Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.07.2014, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.7. 2014
B
réfritari minnist þess að fyrir mörgum
árum var hann mættur í samtal í
fréttaskýringarþætti Ríkisútvarps-
ins. Er hann svaraði einni spurning-
unni vísaði hann í ummæli stjórn-
málamanns, sem þá var í
forystuhlutverki. Spyrjandinn greip þá snöggt fram í
og benti á að sá stjórnmálamaður væri ekki við-
staddur í þættinum og því ekki við hæfi að vitna til
hans.
Reglur gera mannamun
Jafnvel reyndustu mönnum getur brugðið við slíkt í
sekúndubrot og velt fyrir sér hvort þeir hafi óviljandi
gerst sekir um eitthvað sem sé siðferðilega óverjandi.
Þetta litla atvik geymdist því vel í minni. Kannski
þess vegna var betur tekið eftir því að í þessum sama
þætti, á öðrum tímum og í fréttum og umræðuþátt-
um, var sífellt verið að minnast á bréfritara og taka
orð hans úr samhengi, þótt hann væri jafnan víðs
fjarri, klína á hann ávirðingum af margvíslegu tagi og
sumum þeirra mjög alvarlegum. Sérstakur umræðu-
stjóri „RÚV“ kom mönnum iðulega á skrið í sínum
þáttum og stofnunarinnar til að fjalla um þann sama,
mönnum sem hann vissi gerla að hefðu ekki aðeins
horn í síðu umræðuefnisins, heldur höfðu sýnt fjand-
skap sinn opinberlega margoft.
Sá sami, sem er einkar undirdánugur útlendingum,
átti löng samtöl við erlenda „fræðimenn“ sem létu
dæluna ganga um bréfritara og fóru með margs kon-
ar fleipur, sem sérhver Íslendingur sem eitthvað
fylgdist með, mundi þekkja sem slíkt og ekki una róg-
inum. En umræðustjórinn kinkaði jafnan kolli svo
ákaft að hefur vísast reynt á hálsliðina og flissaði
stundum eins og til undirstrikunar. Í þessi hundruð
skipta var bréfritari aldrei til staðar og aldrei boðið
að bera hönd fyrir höfuð sér. Kannski hefur það verið
gert af óvæntri tillitssemi við hann, enda hefði stapp-
að nærri að vera full vinna að sinna hinum hlutlausa
ríkisfjölmiðli einum, hvað þessi atriði varðar.
Ósjálfráðir kippir
Því er stundum haldið fram, eins og til afsökunar, að
þeir sem Ríkisútvarpið hefur á oddi fyrir sig skynji
ekki hversu fráleit framganga þeirra sé og væri það
jafnvel þótt þeir byggju ekki við ríkar skyldur um að
forðast hlutdrægni. Sá sem hastaði á bréfritara forð-
um fyrir að nefna virkan en fjarstaddan forystumann
í Samfylkingu til sögu hefur sennilega talið það sjálf-
sagt. En þegar hann sjálfur og félagarnir og valin-
kunnir viðmælendur þeirra fjölluðu sjálfir í hundruð
skipta um fjarstadda menn, oft með ósönnum og
meiðandi hætti, þá hafa þeir ekki skynjað neitt. Þeim
sé hlutdræg framganga ósjálfráð, sjá ekki rangindin
og hversu illa þeir einatt bregðast sínu hlutverki og
lagalegum skyldum. Sumir telja að mjög langt megi
ganga að heiðri og æru stjórnmálamanna. Lög lands-
ins gefa ekki beina vísbendingu um það. En þeir sem
gefa sig að opinberri umræðu og sækjast eftir að fá
umboð frá almenningi telja flestir eðlilegt að fastar sé
um þá fjallað en aðra. En ekki hafa þeir þó verið
sviptir allri friðhelgi að þessu leyti. Niðurstöður dóm-
Ósjálfráða fréttatauga-
kerfið tekur skrítna kippi
* En þetta óvenjulega bréf virðistekki hafa fengið neina umræðu,af hvaða ástæðum sem það er, og það
virðist hvergi hafa verið birt. Margt
er þar þó athyglisvert. Til dæmis það,
hvernig Umboðsmaður Alþingis tal-
ar til forseta Íslands…
Reykjavíkurbréf 11.07.14