Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 41
stóla benda til að minni kröfur megi gera um æru- vernd stjórnmálamanna, þótt ekki hafi hún verið af- numin. Dæmin, gömul og ný, sýna að fjölmiðlar telja sig einnig hafa frjálst val um það, hvernig þeir megi umgangast aðra en atvinnumenn stjórnmálanna. Þannig telur vinstrislagsíðan í þjóðfélaginu sig og aðra hafa almennt skotveiðileyfi á dr. Hannes H. Gissurarson prófessor. Framganga „RÚV“ gagnvart honum lýtur engum birtum lögmálum og ekki þarf að orðlengja um þá fjölmiðla sem líta á rennusteina sem sinn farveg. Allt öðruvísi sé því og bæði rétt og skylt að taka á því, ef Hannesi eru falin verkefni á vegum hins opinbera, en ef samstarfsmenn hans í Félags- vísindadeild, svo sem Gunnar Helgi Kristinsson, Stef- án Ólafsson eða Ólafur Harðarson eiga í hlut. Þá log- ar ekki fréttatíminn. Þá er ekki þjarmað rækilega að forseta Félagsvísindastofnunar og orð hans sveigð úr samhengi, þyki þau ekki duga vondum málstað nægi- lega vel án þess. Nú þarf ekki lengi að leita til að sjá að vísindalegur grunnur Hannesar til verka er síst veikari en hinna, svo mjög varlega sé talað. Þess vegna er óhægt um vik að hefja „faglega“ stimpilinn á loft, þann sem hef- ur svo lengi verið misnotaður Íslandi. Það skondna er að Ríkisútvarpið lýtur lögskipuðum faglegum mæli- kvörðum, sem sú stofnun umgengst eins og síbrota sé. Bergmann fær bréf Þegar dr. Eiríkur Bergmann, Evrópufræðingur, lýsti í byrjun þessa árs sjónarmiðum varðandi framgöngu Breta gagnvart Íslendingum þá barst honum dálítið einkennilegt bréf úr óvæntri átt. Það var frá sjálfum Umboðsmanni Alþingis. Hann á, eins og aðrir emb- ættismenn, og þó mjög umfram þá, að gæta hófstill- ingar og varúðar út á við, vegna þeirrar einstöku stöðu sem Alþingi Íslendinga veitir honum. Bréf Um- boðsmanns Alþingis hljóðar svo: „Bresk lög um hætt- ur sem geta ógnað þjóðaröryggi landsins voru sam- þykkt í desember 2001. Þessi lagabálkur skiptist í þrjá meginhluta: 1) Anti-terrorism (Aðgerðir til að hindra hryðju- verkastarfsemi) 2) Crime (Ráðstafanir til að hamla gegn ólöglegu athæfi) 3) Security (Ákvæði til að efla öryggi landsins) Mörg lagaákvæði í liðum 2 og 3 eru almennar ör- yggisráðstafanir. Íslensku bankarnir í Bretlandi voru staðnir að ólöglegum fjármagnsflutningum til Íslands. Bretar brugðust því við þessu ólöglega athæfi samkvæmt lið 2, Crime, hér að ofan og kyrrsettu fjármagn þess- ara fjármálafyrirtækja. Það er þess vegna algjör misskilningur að þeir hafi beitt hryðjuverkalögum gagnvart Íslendingum, vegna þess að hryðjuverka- ákvæðin í þessum lögum tengjast ekki fjármagns- flutningum frá landinu, því að „í lögunum segir, að ekki sé um hryðjuverkastarfsemi að ræða þó að efnahagskerfi Breta verði fyrir einhverjum skaða“. (Wikipedia) Af þessu leiðir að móðursýkislegur áróður í Ice- save-málinu um beitingu hryðjuverkalaga af hálfu Breta gagnvart hinum blásaklausu Íslendingum á ekki við nein rök að styðjast. En þetta ástand kom sér vel fyrir forsetann, sem er enn í þjóðrembu- gírnum við að blaðra á alþjóðavettvangi um þessi meintu og hræðilegu hryðjuverkalög sem ófétið hann Gordon Brown átti að hafa beitt okkur, vegna ólöglegra fjármálagjörninga hinna glæsilegu og al- saklausu útrásarriddara. Gordon Brown sagði í bresku sjónvarpi að lögin hefðu verið sett til að koma í veg fyrir fjármagnsflutninga íslensku bank- anna til Íslands („Transfer of Capital to Iceland“). Ekkert var minnst á hryðjuverkalög, enda tengjast þau á engan hátt þessari ólöglegu fjármálastarf- semi. (Liður 2 í bresku lögunum hér að ofan) Hlustaðu á viðtal Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen. Hún fullyrðir að Bretar hafi verið í fullum rétti til að grípa í taumana varðandi íslensku bank- ana í Bretlandi. Þannig að hér var ekki um að ræða einhverja hernaðarárás stórveldis á íslensku þjóð- ina, eins og þú sagðir í sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur var hér á ferðinni fullkomlega eðlileg aðgerð, sem hafði ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með beitingu hryðjuverkalaga.“ Góð dreifing, engin umræða Hér er ekki verið að birta bréf sem sent var í trúnaði til einstaklings. Því það var auk hans sent til fjöl- margra fjölmiðla í janúarlok 2014. Einnig þótti rétt að forseti Íslands fengi afrit, ráðherrar, forystu- menn á þingi og fleiri. Bréfið sætir tíðindum. Breytir þar engu þótt það beri með sér að hafa verið sent til viðtakanda kringum miðnætti og til fjölmiðla og annarra um miðnætti næsta dag. En þetta óvenju- lega bréf virðist ekki hafa fengið neina umræðu, af hvaða ástæðum sem það er, og það virðist hvergi hafa verið birt. Margt er þar þó athyglisvert. Til dæmis það, hvernig Umboðsmaður Alþingis talar til forseta Íslands og hve stóryrtir dómar falla um þá sem voru andvígir Icesave-samningunum, og áttu samleið með 98% þjóðarinnar, en ekki með hávær- um hagfræðingum, Ríkisútvarpinu eða Seðlabank- anum. Þá er augljóst, að þessi annar af tveimur aðal- mönnum Rannsóknarnefndar Alþingis hefur ekki sefjast af söngnum, sem vel hefur verið kyrjaður, um að yfirlýsing fyrrverandi seðlabankastjóra, um að skattgreiðendur skyldu alls ekki axla ábyrgð á skuldum óreiðumanna, hafi eitthvað haft með notk- un hryðjuverkalagabálksins að gera né það, að setja Ísland á lista yfir hryðjuverkamenn á borð við Osama bin Laden. Getur verið að sá þáttur einn hafi dugað samferða- mönnum á „RÚV“ og 365 til að smeygja þessu fróð- lega bréfi eins æðsta og friðhelgasta embættis- manns landsins undir sessuna? Morgunblaðið/Eggert 13.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.