Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 11
13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Hrönn Hafþórsdóttir upplýsinga- fræðingur tók við stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar í byrjun mars á þessu ári. Hún segir safnið ótrúlega glæsilegt og af- skaplega spennandi tíma fram undan. Safnstjórinn er Siglfirðingur í húð og hár; fædd þar og uppalin, flutti burt 21 árs en aftur heim fyrir nokkrum mánuðum eftir nærri þriggja áratuga fjarveru. Rekur nú bæði bókasafnið á Siglu- firði og í Ólafsfirði. „Það er yndis- legt að vera komin aftur heim. Ég fer aldrei aftur suður; það er morgunljóst,“ segir hún. „Ég hafði velt því fyrir mér að sækja um áður en guggnað vegna barnanna, en lét slag standa núna. Ég vissi hvað var rosalega mikið til af bókum hérna og hvað þyrfti að gera. Fram undan er það verkefni að skrá það sem safnið á inn í Gegni [sem er landskerfi bóka- safna] og svo er verið að taka upp úr kössum. Ég hef nú þegar fundið mörg gull!“ Komið hefur verið upp sýningu á safninu, þar sem sjá má muni af ýmsu tagi sem síðustu mánuði hafa komið upp úr kössum sem varð- veittir voru í safninu; hljómplötur, gömul rakáhöld, peningaseðla og fleira. „Það eina sem vantar til að sýna fleira er fleiri glerskápar,“ segir Hrönn. „Hér á safninu er til ótrúlega mikið af bókum sem við köllum fá- gæti. Ég vann í nokkur ár á bóka- safninu í Hafnarfirði sem deildar- stjóri upplýsingaþjónustu og hef því samanburð. Hér er miklu meira af slíku; ég skil ekki hvernig safn- stjórinn hér til margra ára fór að því að viða þessu öll að sér. Óli Blöndal hefur verið algjör snill- ingur. Hér má finna eitt og annað sem sennilega engin söfn á Íslandi eiga nema kannski Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðarbókhlaðan.“ Hún nefnir sem dæmi handteiknað kort af Íslandi, fjórar arkir, þar sem búið er að strika hreppamörk landnámsmanna inn á með rauðu og merkja hvar hver þeira bjó. „Rosalega fallegt kort.“ Safnið verður 50 ára 14. nóvem- ber á þessu ári. „Þetta er mjög ríkt safn á mælikvarða íslenskra bókasafna.“ Hrönn nefnir að hillur á safninu og flest húsgögn séu upprunaleg en ekki komi til greina að skipta þeim út. „Ég vil að þetta verði gamalt safn með nýjum bókum.“ SIGLUFJÖRÐUR Ótrúlega margt fágætt NÝR SAFNSTJÓRI BÓKA- SAFNS FJALLABYGGÐAR SKILUR VARLA HVERNIG TÓKST AÐ KOMA UPP SVO GLÆSILEGU SAFNI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafnsins í Fjallabyggð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rakáhöld merkt ÁB. Þau átti sennilega Ásbjörn Blöndal, faðir Óla sem lengi var bókavörður á Siglufirði. Gamlar hljómplötur úr safni Ólafs heit- ins Þorsteinssonar læknis á Siglufirði. Stefnt er að rallkeppni í Skagafirði síðustu helgi í júlí. Meðal sérleiða verða Þverárfjallsvegur (sá gamli að mestu), Mýrarvegur frá Mánaskál að fjár- rétt við Kirkjuskarð, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Rallað í Skagafirði Jazz undir Fjöllum, árlega í Skógum undir Eyjafjöllum, verður í 11. sinn laugardaginn 19. júlí. Á aðaltónleikunum í félagsheimilinu Fossbúð um kvöldið koma fram Agnar Már Magnússon, Björn Thoroddsen og Egill Ólafsson. Djassað undir Eyjafjöllum „Hingað hafa