Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Fyrir nokkrum árum kom til Íslands ágæturkunningi minn, formaður svissneskubændasamtakanna, ásamt konu sinni. Við hjónin fórum með þau víða um. Hann hreifst af landi og þjóð. Á Nesjavallaleið var stoppað fyrir myndatökur. Frúin myndaði fjallahringinn. Hann myndaði hitavatnspípurnar. Við Deildar- tunguhver endurtók sagan sig. Frúin myndaði heitt vatnið streyma fram. Hann vildi fá að kom- ast í dæluhúsið til að mynda þar. Átti hann eng- in orð yfir hinni stórkostlegu hugkvæmni og tækni við að nýta hverinn til að hita upp híbýli manna í fjölmennum byggðum. Við komum á bóndabæ í Húnavatnssýslu, mik- ið myndarbýli, þar sem bjuggu frumkvöðlar í ís- lenskum landbúnaði. Íslenski bóndinn lýsti því að gott veðurfar væri á þessum slóðum. Það var dumbungur og svalt í lofti. Hinn sólbrúni Alpa- búi brosti efins. Íslenski bóndinn rétti þá af kúrsinn og sagði að þegar allt kæmi saman; góð gróðurmold eins og hann byggi við og íslenskar aðstæður, þá væri útkoman farsæl. Nú brosti svissneski bændahöfðinginn ósviknu brosi. Nokkru eftir þessa Íslandsferð hittum við þessi hjón á þeirra heimaslóð. Nú voru það þau sem sýndu okkur búgarðinn sinn, smáan en fal- legan. Og stolt óku þau með okkur um Júrafjöll- in og fóru með okkur á bændabýli þar sem for- maður bændasamtakanna þekkti hvern mann. Hann minntist Íslandsferðarinnar. Þið eigið magnaðar náttúrugersemar sagði hann og tæknina hafið þið nýtt undursamlega. En eftir- minnilegastur væri þó bóndinn sem elskaði land- ið sitt. Hann skildi ég svo vel, bætti hann við. Það er svo gott og heilbrigt að koma auga á það góða í umhverfi sínu og kunna að meta landið sitt. Þessi orð hafa stundum komið upp í hugann eftir að það fór að tíðkast hér á landi að gera hróp að fólki sem leyfir sér að segja að því þyki vænt um Ísland og það sem íslenskt er. Slíkt þykir bera vott um þjóðrembu og jafnvel útlend- ingahatur! Sömu aðilar verða miður sín þegar minnt er á að á Íslandi er minna um dýrasjúkdóma en víð- ast hvar annars staðar í heiminum. Þetta er reynt að hrekja í leiðurum fréttablaða og her- skarar bloggara naga hvern þann sem vogar sér að halda þessum sanneika á loft. Hér er þó ekki um huglægt mat að ræða held- ur hlutlægt sem hægt er að sýna vísindalega fram á enda afrakstur markvissrar einangrunar- stefnu sem stundum hefur verið umdeild. En hún hefur skilað árangri: Íslensk matvara er heilnæmari en almennt gerist erlendis. Og það má tala um það. Það má líka segja að okkur þyki vænt um Ísland! Hvers vegna ættum við ekki að gleðjast yfir því sem gott er? Að þykja vænt um landið sitt * Við komum á bóndabæ í Húnavatnssýslu, mikið myndarbýli, þar sem bjuggu frumkvöðlar í íslenskum landbúnaði. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Egill Helgason sjónvarpsmaður skrifaði á Face- book á fimmtudag að hann væri með innlegg í hina sí- vinsælu mannanafnaumræðu, en hann og fjölskylda hans eru á ferða- lagi erlendis. „Innlegg í mannanafnaumræðuna: Kári kall- aður Mr. Helgason hér á hótelinu þar sem við dveljum.“ Upp úr þessu spretta umræður en þar á Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, rúsínuna í pylsuendanum; „Önnur hliða absúrdismans var að við vorum sex stykki Snævarr (pabbi plús 5 börn) og svo mamma Ms. Sigurðar- dóttir....).“ Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifaði á vegg tónlistarmannsins Valgeirs Guð- jónssonar í vikunni: „Mig dreymdi í fyrrinótt að komið væri nýtt lag eftir þig, og það var held ég sér- staklega auglýst með mynd af þér. Nafnið á laginu sat í mér þegar ég vaknaði, því það var svo ein- kennilegt. Það var svona: Nafn þitt er ekki málsháttur. Því miður vakn- aði ég áður en mér gafst færi á að hlýða á lagið.“ Valgeir svaraði um hæl: „Blessi þig alla daga fyrir svo ótalmargt - Þig hefur trúlega dreymt fyrir lag- inu Baldur og Konni sem er komið í mulningskvörn unglingahljómsveit- arinnar ódrepandi - nafn mitt er ekki málsháttur hlýtur að vera ögr- un öllum orðhögum einstaklingum að glíma við í sumarbreyskjunni.“ Margir urðu til þess að birta ljós- myndir á Face- book, Twitter og Instagram af brun- anum í Skeifunni og fóru misnálægt brunastað. Baráttukonan Hildur Lilliendahl Viggósdóttir birti hins vegar eina mynd af Skeifunni daginn eftir þar sem sjá mátti umferðarteppu – enda ekki færri sem lögðu leið sína til að skoða ummerkin daginn eftir. AF NETINU Breski raunveruleikaþátturinn GeordieShore var, eins greint var frá í frétt-um í vetur, tekinn upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Þátturinn er bresk útgáfa af bandarísku þáttunum Jersey Shore, en báð- ar seríurnar hafa verið sýndar á MTV- sjónvarpsstöðinni. Vitað var að tökur fóru meðal annars fram á skemmtistaðnum b5, þar sem djammandi unglingar ferðast um allan heim til að skemmta sér. Nú er auglýsingaherferð hafin fyrir þessa þætti og ljóst að hópurinn gerði margt ann- að forvitnilegt en að hanga inni á b5, því að í auglýsingum er einkum áhersla á að kíkt hafi verið á hið sérstaka Reðasafn. Einnig er nefnt að hópurinn hafi ferðast töluvert og skoðað sögufræga staði sem og hefðbundna ferðamannastaði og framið „alls konar prakkarastrik“. Fyrsti þáttur nýju seríunnar fer í loftið 22. júlí en aðalhlutverk leika Aaron Chal- mers, Charlotte Letitia Crosby, Gary Beadle, Holly Hagan, James Tindale, Mar- nie Simpson, Scott Timlin og Vicky Patti- son. Ekki er vitað til þess að þáttagerðarfólk og leikarar hafi valdið ónæði hérlendis. Fyrir nokkrum dögum birtist þó frétt þess efnis að tökuliðinu hefði verið meinaður að- gangur að ströndum Blackpool í Englandi, þar sem yfirvöld vildu ekki að leikarar væru öðrum til ónæðis og vandræða, en partíþáttunum fylgja að sjálfsögðu mikil læti og hávaði oft og tíðum. Geordie Shore hefur notið vinsælda, en þætt- irnir eru sýndir á MTV. Morgunblaðið/Kristinn Fóru á Reðasafnið Mikið er gert úr heimsókn raunveruleikaþáttarins á hið íslenska Reðasafn í auglýsingum. FYRSTI ÞÁTTURINN UM ÍSLANDS- FERÐ LEIKARANNA Í GEORDIE SHORE VERÐUR SÝNDUR 22. JÚLÍ Á MTV. AUGLÝSINGAR Á ÞÆTTINUM ERU FARNAR Í LOFTIÐ YTRA. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.