki í 200 til 300 ár. Á Orkneyjum blasir sag- an við frá steinöld og reyndar langleiðina aftur til ís- aldar,“ segir Jónas. Í Skare Brae, sem kallað hefur verið Pompei Skot- lands, var byggð fyrir meira en 5.000 árum og þar er að finna mannvistarleifar eldri en Stonehenge á Englandi, Kínamúrinn og pýramídarnir í Egypta- landi. „Orkneyinga saga er raunar eins og vega- handbók; hægt er að fara eftir henni um eyj- arnar. Það var algjör snilld að vera á ferð með mönnum sem kunnu söguna og spjölluðu um hana við heimamenn. Það var eins og þeir væru farnir þúsund ár aftur í tímann Valdimar Gunnarsson, kennari við MA, og Ásgeir Böðv- arsson, læknir á Húsa- vík.“ Tengingin við víkinga- tímann er mikil og norræn nöfn á hverju strái. „Þetta heillar mig mest og þess vegna dreg ég fólk á þess staði. Færeyjar eru svo sérkafli; þangað hef ég marg- oft farið með alls kyns hópa; skólahópa, eldri borg- ara, íþróttahópa og kóra, og alltaf gott að koma.“ Nú orðið leggja ýmsir hópar í hendur Jónasar að skipuleggjar margvíslegar ferðir. „Spyrja mig hvað sé skemmtilegast að gera; þá fer ég bæði á þekkta staði en reyni líka alltaf að fara út fyrir rammann og legg mikið upp úr því að hitta heimamenn, m.a. með því að ráða ekki einn leiðsögumann í heila ferð heldur grafa upp nýjan á hverjum stað.“ Algengt er að hópar smakki bæði mat og vín, helst úti í sveit. „Stundum er matarsmökkun meira lífs- reynsla en máltíð. Fiskisúpan sem við borðuðum í Ungverjalandi í síðasta mánuði verður mörgum án efa minnisstæð en ekki fóru allir saddir frá borðinu!“ Stuttar gönguferðir heilla Jónas og hann hefur oft ferðast þannig með hópa, ekki síst í Færeyjum. „Þá er ég ekki að tala um heilsdagsferðir heldur um það bil tveggja tíma göngu með bakpoka á milli byggða eftir gömlu götunum. Það er mjög skemmtilegt.“ Jónas nefnir fallega ítalska kapellu sem hann skoð- aði á Orkneyjum. Saga hennar er merkileg: „Í seinni heimsstyrjöldinni gerðist það í kjölfar árásar þýsks kafbáts á Skapaflóa, eitt helsta skipalægi breska flot- ans, að ítalskir stríðsfangar voru settir í það verk að styrkja varnir á svæðinu. Ítalirnir fengu leyfi til að byggja sér kapellu úr gömlum bragga og svo öðru því sem til féll á svæðinu, svo sem steinsteypu, gaddavír, steypustyrktarjárni, niðursuðudósum og málningar- afgöngum. Úr þessum efnum byggðu þeir kapelluna sem í dag er einn vinsælasti viðkomustaður ferða- manna á Orkneyjum.“ Eyjar í norðrinu heilla Ítalska kapellan á Orkn- eyjum sem stríðsfangar byggðu m.a. úr gaddavír og niðursuðudósum! 5.000 ára mannvistarleifar í Skara Brae á Orkneyjum. Þegar þú vilt njóta hins besta – steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.