komið heilu kassarnir úr dánarbúum. Nýjasta „gullið“ sem ég fann er bréf frá Ríkarði Jónssyni myndhöggvara sem hefst á þessum orðum: Kæri vinur! Hugsanlega var viðkomandi á Siglufirði eða Ólafsfirði; ég reyni að komast að því hvort Ríkarður hafi átt vin hér. Bréfið er skrifað í Reykjavík 16. desember 1951 og ég sendi það til Ríkarðsstofu á Djúpavogi þar sem mér finnst það eiga heima,“ segir Hrönn Hafþórsdóttir safn- stjóri. Illíonskviða frá 1851 Ýmissa grasa kennir í geymslum safnsins. Hrönn fann t.d. fallegan hárlokk í kassa sem hún opnaði þegar blaðamaður staldraði við. „Ég fann bækur frá 1930 gefnar út af Heimdalli hér á Siglufirði og er nýbúin að komast að því að útgefand- inn var Friðbjörn Níelsson bókari hjá bænum.“ Sem dæmi um gamlar bæk- ur á safninu, þó ekki sú elsta, nefnir Hrönn Illíonskviðu Hómers, í upprunalegu bandi, sem Sveinbjörn Egils- son tók saman og kom út 1851. „Ég verð örugglega í mörg ár að fara í gegnum allar ger- semarnar sem leynast hérna.“ Verð mörg ár að fara í gegnum gersemarnar Þær áætlanir sem við gerðum á sín-um tíma um rekstur okkar ogframleiðslu hafa alveg staðist. Þetta rúllar vel,“ segir Hálfdán Óskars- son, framkvæmdastjóri mjólkurvinnsl- unnar Örnu í Bolungarvík. Grillostur, fetaostur og ísblanda eru nýjar afurðir sem Arna setur á markaðinn síðar í þessum mánuði. Unnið hefur verið að þróun þessara vara og fleiri að und- anförnu, en allt miðar þetta að því að renna styrkari stoðum undir starfsemi fyrirtækisins. Minni mjólkursykur Starfsemi Örnu hófst síðasta haust. Hrá- mjólk til vinnslu kemur frá bændum á norðanverðum Vestfjörðum og í ár verða um 600–700 þúsund lítrar unnir hjá Örnu. Ársframleiðsla bænda á svæðinu er um 1,7 milljónir lítra og stefna er sú að eftir þrjú ár verði öll sú mjólk unnin í Bolungarvík. Sérstaða fyrirtækisins er sú að framleiðsluvörurnar eru laktósafríar, það er að hráefnið er blandað ensímum sem brjóta mjólkursykurinn niður. Við það myndast sæta í mjólkinni svo að úr verða vörur sem eru 30% sykurminni en hefðbundnar mjólkurafurðir. „Þegar búið er að brjóta laktósann nið- ur breytast eiginleikar mjólkurinnar svo að vinnslan verður meira krefjandi og vöruþróunin sömuleiðis,“ segir Hálfdán. Þegar hafa Örnumenn sett á markað hefðbundna drykkjamjólk, það er Nett- mjólkina, rjóma og matarrjóma, svo og AB-skyr og jógúrt í þremur og bráðum fjórum bragðtegundum. Hálfdán Óskarsson segist telja að Arna sé nú komin með um 0,5% hlutdeild á mjólkurvörumarkaði. „Við teljum okkur þó eiga mikið inni enn,“ segir Hálfdán. Bendir þar á að 5 til 10% þjóðarinnar séu með mjólkuróþol og þess utan vilji margir af öðrum ástæðum losna við lak- tósann. „Markaðurinn fyrir þessar afurðir er drjúgur og stækkar ört,“ segir Hálfdán. BOLUNGARVÍK Ostur og ís án laktósa MJÓLK ER GÓÐ. UNNIR VERÐA UM 700 ÞÚSUND LÍTRAR Á ÞESSU ÁRI FYRIR VESTAN. MJÓLKURSYKURINN VELDUR ÓÞOLI EN NÚ ER KOMIN LAUSN Á VANDAMÁLINU. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hálfdán Óskarsson hjá Örnu: Áætlanir hafa staðist og reksturinn gengur ágætlega. Systkinin Haukur Jörundur Hálfdánarson og Hildur Hálfdánardóttir vinna hjá föður sínum í sumar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.