Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 F rosti Logason stjórnmálafræð- ingur er annar umsjónarmanna útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu, ásamt Mána Péturssyni. Frosti var, eins og alkunna er, gítarleikari í hljómsveitinni Mínus en hætti í hljómsveinni árið 2007 og hóf sama ár nám í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Harmageddon er afar vinsæll útvarps- þáttur og Frosti lýsir starfinu þar sem draumastarfi. „Við Máni fjöllum þar um atburði líðandi stundar og tökum viðtöl við alls kyns fólk en það sem er einna skemmtilegast við þessa vinnu er að geta hóað í fólk sem manni finnst áhugavert. Við Máni sitjum í hljóðveri í þrjá tíma á dag og gagnrýnum fólk og málefni og höfum skoðanir á öllu og oft sitthvora skoðunina, sem skapar skemmtilega dýna- mík,“ segir hann. Spurður um samstarf þeirra Mána segir hann: „Samstarfið gæti ekki verið betra. Máni er besti vinur minn og sálufélagi. Við ólumst báðir upp í Garðabænum og urðum vinir á tánings- aldri. Það er eins og við séum samvaxnir tvíburabræður og við skipuleggjum líf okkar og frí með hvorn annan í huga. Það er dýrmætt að vera með samstarfs- félaga sem er svo góður vinur og félagi.“ Frjálshyggjuanarkisti Þú ert stjórnmálafræðingur að mennt. Af hverju ákvaðstu að læra stjórnmálafræði? „Ég var þungarokkari sem var slétt- sama um alla pólitík en þegar ég keypti mér íbúð og var kominn með nokkurra milljóna króna lán sem var háð sveiflum í þjóðlífinu fann ég fyrir auknum áhuga á pólitík. Ein besta ákvörðun lífs míns var að fara árið 2007 í stjórnmálafræði í Há- skóla Íslands. Námið er mjög áhugavert og skemmtilegt enda eru þar margir frá- bærir kennarar þar sem Hannes Hólm- steinn og Svanur Kristjánsson eru þeir bestu og ekki er heldur ónýtt að hafa verið í tímum hjá Gunnari Helga Krist- inssyni, Baldri Þórhallssyni og Huldu Þór- isdóttur. Allt þetta fólk er mjög vandað, í raun fjársjóður af fróðleik hvert á sinn hátt. Ég hef áhuga á því hvernig stjórnmálin hafa áhrif á samfélagið og snerta líf okk- ar. Ég hef ekki áhuga á því að starfa í opinberri stjórnsýslu eða neitt slíkt en mig dreymir um að geta með tímanum helgað mig blaðamennsku í meiri mæli en nú er og þar er stjórnmálafræðimenntun góður grunnur. Ég hef verið að skrifa stuttar fréttir og greinar inn á visir.is og myndi vilja gera meira af því.“ Hvaða hugmyndafræðingur heldurðu að hafi haft mest áhrif á þig? „Ég hef verið undir miklum áhrifum frá rithöfundinum Christopher Hitchens. Hann hefur haft mjög mótandi áhrif á líf mitt og það hvernig ég nálgast starf mitt í út- varpi. Hitchens var mótþróaseggur og um leið réttsýnn lýðræðissinni sem aðhylltist efahyggju og gætti sín á því að elta ekki fjöldann til illa verka. Hann var mælskur og réttsýnn, óhræddur við að taka óvin- sæla afstöðu og fylgdi ætíð sannfæringu sinni. Ein bóka hans er God Is Not Great – How Religion Poisons Everything, þar sem hann færir sterk rök fyrir því að trúarbrögðin séu böl fyrir mannkynið. Sjálfur er ég fullkomlega trúlaus.“ Ertu hægrimaður, vinstrimaður eða miðjumaður? „Ég myndi tvímælalaust flokkast sem hægrimaður en hef ekki fundið hjá mér löngun til að styðja flokka. Ætli það megi ekki kalla mig frjálshyggjuanarkista. For- ingjadýrkun og hvers konar átrúnaður á goð finnst mér afleit hugmyndafræði. Ég vil að einstaklingurinn fái að vera í friði fyrir ríkisvaldinu því að ríkið er eign þegnanna en þegnarnir er ekki eign rík- isins. Ég er andstæðingur forræðishyggju, sem er þokkalega rík í íslensku samfélagi þrátt fyrir að við þykjumst vera mjög frjálslynd þjóð.“ Finnst þér of mikill pólitískur rétttrún- aður í þjóðfélaginu? „Bæði og. Mér finnst óþolandi þegar fólk sem haldið er rasisma svarar fyrir sig með því að segja að gagnrýni á mál- flutning þess sé pólitískur rétttrúnaður og kvartar undan því að fá ekki að hafa pólitískar skoðanir sínar í friði. En vissu- lega er óþarfa rétttrúnaður á ákveðnum sviðum. Ýmislegt í femínísku flóðbylgjunni jaðrar við dogmatísk trúarbrögð, sem ég er í grunninn mótfallinn. Þegar menn hoppa á þann vagn að femínismi eigi að vera innprentaður í grunnskólabörn er það pólitísk stefna, rétt eins og ef þess yrði HANN VAR ÞUNGAROKKARI SEM HAFÐI EKKI ÁHUGA Á PÓLITÍK EN ER NÚ ORÐINN STJÓRN- MÁLAFRÆÐINGUR OG ANNAR UMSJÓNARMANNA ÚTVARPSÞÁTTARINS HARMAGEDDON. FROSTI LOGASON RÆÐIR Í VIÐTALI UM ÁRIN Í MÍNUS, PÓLITÍSKAN RÉTTRÚNAÐ OG TRÚLEYSI. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is „Svo þarf ég einhvern tíma að eignast afkvæmi og tel það reyndar vera eina af skyldum hins trúlausa,“ segir Frosti. Morgunblaðið/Þórður Fagna lífinu af ákefð Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.