Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 46
Guðmundur Benediktsson, þjálfari karla- liðs Breiðabliks í knattspyrnu, spáði því fyrir heimsmeistaramótið að Argentína myndi standa uppi sem sigurvegari. „Það er erfitt að spá gegn Þjóðverjum í dag eins og stemmingin er í herbúðum þeirra og í hinum eðlilega heimi ætti ég að spá þeim sigrinum en á þrjóskunni einni saman ætla ég að halda með Argentínu og halda mig við mína upp- haflegu spá og segja að Argentína vinniMorgunblaðið/Eggert leikinn,“ segir Guðmundur, sem óttast að leikurinn verði lokaður og bæði lið bíði eftir því að hitt geri mistök. Sterkur varnarleikur Argentínu hefur komið mörgum á óvart, enda hefur at- hyglin verið hvað mest á stjörnuna Lionel Messi og hæfileika hans. Guðmundur telur að Argentínumenn þurfi sérstaklega á því að halda að vörnin verði þétt í leiknum gegn Þjóðverjum. „Argentínumenn hafa spilað agaðan varnarleik og gefið fá færi á sér. Það er alveg ljóst að þeir þurfa að spila þann leik áfram og enn frekar eftir að hafa horft á veisluna hjá Þjóðverjum gegn Brasilíu.“ Hann telur að Þjóðverjar muni ekki gera miklar breytingar á leik sínum heldur halda áfram að spila á sínum styrkleikum. „Þjóðverjar virðast ekki hafa áhyggjur af neinum öðrum og láta aðra trufla sig lítið og það gerir leikinn þeirra skemmtilegan. Ég spái 1-0 fyrir Argentínu.“ SPÁÐI ARGENTÍNU SIGRI FYRIR MÓT Þessi engispretta veitti James Rodriguez styrk og stuðning þegar hann tók vítaspyrnu gegn Brasilíu. Friðardúfa sat fyrir á ljósmyndum og svaraði spurningum á opnunarhátíðinni. Peralta leikmaður Mexíkó teygir vel á nára og hálsi í miðjum leik. Engisprettur og bitvargar LJÓSMYNDARAR AFP-FRÉTTAVEITUNNAR HAFA VERIÐ DUGLEGIR AÐ SMELLA AF Á HM OG NÁÐ MÖRGUM SKEMMTILEGUM ATVIKUM INNAN SEM UTAN VALLAR. AFP 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014 Leiðin í úrslit á HM 2014 Þjóðverjar byrjuðu heimsmeistaramótið með miklum látum þegar þeir burstuðu Portúgal, 4:0. Thomas Müller skoraði þrennu og Mats Hummels eitt mark. Portúgal missti Pepe af velli á 37. mínútu með rautt spjald eftir að hann hafði skallað Müller. 16. JÚNÍ Þýskaland 4 : 0 Portúgal Müller (12., 45., 78.) Hummels (32.) Bráðfjörugur leikur þar sem öll mörkin komu í síðari hálfleik. Mario Götze kom Þjóðverjum yfir en þremur mínútum síðar jafnaði Gana með marki Andrés Ayews. Fyrirliði Gana, Asamoah Gyan, kom þeim yfir en gamla brýnið Miroslav Klose jafnaði metin af stuttu færi. Þetta var hans 15. mark á heimsmeistaramóti. 21. JÚNÍ Þýskaland 2 : 2 Gana Götze 51., Klose 71. A. Ayew 54., Gyan 63. Schürrle 92., Özil 120. Leikurinn sjálfur var markalaus en framlengingin var frábær skemmtun þar sem André Schürrle skoraði strax eftir 90 sekúndur með hælnum. Mezut Özil bætti við öðru marki en Abdelmoumene Djabou minnkaði muninn rétt fyrir leikslok. Þjóðverjar voru komnir áfram í átta liða úrslit enn á ný. Síðast komust þeir ekki upp úr 16 liða úrslitunum 1954. Bæði lið þurftu aðeins stig til að komast áfram í 16 liða úrslitin og var töluvert ritað og rætt um að þjálfararnir hefðu samið sín á milli um jafntefli. Sú var að sjálfsögðu ekki raunin og úr varð nokkuð skemmtilegur leikur þar sem Thomas Müller skoraði sigurmarkið. Aron Jóhannsson kom ekki við sögu hjá Bandaríkjunum. Bæði lið fóru áfram í 16 liða úrslit. Müller 55. Hvað er hægt að segja um þennan leik sem er ekki búið að segja! Þjóðverjar spiluðu nánast hinn fullkomna knattspyrnuleik og mæta svo til úthvíldir í úrslitaleikinn. Það er allavega auðvelt að ná sér eftir slíkan sigur. Müller 11., Klose 23., Kroos 24., 26., Khedira 29., Schürrle 69., 79. Oscar 90. Phillip Lahm var kominn í bakvörðinn og Sami Khedira mættur á miðjuna sem svínvirkaði og Þjóðverjar skoruðu snemma með skalla- marki Mats Hummels. Þrátt fyrir stórsókn undir lokin þá héldu Þjóð- verjar út. Karim Benzema átti skot sem Manuel Neuer varði vel á lokasekúndunum. Þetta var í tíunda sinn sem Þjóðverjar komast áfram í undanúrslitin síðan 1966. 4. JÚLÍ Þýskaland 1 : 0 Frakkland Hummels 13. Philipp Lahm hefur verið frábær á mótinu, sér- staklega eftir að hann var færður til baka í hægri bakvörðinn. Frábær alhliða leik- maður sem sést best á því hvað hann leggur upp mörg mörk fyrir samherja sína þrátt fyrir að vera varnar- maður. Þýskaland AFP ÞJÓÐVERJAR HAFA KOMIST Í ÚRSLIT HEIMSMEISTARAKEPPNINNAR SJÖ SINNUM. ÞRISVAR HAFA ÞEIR HRÓSAÐ SIGRI, 1954, 1974 OG 1990. EF ÞEIR HAMPA STYTTUNNI MARGFRÆGU VERÐA ÞEIR FYRSTIR EVRÓPUÞJÓÐA TIL AÐ VINNA HM UTAN EVRÓPU. LEIÐ ÞEIRRA Í ÚRSLITIN MÁ SJÁ HÉR AÐ NEÐAN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þýskaland 2 : 1 Alsír 30. JÚNÍ Djabou 120. 26. JÚNÍ Þýskaland 1 : 0 Bandaríkin 9. JÚLÍ Þýskaland 7 : 1 Brasilía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.